Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 106
104
til þessara þarfa. Upp á síðkastið liefur verið rekinn allfrekur áróður
fyrir því að koma upp sérstökum fjórðungsspítölum, og jafnvel verið
fullyrt í sambandi við það, að héraðssjúkrahúsin yrðu þá óþörf. A
slíkum stærri spítölum yrði að vísu völ betri og fjölbrevttari starfs-
krafta en á héraðssjúkrahúsum, en að öðru leyti er það hin mesta
fjarstæða, að hægt sé að komast af án sérstaks sjúkrahúss í flestum
stærstu héruðunum, a. m. k. norðanlands, eins og' veðurfari og sain-
göngum er háttað hér á vetrum. Það verður heldur að stefna að því
að gera allan aðbúnað í þessum héruðum þannig, að þangað veljist
læknar, sem eru færir um að inna af hendi alla aðkallandi skurð-
læknishjálp, heldur en að setja upp spítala á einum fjórum stöðum
á landinu, en láta alla aðra landsbúa sætta sig við skottulæknahjálp í
lífsnauðsyn. Vitanlega verða ávallt einhverjir að verða út undan i
strjálbýlinu, en að því verður þó að stefna, að sem fleslir geti fengið
greiðan aðgang að skjótri hjálp, þegar önnur hjálp er sama sem engin.
Sauðárkróks. Sjúklingar á siúkrahúsi fleiri og' legudagaf jöldi
nokkru meiri en undanfarin ár. Uin 100 manns utan sjúkrahúss nutu
ljóslækninga á sjúkrahúsinu. Um 50 voru röntgenskoðaðir, auk þeirra
sem berklalæknir rannsakaði og nokkurra, sem koniu reglulega til
eftirlits.
Ólafsfí. Sjúkraskýlið var rekið með sama fyrirkomulagi og áður,
en einungis til 11. júní. Þá fór hjúkrunarkonan, sem hér starfaði, til
Patreksfjarðar. Engin fékkst í staðinn. Að vísu var hægt að fá stúlku,
sem aldrei hafði koinið nærri hjúkrun, en ég neitaði að taka hana. t
sumar átti nú að ráða niðurlögum þaklekans á læknisbústað og
sjúkraskýli, og var þakhellan bikuð svo rækilega, að tjaran lak ofan
af þakinu. Ég sagði þeim fyrir, að þetta mundi ónýtt verk, því að
þegar bikið harðnaði, mundi það springa á sömu stöðum og þakhellan
væri sprungin, enda reyndist svo, og þakið lekur eins og áður. Líka
var mest af rafleiðslum dregið úr á efri hæð og nýjar settar i staðinn,
en vitaskuld ónýttust þær fljótlega aftur vegna lekans. Loftin i lækn-
isbústaðnum skemmast meira og meira.
Akureijrar. Mikil aðsókn að Sjúkrahúsi Akureyrar á þessu ári eins
og undanfarin ár, og það svo mjög, að sjúklingar þurftu oft að faiða
lengi eftir spítalavist.
Höfðahverfis. 2 herbergi hér í læknisbústaðnum eru ætluð fyrir
sjúkraherbergi. Hefur verið hægt að skjóta sjúklingum þar inn, enda
þótt þau hafi ekki verið í því ástandi, sem skvldi. Fylgir þeim þó rxim
og rúmfatnaður að mestu leyti, borð og stólar. GlUggar hafa verið ein-
faldir, svo að mjög hafa þau verið köld á vetrum. Síðast liðið ár hafa
gluggarnir verið tvöfaldaðir, og siðan er liægt að hafa í herbergjunum
nægan hita. Alla hjúkrun vantar og hana ekki að fá, þó að mikils
þyrfti við, eins og nú er. Engir sjúklingar legið hér þetta ár.
Þistilfí. Sjúklingar í skýlinu allt vegagerðarmenn með mislinga.
Vopnafí. Við sjúkraskýlið varð gerð skúrbygging úr steinsteypu með
anddyri, þvottahúsi og klefa með vatnssalerni.
Fljótsdals. Sjúkraskýli héraðsins ekki notað. Orsök kvenfólksekla.
Seyðisfí. Rekstur sjúkrahússins óbreyttur. Afkoma sæmileg, þó að
daggjöldum sé nú haldið mjög i hófi. Ljósböð fengu um 50 og rönt-