Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 40
38
Engir veiktust þó fleiri. Sjúklingurinn fékk mikil útþol um líkamann
og í byrjun veikinnar háan sótthita með hálsbólgu. Slapp vel. Sam-
gönguvarúð við heimilið í mánuð, en engin sótthreinsun eftir á. Ekki
l>arst sjúkdómurinn á fleiri heimili.
ísafi. Stúlka, nýkomin frá Siglufirði, veiktist. Var einangruð i
sjúlcrahúsinu hér (ekki skráð á mánaðarskrá).
Ögur. Kom upp í Seyðisfirði og einnig í Ögurnesi. Reiddi öllum vel
af. 2 heimili einangruð, og' bar það tilætlaðan árangur.
Sauðárkróks. Varð talsvert vart framan af árinu í áframhaldi af
faraldri fyrra árs. Veikin mátti yfirleitt teljast væg', og voru engir
alvarlegir fylgikvillar. Enginn dó. Að líkindum hefur veikin koniið
víðar en læknir vissi um.
Hofsós. 4 börn að barnaheimilinu Sólgörðum við Barðslaug veiktust
af skarlatssótt. Hafa fallið af mánaðarskrá af vangá.
Svarfdæla. Beitt almennum sóttvarnarreglum.
Akureyrar. Var hér viðloða allt árið, einkum fyrra hluta ársins. Var
í flestum tilfellum afar væg, og það svo, að sumir sjúklingarnir veikt-
ust sama sein ekkert.
Reykdæla. í árslok 1942 voru nokkur skarlatssóttartilfelli. 16. janúar
fór fram sótthreinsun, eftir að einangrun hafði staðið i 43 daga, frá
því að síðasti sjúklingurinn veiktist. Að kvöldi þess satna dags veikt-
ust 2 börn og nokkrum dögum síðar 2 aðrir heimilismenn.
Fljótsdals. Kom upp í húsmæðraslcólanum á Hallormsstað í febrúar,
og veiktist rúmur þriðjungur námsmeyja. Skólinn þegar einangraður,
og veikin barst ekki út, væg, og engir fylgikvillar, Sótthreinsun fór
fram í apríl, og hefur veikinnar ekki orðið vart síðan. Ekki verður
slóð hennar til skólans rakin.
Vestmarmaeyja. Gerði vart við sig, en breiddist lítið út. Mjög væg'.
Einangrun, eftir því sem við varð komið i heimahúsum, og valt henni
að treysta nema á einstaka heimili. Gekk árið áður, og eru þetta leifar
frá þeim faraldri.
Eyrarbakka. Barst að Selfossi í febrúarmánuði, sennilega frá
Reykjavík, en þó veit ég það ekki með vissu. Sóttin var á Laugarvatni
og barst á 2 bæi í dalnum, og má vera, að hún hafi borizt þaðan inn
í mitt hérað. Sóttin var mjög væg', og ekki óhugsandi, að eitthvað at’
hálsbólgu þeirri, sem gekk samtímis, hafi getað verið scarlatina sine
exanthemate.
Grímsnes. Með mesta móti bar á skarlatssótt. Byrjaði í Laugarvatns-
skóla í janúar. Veiktist meira en helmingur nemendánna. Barst þaðan
á bæi í nágrenninu. Síðar kom veikin upp í barnaskólanum á Flúðum
í Hrunamannahreppi og einum bæ þar nálægt. Nokkuð bar á mið-
eyrabólgu og einkum liðagigt upp úr veikinni.
Keflavíkur. Nokkur tilfelli, upp runnin frá Reykjavík. Ekki breidd-
ist veikin neitt út. Var sjúklingunum ýmist komið fyrir í farsótta-
húsinu í Reykjavík, eða þeir voru einangraðir heima. Sótthreinsun
fór fram i öllum tilfellum.