Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 50
48
íjarðarhérað fylgir enn sem komið er Heilsuverndarstöð Reykjavikur),
en með ferðaröntgentækjum 2322 úr 8 læknishéruðum. Fjöldi rann-
sóknanna er hins vegar langtum meiri, þar eð margir koina oftar en
einu sinni til rannsóknar. Námu þær á árinu 23297. Árangur rann-
sókna heilsuverndarstöðvanna verður greindur síðar (sbr. bls. 107—
109). Af 2322, er rannsakaðir voru með feðraröntgentækjum, voru 28
eða 1,2% taldir hafa virka berklaveiki. Af þeim voru þó aðeins 12 eða
0,5% algerlega ókunnir áður. Við rannsókn á skólafólki fannst að
þessu sinni 1 nemandi með smitandi berklaveiki. Heildarrannsókn
var á þessu ári framkvæmd í einu héraði (Keflavíkur), en hóprann-
sóknir í hinum, og var þeim að öllu leyti hagað, eins og greint er í
í'yrri skýrslum (1939 og 1940). Allt þetta ár gegndi Kjartan Guð-
mundsson læknir aðstoðarlæknisstarfi berklayfirlæknis, en aðeins að
hálfu leyti, því að hann vann líka sem starfandi læknir í Reykjavík.
Dró þetta eðlilega nokkuð úr rannsóknum með ferðaröntgentækjum
á þessu ári.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvik. Berklasjúklinguin fækkaði allmikið á árinu.
Skipaskaga. Skrásett 5 ný tilfelli, 2 aðflutt. 1 sjúklingur var úr
berklasýktri fjölskyldu. 4. tilfellið, 5 ára barn, fékk tbc. miliaris, eftir
því sem næst varð komizt; ekki víst, hvar smitazt hafi. 5. tilfellið,
17 ára piltur, var í skóla, utan héraðsins, er hann veiktist. Við herkla-
prófun á skólabörnum reyndust 3 börn jákvæð, er áður voru nei-
kvæð, og verður ekki bent á líkur fyrir smitunartækifæri tveggja
þeirra.
Borgarfi. Nemendur í Reykholti og á Hvanneyri voru skyggndir í
byrjun skólaársins, og fannst enginn, sein þurfti að visa úr skóla. Árið
liagstætt, hvað berklaveiki snertir.
Borgarnes. Ein ný skráning á árinu, þó ekki nýr sjúklingur. 3 sjiík-
lingar sendir heim frá Vífilsstöðum. Hefur þeim farnazt vel hér heima.
Einn þeirra hefur berklabakteríur í hráka, en heimili hans er barn-
laust. Loftbrjóstaðgerðir 82. Berklapróf hefur ekki farið fram þessi
árin — vantaði efni. Eins og fyrri ár sendi berklayfirlæknir lækni
með ferðaröntgentæki til þess að skoða fólk hér. Skoðaði liann verka-
fólk mjólkursamlagsins og matvöruverzlana, gistihússins og fleiri, sem
óskuðu þess, auk unglingaskólans og þeirra barna í bornaskólanum
og aðstandenda þeirra, sem ég benti á.
Dala. 59 ára gömul kona vestan úr Saurbæ, sem í mörg ár hefur haft
anaemia perniciosa, var skoðuð á Berklavarnarstöð Reykjavíkur 10.
okt. og reyndist þá hafa phthisis cavernosa (sputum tbc. -f). Ég skoð-
aði heimilisfólk hennar í nóvember, mann hennar, 66 ára, son þeirra,
22 ára, og' systur hennar, 54 ára. Fann ég ekkert, er bent gæti á virka
berklaveiki, en öll voru þau Pirquet +•
Patreksfj. Ný berklatilfelli fá.
Bíldudals. 18 ára stúlka, áður tbc. -í-, kom veik frá Reykjavík, hafði
legið þar nokkurn tíma með hilitis, en fékk nokkru eftir heimkom-
una slæma pleuritis exsudativa bilateralis.
Pingegrar. 18 ára stúlka með tbc. pulm. hefur dvalizt í sjúkrahús-
inu í IÝ2 ár. Var komin á mjög góðan bataveg á miðju ári og þá