Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 205
203
um þær lækningar sinar,1) en eftir það i Skagafjarðarsýslu austan-
verðri.2)
Skýrslan um fyrri aðgerðina er dagsett 10. ágúst 1828, og er sjúkling-
urinn Þorbjörg Árnadóttir, 21 árs, í Klömbruni:
Þessi merkilega jómfrú hefur næstliðið ár verið að giidna um lífið og
alltjafnt að tærast ....
Eftir að viðhafðir höfðu verið bakstrar og plástrar auk innvortis
lyfja í nokkurn tíma,
.... var orðið svo þunnt á fyrir neðan naflann, að ég opnaði þar, og rann
þar ut mikið af graftarkorgi, sctti svo kei’a og umbúðir. Daglcga rann sama
i 3 daga, en þá var teppt, og stóð eitthvað fyrir. Ég setti þá blýpípu i gatið
og saug út 7 munnfyllir af úldnum límhlaupsflyksum, og þegar það þraut,
þá rann blár gröftur. .4 6. degi kom hún á fót.
Ekki eru það ýkjur, að stúlkan hafi komizt til heilsu, því að af
kirkjubókum Breiðabólsstaðarsóknar má verða þess vísari, að hún var
manni gefin, álti margt barna, bjó langa hríð í Klömbrum og náði því
að verða nærri sjötug.3)
Síðari sjúklingurinn var Hlíf Jónsdóttir, húsfreyja í Ytri Ey, og er
skýrslan um þá aðgerð dagsett 2. maí 1834,4) líklega daginn, sem Berg-
steds er fyrst vitjað.
.... hafði hún þá haldið við rúmið síðari part næstliðins vetrar, var mjög
óþekkjanleg og tærð orðin og fyllin ákafieg, svo við mæling yfir um nafl-
ann var hún 4um þuml. minna en 2 álnir danskar. Sérilagi var kiila mitt
frá flagbrjóskinu til naflans, er opnuð var, kom þar út graftarkennd vilsa
og sullahýði. Þetta mein mátti kanna vel 7 þuml. djúpt upp eftir á 2 vegi.
Onnur operation var gjörð á hennar undirlifi, vart 1 þuml. djúpt, l>ar tii að
út kom litið rauðlitað vatn, 5 pottar í senn. Var svo settur í hlýkeri með
umbúðum. Á næstu 3 dögum rann annað eins.
Um afdrif þessa sjúklings getur ekki í dagbók garðyrkjumannsins,
en lesa má í kirkjubók Höskuldsstaðasóknar, að konan hefur dáið 38
ára af meinlætasjúkdómi, 13. maí 1834, og liefur það sennilega verið
einmitt þremur dögum eftir síðttri aðgerðina. Ekki er laust við, að ráða
megi af skýrstunni, að skottulæknirinn hafi af vankunnáttu sinni álp-
azt um neðra skurðinn inn í lamaða og þanda lilandblöðru konunnar,
og það hafi ekki verið annað en þvag, er frá henni rann þá leið, í fyrstu
lítið eitt blandað blóði úr skurðinum. En jafnframt er það þá dæmi
þess, að ekki hafi skottulæknar hikað við að skera tit „fylli“ í kviðar-
holi á heilan magál.
Má e. t. v. ætla, að sjúkrasögur jtessar sýni allgreinilega, hvernig hinir
aðsópsmeiri skottulæknar stóðu að handlæknisaðgerðum sínum við
sullaveiki, og bendi jafnvel æði langt í aldir aftur.
Um handlreknisaðgerðir Bjarna Pálssonar við sullaveiki er það aftur
að segja, að á þeim virðist ekki hafa orðið framhald, með þvi að síðan
1) ÍB 644/8vo. Eiginhandarrit.
2) E. H. B. & V. .1.: Læknar á fslandi. — BIs. 54.
3) Sbr. enn fremur Sýslumannaæfir, III, hls. 152.
4) Blöð þau, sem sjúkrasaga þessi er skráð á, era heft þannig í handritið, að
liún virðist vera frá árinu 1835, en það fær eltki staðizt (sjá siðar). Mun röð blaða
handritsins yfirleitt varlega treystandi.