Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 28
2fi
leg. Færðist yfir á næsta ár. Fremur væg', en náði almennri útbreiðslu.
Engir dóu.
Ftateijrar. Inflúenza var allþung í togurum, sem hingað komu í
nóvember og' desember, en barst aðeins í 2 hús hér og breiddist ekki út.
Hóls. í aprílmánuði barst inn í héraðið inflúenza, er margir fengu,
fremur væg'. í desember hefst nýr inflúenzufaraldur.
ísafj. Veikin kom með togara frá Revkjavík í marz og' lauk yfirferð-
inni í næsta mánuði. Meðgöngutími virtist óvenju langur fyrir
inflúenzu, 4—7 dagar. Fyrst veiktist 1 á heimili og síðan, eftir 4—7
daga, allt hitt heimilisfólkið. Aftur á móti sluppu mörg heimili alveg-
Veikin var væg; einkenni ýmist frá brjósti eða maga yfirgnæfandi.
Samgöngubann var sett á i nokkra daga, þegar veikin virtist vera að
ná hámarki.
Ögur. Gekk tvisvar, fyrri faraldur í marz—april, en seinni í des-
ember. Engir kjölfarskvillar.
Hestegrar. Fór víða yfir, en var væg'.
Hólmavíkur. Faraldur gaus upp í desember. Urðu sumir allveikir.
Engir verulegir fylgikvillar komu samt fyrir.
Miðfi. Barst fyrst inn í héraðið í apríl, en náði lítilli lítbreiðslu og
var ekki mjög' þung. Kom aftur í héraðið í nóvember og' var þá miklu
skæðari, breiddist óðfluga út um héraðið, að undan teknuin 2 hrepp-
um, sem um áramótin höfðu sloppið að mestu leyti við faraldurinn.
Veikin er að því leyti slsém, að sjúklingar eru mjög lengi að ná sér,
og einstaka gamalmenni liggur í margar vikur . sökum þrálátrar
bronchitis.
Blönduós. Barst inn í héraðið úr Reykjavík seint í marz og gekk
fram undir krossmessu. Varð að bana einum rosknum bónda. í
nóvember gaus upp önnur alda, sem dró til dauða konu um áttrætt.
Sauðárkróks. Geisar tvisvar. Verður fyrst vart í marz. Aftur far-
aldur, sem geisar aðallega í nóvember. I fyrra faraldrinuin bar mjög
litið á lungnabólgu, en nokkuð í sambandi við seinna faraldurinn.
2 gamlar konur dóu af afleiðingum sjúkdómsins.
Hofsós. Inflúenza gerði mjög vart við sig þetta ár, allmikið mán-
uðina apríl, maí, og svo aftur í nóvember og desember, tók þá fjöld-
ann, og urðu margir allhart úti.
Ólafsfi. í desember eru skráðir nokkrir sjúklingar, og skráði ég'
ekki aðra en þá, sem höfðu nokkuð glög'g einkenni. Reyndar hafði
gengið nokkurt kvef allt frá hausti, en ekki svo, að neinn lægi rúm-
fastur. Hér hefur ekki komið reglulegur inflúenzufaraldur frá því
19,19, en ])á var inflúenzan mjög slæm.
Svarfdæla. 2 vægir faraldrar í maí—júní og desemher.
Alcureyrar. Vægur faraldur gekk hér í apríl og maí, og í nóvember
og desember var hér aftur faraldur, og þá mun verri, þótt ekki sé
hægt að segja, að uin sérlega þunga inflúenzu liafi verið að ræða.
Höfðahverfis. Hingað hefur engin inflúenza borizt á árinu. Má það
þó merkilegt teljast, þar sem hún var mjög útbreidd bæði á Akureyri
og Svalbarðsströnd, og alltaf öðru hverju eru samgöngur við þá staði.
Reykdæla. Magnaður inflúenzufaraldur gekk í lok nóvembermán-
aðar og byrjun desember. Veikin mjög næm, og' sýktist oft allt heim-