Strandapósturinn - 01.06.1988, Blaðsíða 74
var ekki frekar rætt að sinni. Ég fór að sinna búfé og öðru því sem
hefðbundin búskaparstörf á hlunnindajörð útheimtu. Fræðslu-
mál sveitarinnar lét ég mig litlu skipta. Þau voru utan við mitt
áhugasvið og ennþá í svipuðu formi og þegar ég var á barnsaldri.
Umferðakennarinn var bara einhver annar en gamli maðurinn
sem bjargaði sjálfum sér og sveitinni á þeim árum. — Svo var það
haustið 1930 að til mín kemur formaður skólanefndarinnar og fer
þess á leit að ég taki að mér kennslu í sveidnni þá um veturinn.
Samkomuhús hafði verið reist heima á Kaldrananesi. Þar átti
kennslan að fara fram og auk þess höfðu þeir fengið leyfi fyrir
afnot af gömlum bæ sem stóð auður á staðnum. Hann skyldi nota
sem heimavist fyrir börnin. I fyrstu fannst mér þetta fjarstæða. Ég
minntist gamla mannsins sem hreppsnefndin hafði þurft að sjá
farborða og því ráðstafað honum til kennslueftirlits í sveitinni,
hærri voru nú ekki kröfurnar í menntamálunum þá. Þeir hlutu að
geta fundið einhvern sem svipað var ástatt með nú og sett hann
inn í starfið. Ég var í engum vandræðum með sjálfan mig og hafði
auk þess engan áhuga á kennslu. Ég gerði mér heldur alls ekki
ljóst hvernig samskipti mín við krakkana mundu verða, vissi
aðeins að, að hvort sem ég tæki að mér þetta starf eða eitthvað
annað vildi ég sjá af því einhvern árangur, mundi naumlega gera
mig ánægðan með viðmiðunartöluna 4. Nei, þetta var eins og hver
önnur vitleysa. Ég var farinn að una vel samskiptum við fénaðinn
og búinn að gefa að mestu frá mér framadrauminn um langa
skólagöngu. En skólanefndarmaðurinn Benedikt Benjamínsson
Strandapóstur, sem jafnframt var góðvinur minn, var iðinn við
kolann og svo fór að hann hafði sitt fram. Ég féllst á að reyna þetta
þennan eina veturtíma. Það gat varla verið hundrað í hættunni.
Mest óttaðist ég að ég kynni ekki að sníða krökkunum stakk eftir
vexti hvað námið snerti, því ég krafðist þess af sjálfum mér að starf
mitt bæri árangur.
Til að annast heimavistina var fengin ágæt stúlka, Halldóra
Guðjónsdóttir frá Kaldbak. Hún reyndist mér mikill styrkur í
starfi, umgekkst krakkana með hlýleik en hélt þeim þó ákveðið að
settum reglum. Við vorum sammála um það að þessi fyrsta tilraun
til heimavistarskólahalds yrði að lánast. Halldóra er nú látin fyrir
72