Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Page 148

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Page 148
1960 — 146 — 30. 21. maí. Sveinbarn, 9 daga gamalt. Barnið hafði fæðzt 12. maí, og viku seinna hafði móðirin farið heim með barnið. Það hafði ver- ið gult frá fæðingu, og ekkert hafði borið sérstaklega á því, nema hvað móðirin sagðist hafa séð einhverja breytingu á hörundslit þess, kvöldið áður en það lézt, eins og að gulan væri orðin bláleitari. Þegar gætt var að barninu laust eftir miðnætti um nóttina, var það látið. Ályktun: Við krufningu fannst mjólkur- drafli í barkakýli og barka, bland- að saman við slím frá barkanum. Virðist greinilegt, að barnið hafi selt upp og magainnihald hrokk- ið ofan í það og kæft það. Barnið hefur verið veikburða, og báru lungun þess merki, að það hafði ekki gert neinar kröftugar önd- unarhreyfingar. í tentorium cere- belli og falx fundust gamlar blæð- ingar, sem sennilega hafa stafað frá fæðingunni. Sýnir þetta, ásamt blæðingum á augnlokunum, að barnið hefur haft hæmorrhag- iska diathesis, sennilega vantað K-vítamín frá fæðingu. Banamein- ið hefur verið magainnihaldið, sem hrokkið hefur ofan í lungu. 31. 23. maí. Karl, 39 ára. Maður þessi hafði verið heilbrigður og ekki vitað um neinn sjúkdóm hjá hon- um fram undir andlát. Maðurinn hafði komið heim að kvöldi 21. maí, og kvartaði hann þá um verk fyrir brjósti og háttaði. Heyrðist yfir í næsta herbergi einhvers konar sog i honum kl. 11.30, en ekki var þó litið inn til hans fyrr en kl. 2.30 eftir miðnætti, og var hann þá látinn. Ályktun: Við krufningu fannst útbreidd æða- kölkun í kransæðum hjartans, sem voru mjög þröngar á blettum. Ferskur thrombus lokaði allstórri grein af v. kransæð, en í bak- vegg v. afturhólfs hjartans fund- ust merki um ferska skemmd, sem hefur orðið manninum að bana. Ekkert áfengi fannst í blóðinu. 32. 24. maí. Karl, 8 ára. Drengur þessi mun hafa rekizt á horn vöru- bifreiðar, sem stóð á götu í Hafn- arfirði, en síðan fallið undir eða utan í strætisvagn, sem kom ak- andi eftir götunni. Taiið var, að drengurinn hafi látizt í sjúkra- bifreið á leið til Slysavarðstof- unnar. Ályktun: Við krufningu fundust mikil brot á kúpubotni, mikill bjúgur i heila og útbreidd- ar punktblæðingar. Auk þess fannst brot á II. rifi v. m., skammt frá geislungamótum. Höfuðkúpu- brotin ásamt blæðingunum i heila og heilabjúg og losti munu hafa orðið drengnum skjótlega að bana. 33. 25. maí. Karl, 49 ára. Hinn 24. maí, kl. 12.30, var komið með mann þennan í Slysavarðstofuna, og var hann þá látinn. Hitinn var þegar mældur í endaþarmi hans og reyndist 30,4°C. Áfengis- þefur fannst af vitum liksins. Upp- lýst er, að maður þessi hafi um nokkurn tíma haft verk fyrir hjarta og hafi leitað til læknis út af því. Daginn áður en hann lézt, hafði hann komið heim kl. 22.30 og verið drukkinn og haft með sér vínflösku. Kona hans hafði tekið eftir því, að hann kastaði mikið upp næstu nótt, en þau sváfu ekki í sama herbergi. Um kl. 0.15 um morguninn fór konan inn til hans, og virtist honum liöa sæmilega. Um 11.30 leytið kom hún aftur til hans, og kvartaði hann þá um kulda, en rétt á eftir breyttist útlit hans, augun urðu starandi, og hann virtist meðvit- undarlaus. Var þá hring't í sjúkra- bil og maðurinn fluttur í Slysa- varðstofuna. Hann mun hafa verið látinn, er þangað kom. Ályktun: Við krufningu fundust þrengsli og kölkun í upphafshluta v. krans- æðar hjartans og ferskur throm- bus, sem lokaði æðinni algjörlega. Þessi thrombus hefur valdið skyndilegum dauða mannsins. Auk þess fannst bráð bólga i maga, mjógirni og brisi, einrug var mikil fita i lifrinni. í blóði mannsins fannst \,\1% alkohól. 34. 31. maí. Karl, 43 ára. Maður þessi fannst örendur á salerni á heimih
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.