Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 62

Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 62
Lýsti ég henni nákvæmlega og spurði hvort lýsing sú gæti átt við einhverja konu þar á staðnum, lífs eða liðna. Urðu þau mjög undrandi yfir lýsingu minni og sögðu að hún ætti hárrétt við konu sem dáið hefði þar í þorpinu síðastliðinn vetur. Örðugt átti ég að fella mig við þá niðurstöðu, því að konan sem ég mætti var áþreifanleg. Bað ég um að mér væri útveguð mynd af þeirri konu er þau ætluðu mig hafa séð. Var mér þá fengið stórt myndaalbúm. Var þar aðeins ein mynd af henni. Ég þekkti hana strax aftur. Eftir það var ég ekki í neinum vafa um að konan sem ávarpaði mig með áður sögðum tveim orðum, var löngu dáin og grafin. — Síðar frétti ég, að konan við grindurnar sem fyrr er drepið á og virtist gefa mér gaum, sá aðeins mig og furðaði sig á tilburðum mínum, sem að vísu var mjög eðlilegt af henni, þegar þess alls er gætt, sem áður er sagt. Einnig frétti ég það, að kona þessi sem ég sá og heilsaði mér, hafði heitið Kristín og verið mjög hneigð fyrir andarannsóknir meðan hún lifði. Hafði hún látið þau orð falla, að fullan hug hefði hún á því að gjöra vart við sig eftir brottförina til annars heims. 6. Dularkall Nokkru eftir að síðasta frásögn gjörðist, fóru sjómennirnir sem ég var hjá í róður að venju. Eftir heimkonuna voru þeir fátalaðir gagnstætt venju. Spurði ég þá um orsök fáleika þeirra. Kom þá svo, að þeir sögðu mér smásögu þessa: Þegar þeir voru í síðasta fiskiróðri og voru staddir á miði sem ég kann ekki að nefna og voru á „baujuvakt" sem kallað er, sváfu þrír þeirra en einn vakti. Kom hann niður til að vekja hina og hita kaffið. En er þeir höfðu skamma stund rabbað saman, heyra þeir að kallað er uppi á þiljum: „Því eruð þið allir niðri!“ Segir þá formaðurinn, Sigurður Pétursson, einum manninum að fara upp á þiljur og hafa tal af kallanda, sem muni vera á báti í nánd. 60
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.