Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 130
hvort hann hefch þá fyrst fundið hana þar. Ekki kveðst hann
muna eftir að aðrir væru viðstaddir þegar Jón tók upp skófluna en
Halldór bóndi á Melum og Arngrímur Alexiusson á sama bæ.
Deponantinn kveðst vera á þrítugasta og fyrsta aldursári, fæddur
á Melum og hafa alið allan aldur sinn hér í Arneshrepp.
Dómari gat þess, að hann ei sæi sér fært að kalla að þessu sinni
fleiri fyrir til þess að gefa upplýsingar í máli þessu, sakir þess að
allir vegir hér eru nú illfærir vegna ófærðar og vatnavaxta. Var því
réttinum slitið.“
Fátt virðist hafa gerst í máli þessu fyrr en liðlega ári síðar. En 11.
júní 1868 er haldin réttur að Arnesþingstað. „Hinir ákærðu, sem
mættir voru, standa við framburð sinn, sem þeir áður hafa gefið í
máli þessu. Þeir vilja ei viðurkenna að tólg sú er þeir báru saman á
Drangahlíð tilheyrandi áðurgreindu strandi hafí verið meir en
fjórir fjórðungar, og var hún virt í réttinum á sex ríkisdali og 24
skildinga. Gjörðu hlutaðeigendur sig ánægða með það. Hinir
ákærðu óska sér talsmann settan í máli því er útaf þessu verður
gegn þeim höfðað. Þá voru lögð fram skírnar-, fermingar- og
hegningarvottorð hinna ákærðu. Svo og vottorð um uppfræðingu
þeirra í trúarefnum. Dómari gat þess að mál þetta ei fyrr en nú
hefði að nýju verið tekið fyrir, þar hann sakir langvarandi lasleika
ekki hefði treyst sér til að takast hingað ferð á hendur þangað sem
vegur er svo langur og mjög torsóttur.“ — — Tveimur dögum
síðar eða 13. júní er aftur settur og haldinn aukaréttur og nú í
Reykjarfjarðarkaupstað. Þá er Jakob J Thorarensen skipaður dl
að halda uppi svörum fyrir hina ákærðu.
„Talsmaður hinna ákærðu kvaðst ekkert frekara hafa fram að
færa þeim til málsbóta og lagði málið í dóm og var það síðan þar, er
allar nauðsynlegar upplýsingar virðast vera fram komnar, til
dóms upptekið og rétti slitið."
„Réttvísinnar vegna“
Tuttugasta júlí 1868 er á skrifstofu sýslumanns Strandasýslu
að Hlaðhamri, kveðinn upp dómur í máli þeirra þremenninga.
„Þar sem það er með eigin játningu og samhljóða rökum nægi-
128