Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Side 94

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Side 94
1960 — 92 — Hellu. Haemorrhagia subarachnoi- dalis: 53 ára gömul kona fékk snögg- lega afSsvif, þar sem hún sat við spil. Kenndi fyrst sárs verkjar í hvirfli, og í sömu svipan dró móðu fyrir vinstra auga. Sem snöggvast vissi hún varla af sér. Engir krampar og engir smell- ir fyrir eyrum. Brátt færðist verkur- inn aftur í hnakka og niður i herðar. Jafnframt fór sjúklingurinn að kasta upp og kúgast. Við skoðun — um Vz klst. síðar — var verkurinn mjög sár, svírastjarfi og pósitívur Kernig, Ba- binski, blþr. 185/90, augnhreyfingar eðlilegar og ljósop eðlileg. Hiti normal. Með því að mér fannst eftir atvikum ekki réttlætanlegt að gera hryggstungu i diagnostiskum tilgangi, kaus ég að fylgjast með blóðþrýstingi sjúklingsins og öðrum einkennum, þar til hún virtist úr hættu. 6. Húðsjúkdómar. Ólafsfj. Psoriasis: 4 sjúklingar úr sömu fjölskyldu. Seyðisfí. Eczema af ýmsum, oftast óþekktum, orsökum algengast. Einnig ýmiss konar dermatitis á grundvelli seborrhoea. 7. Hörgulsjúkdómar. Patreksfí. Ber alltaf á avitaminosis af og til, þótt oft sé erfitt að dæma ákveðið um. Á þetta sér einkum stað seinna hluta vetrar og lýsir sér i al- mennu sleni og atorkuleysi. Batnar við vítamingjöf. Fólk lcaupir annars af sjálfsdáðum mikið af vítamíni, auk lýsis, og hefur það ábyggilega i för með sér, að þessi kvilli er ekki eins tíður og annars mundi vera. Suðureyrar. Bi-avitaminosis: Lopi á andliti eftir langvarandi drykkju lag- aðist eftir vítamingjöf. Ólafsfí. Oft erfitt að kveða upp úr um það, hvort um hörgulsjúkdóma er að ræða. Samt ótvíræður bati eftir fjörefnagjöf. Gretiivikur. Nokkuð mun vera um bætiefnaskort, þó ekki á háu stigi og þá helzt síðara hluta vetrar. Fólk kvartar um slen og máttleysi, sem oft virðist lagast við vítamingjafir. Seyðisfí. Avitaminosis hef ég ekki séð. Ungbörn og skólabörn fá lýsi eða A-D bætiefnapillur. Ráðlegg fólki að taka a. m. k. einhvern tima og eink- um á veturna tabl. ABCDin, sem eru mjög ódýrar og innihalda þau bæti- efni, sem National Research Council telur menn þurfa í þeim skömmtum, sem það ráð mælir með. Bætiefna- sprautur nota ég eingöngu sem psychotherapi, utan pyridoxin ein- staka sinnum við emesis gravidarum. Laugarás. Stöku maður tekur að staðaldri eitt eða fleiri vítamín, telur sig ekki geta án þess verið. Gef jafn- an vanfærum konum og ungbörnum einhver vítamin i varúðarskyni. Nokkrir menn fá að staðaldri B12 eft- ir magaskurð. Lýsi er á borðum i öll- um skólum héraðsins. 8. Háls-, nef- og eyrnasjúkdómar. Patreksfí. Otitis media 5. Bolungarvíkur. Otitis media 16. Þórshafnar. Otitis media suppura- tiva 1. Hellu. Otitis media 4. Laugarás. Otitis media 42. 9. ígerðir og bólgusjúkdómar. Sauðárkróks. Granuloma 7. Breiðumýrar. Granuloma: Alltaf nokkur tilfelli árlega, einkum í slátur- tíð, en aldrei neitt svipað og á þessu hausti. Mátti heita, að hér væri hreinn faraldur að þessum kvilla. Granulomin skiptu fleiri tugum, og sumir komu með 2 og 3 i einu. Ég hef alltaf verið óklár á, hvað bezt væri að gera við þessu, svo að nú notaði ég sína að- ferðina á hvern til reynslu, antibiotica (terramycin), caustic. chromi trioxydi eða að skera þetta og skafa burt í deyfingu. Og ég býst við, að hér eftir haldi ég mig við krómsýruna að við- bættum hnífnum í þrálátum tilfellum. Allt batnaði þetta fljótlega, og ég var farinn að halda, þar sem ekki virtist mikill munur á, eftir því hverri að- ferðinni ég beitti, að ef til vill hefðu þær allar verið árangurslausar og þa óþarfar. En nú nokkrum dögum áður en þetta er skrifað (í marzbyrjun
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.