Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 128
126
kaffiskammturinn sæmilega, að ég held, nema helzt gömlum ein-
stæðingskonum.
Ólcifsfi. Ekki getur áfengisnautn talizt mikil. Helzt verður hennar
vart á skemmtisamkomum. Eitt er vist, að þrátt fyrir allar hömlur
liafa menn einhver ráð með að ná í einhvers konar áfengi, ef menn
ætla að gera sér glaðan dag. Kaffi er talsvert drukkið, og' vill skammt-
urinn endast illa, eftir að kaffibætishörgull varð. Tóbaksnautn er tölu-
verð. Skólanefnd krafðist þess, að ákvæðum lögreglusamþykktar fyrir
ólafsfjörð um bann við sölu á tóbaki til barna og' unglinga innan 16
ára aldurs yrði stranglega fylgt, og hefur það verið gert.
Höfðahverfis. Áfengisnautn lítil. Helzt sjást menn kenndir á dans-
leikjum. Kaffi- og tóbaksnautn svipuð og áður.
Þistilfj. Áfengisneyzla er nokkuð almenn, og virðist mönnum ganga
greiðlega að útvega sér heimabruggað áfengi.
Vopnafj. Áfengisnautn er hér mjög lítil, naumast nefnandi. Kaffis
og tóbaks mun neytt svipað og áður.
Fljótsdals. Eitthvað drukkið á samkomum og við hátiðleg tækifæri,
en drykkjuskapur ekki teljandi. Ivaffi drukkið, eins og skammturinn
leyfir. Tóbaksnautn nokkuð almenn.
Seijðisfj. Þótt stórkostleg verðhækkun hafi orðið bæði á áfengi og'
tóbaki, er þess áreiðanlega neytt eins mikið og' áður. Kaffiskammtur-
inn þykir mörgum of lítill.
Fáskrúðsfj. Áfengisnautn er hér aðallega í sambandi við skemmt-
anir og þá stundum óhófleg. Tóbaksnautn er mjög mikil og almenn.
Kaffi er mikið drukkið.
Berufj. Áfengis lítið neytt nema á skemmtunum, en þá er nautn þess
ekki í hóf stillt. Áflog og ryskingar tiður viðburður, og er merkilegt,
að ekki skuli stór slys af hljótast.
Vestmannaeyja. Drykkjuskapur ekki mjög áberandi á árinu.
Vindlingareykingar unglinga og fullorðinna miklar. Kaffiskammtur
hrekkur víða skammt.
Grímsnes. Ivaffi- og tóbaksnautn óbreytt. Áfengisnautn lítil, virðist
fara minnkandi, nema helzt í réttunum, eins og verið hefur frá tíð
elztu manna.
8. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður geta þess í skvrslum sinum (sbr. töflu XIII), hvernig
3003 börn af 3095, sem skýrslurnar ná til, voru nærð eftir fæðinguna.
Eru hundraðstölur, sem hér segir (tölur síðast liðins árs í svigum):
Brjóst fengu 91,5 % (91,7 %)
Brjóst og' pela fengu 3,8 — ( 4,1 —)
Pela fengu í Reykjavík Jíta tölurnar þannig út: 4,7 — ( 4,2 )
Brjóst fengu 96,9 — (96,6 —)
Brjóst og pela fengu 2,0 — ( 1,5 —)
Pela fengu Læknar láta þessa getið: 1,1 — ( L9 —)
Ilafnarfj. Hér vantar tilfinnanlega eftirlitsstöð fyrir ungbörn.
Borgarnes. Fólk lætur sér mjög annt um ungbörn og leitar oft ráða