Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 147
145
II, 62 brúttó smálestir að stærð. Skipið er hið vandaðasta að öllum
frágangi og hefur reynzt gott sjóskip. Hjá Skipasmíðastöð Vestmanna-
eyja hafa þessi skip verið smíðuð á árinu: Týr, 38 brúttó smál., Jök-
«11, 49 brúttó smál., Friðrik Jónsson, 50 brúttó smál. Öll þessi skip
eru traustbyggð og hafa reynzt ágætlega. Bæjarsjóður hóf á sumrinu
að steypa fyrstu götuna í bænuxn, og varð fyrir valinu Strandvegur-
inn, en það er sú gatan, sem næst er höfninni og mest umferð er um.
Vélsmiðjan Magni hefur fært lit kvíarnar og látið reisa stórhýsi fyrir
liina umsvifmiklu starfsemi sína. Hraðfrystistöðin er nú orðin
stærsta bygging bæjarins og á enn þá eftir að stækka að miklum mun.
Hraðfrystistöðin hefur komið sér upp bókasafni fyrir starfsfólk sitt.
í því munu vera um 4000 bindi, og eru keyptar allar nýjar bækur,
jafnóðum og þær koma út. Þá hóf Hraðfrystistöðin námskeið fyrir
verkafólk sitt, og voru kenndar þar þessar námsgreinar: íslenzka,
saga, heilsufræði og enska. Bækur og kennsla látið fólkinu í té að
kostnaðarlausu. Hafnarsjóður hefur látið vinna að ýmsum endurbót-
um, svo sem á hafnargörðum, bryggjum og botnfestum. Sameignar-
lelög útgerðarmanna, olíusamlagið, netagerðin, lifrarsamlagið, ís-
fisksamlagið og bátaábyrgðarfélagið starfa eins og að undanförnu,
og stendur hagur þeirra með miklum blóma.
25. Hernám og sambúð við erlent setulið.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfi. Það varð mikil breyting til batnaðar á árinu við það, að
setuliðið hvarf á braut úr „bröggum“ sínum, bæði þeim, sem í bæn-
«m voru, og einnig hinum, sem voru í nágrenni bæjarins.
Borgarnes. Setuliðið var hér allt árið, en fækkaði þó mjög með
vorinu. Sumir virtust sækjast mjög eftir kynnum af innlendu fólki,
en aðrir voru óáleitnir. Alveg hið sama má seg'ja um fslendinga gagn-
vart útlendingunum. Allmörg börn hafa fæðzt og verið kennd setu-
liðsmönnum. í árslok voru aðeins fáir hermenn eftir, og flestar her-
búðir stóðu auðar og tómar.
ólafsfj. Héraðið hefur átt því láni að fagna að komast hjá dvöl
setuliðs, en hér voru árið 1941 skipbrotsmenn í nokkra mánuði, og'
eftir þeirri stefnu að dæma, sein kynnin virtust ætla að taka, verður
lánið ekki ofmetið.
Seyðisfj. Seint á sumrinu 1943 yfirgaf setuliðið að mestu kaupstað-
inn, en amerískt setulið hafði þá komið sér fyrir úti á Þórarinsstaða-
eyrum, og er álitið, að þar hafist við um 150 manns. Er þar einn
læknir og dálítill sjúkrabraggi, sem tekur 6 sjúklinga. Annars var
héraðslæknir beðinn að veita þeim læknishjálp, er sjúkrahúsvistar
þyrftu með, og' hafa nokkrir setuliðsmenn verið lagðir inn á sjúkra-
húsið, þá alvarlega veikir. Við aðgerðir á þeim sjúldingum hefur
herlæknirinn aðstoðað og sýnt bæði velvilja og Iipurð. Dálítið enskt
eftirlitslið er enn í bænum og býr m. a. enn í einu íbúðarhúsi. Þessir
menn hafa einnig beðið héraðslækni að veita þá læknishjálp, er með
þyrfti. Bæði hið brezka og ameríska setulið hafði byg'gt hér spitaía
1—2 km fyrir innan bæinn. Sérstaklega kvað mikið að ameríska
19