Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 55
53
Tala sjúklinganna er hér greind samkvæmt mánaðarskrám, og er
mjög vantalið. Á ársyfirliti um sullaveiki, sem borizt hefur úr öllum
héruðum, er getið uin 30 sullaveikissjúklinga, alla með lifrar- og
kviðsulli nema 1 með sull „i hálsi og brjóstholi". Því nær allt er þetta
gamalt fólk.
Hér fer á eftir skrá um sullaveikissjúklinga þá, sem skýrt er frá í
ársyfirlitinu:
Rvík: Auk þriggja, sem einnig eru skráðir annars staðar, 5 (karlar
36 og 64 ára; konur 43, 65 og 67 ára). Allir sjúklingarnir nema
einn utan Reykjavíkur, 1 sjúklingur frá hverjum þessara staða:
Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði og Árnessýslu.
Skipaskaga: 1 (karl 64 ára).
Borgarfj.: 3 (konur 72, 84 og 89 ára).
Patreksfj.: 1 (karl 68 ára).
ísafj.: 1 (kona 68 ára).
Blönduós: 1 (karl 48 ára).
Svarfdæla: 4 (karlar 63, 74 og 84 ára; kona 37 ára).
A'kureyri: 2 (karlar 62 og 64 ára).
Fljótsdals: 2 (karlar 83 og 87 ára).
Reyðarfj.: 1 (kona 70 ára).
Hornafj.: 2 (karl 64 ára; kona 30 ára).
Síðu: 2 (konur 77 og 91 árs).
Vestmannaeyja: 1 (kona, aldur ekki greindur).
Eyrarbakka: 1 (karl 73 ára).
Keflavíkur: 3 (konur 53, 63 og 66 ára).
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Skipaskaga. 1 tilfelli. Stór lifrarsullur. Sjúklingurinn dó á sjúkra-
húsi i Reykjavík.
Borgarfi. Kona, 72 ára, með lifrarsull. Fékk bata eftir uppskurð
< Matth. Einarsson).
Borgarnes. Hef ekki orðið var við sullaveiki á árinu. Höfuðsótt í fé
er aldrei minnzt á nxi orðið. Fyrir ca. 30 árum var faðir minn nýlega
setztur að í þessu héraði. Keypti hann þá 6 ær úr einum stað, og
voru þær allar dauðar úr höfuðsótt eftir rúmt ár. Þó að nú sé mikill
hrankleiki í fé, þá mundi vera haft orð á öðru eins, ef til væri. Hunda-
hreinsanir munu fara reglulega fram i öllum hreppum. Forstjóri slát-
urhússins í Borgarnesi tjáir inér, að sullir í sláturfé hafi minnkað
slórlega síðustu rúm 20 ár, sem hann hefur haft kynni af því.
Dala. Mikið um sulli í fé. Hundahreinsun fór fram í öllum hrepp-
um héraðsins, og er það hið eina, sem gert er i þessu efni. Að öðru
leyti eru hundarnir að flækjast um eftirlitslaust, eða eftirlitslítið,
framan í öllum og ofan í öllu, enda hafa þeir engan samastað á bæj-
unuin nema bæjarhúsin, helzt eldhúsið. Vegna þess að mér ofbauð
hundafarganið í Búðardal, meðan á sauðfjárslátrun stóð, sendi ég
ýýslunefnd erindi um það og áskorun um að láta málið til sín taka.
Ut af því samþykkti sýslunefnd á fundi sínum 18. maí: „Eftir ósk
héraðslæknis vill sýslunefnd beina þeim tilmælum til verzlana, er
slátra sauðfé í héraðinu, að koma upp skýlum nú þegar fyrir hunda,
sem menn verða að hafa með sér við fjárrekstra á slátrunarstaði, og