Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 10

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 10
10 Finnur Dellsén ræðir við Mariu Baghramian góðhjartaðasti og örlátasti heimspekingur okkar tíma. Hann hampaði sjálfum sér aldrei sem miklum „snillingi“ (leiðbeinandi Putnams, Hans Reichenbach, notaði þetta orð um hann í meðmælabréfi, án hans vitundar, og ég held að það eigi vel við í þessu tilviki). Hann var alltaf fróðleiksfús og opinn fyrir nýjum hugmyndum (sem varð til þess að hann skipti oft um skoðun) og sýndi alltaf ákveðna auðmýkt gagnvart viðfangsefnum sínum. Ég hélt áfram að hitta Hilary með reglulegu millibili – í Cambridge í Massa- chusetts, í Dyflinni og á ýmsum ráðstefnum í Evrópu – allt þar til hann lést (2016). Þar sem ég fylgdist með honum á stórkostlegri andlegri vegferð hans um hin ar ýmsu heimspekilegu kenningar og nálganir, lærði ég stöðugt meira um amer ískan pragmatisma og varð sífellt heillaðri af verkum hugsuða á borð við James og Dewey. Það sem er minnisstæðast af kynnum mínum við Putnam er þó ráðstefna sem ég skipulagði í Dublin til að halda upp á áttræðisafmæli hans. Þarna var hann í essinu sínu, umkringdur fjölda fyrrum nemenda og kollega, fólki eins og Saul Kripke, Ned Block, Michael Devitt, Tyler Burge, Alva Noë, Hartry Field og fleirum, og naut aðdáunar þeirra og væntumþykju. Það að fá að fylgjast með þessu og heyra skýr og skörp svör hans í þessum rökræðum, var eitt það ánægjulegasta sem ég hef upplifað á starfsferlinum. Bókin sem ég svo ritstýrði í kjölfarið, Reading Putnam, var ávöxtur þessarar ráðstefnu og hún er enn í dag eitt af þeim verkum mínum sem ég er hvað stoltust af. Heimspekingarnir sem við höfum rætt um hingað til eru allir karlmenn, en þú hefur svo sannarlega ekki einblínt á karlkyns heimspekinga á ferli þínum. Þú stofnaðir Félag kvenna í heimspeki á Írland (SWIP Ireland) og varst formaður þess og hefur lagt mikið af mörkum til að auka hlut kvenna í heimspeki í heiminum öllum. Geturðu sagt aðeins frá þessari vinnu og hvernig hún tengist þinni eigin reynslu sem kona í fagi þar sem karlmenn hafa verið í miklum meirihluta? Ég fór því miður ekki að taka virkan þátt í að auka hlut kvenna í heimspeki fyrr en tiltölulega seint á starfsævinni. Eins og skilja má af því sem ég sagði um byltinguna í Íran, hafði ég alltaf mikinn áhuga á stjórnmálum, sérstaklega því sem kalla mætti „vinstripólitík“. Á níunda og tíunda áratugnum var Írland gríðarlega íhaldssamt samfélag. Heimspekideildin við University College Dublin (UCD), þar sem ég var fastráðin á tíunda áratugnum, var eitt öfgafyllsta dæmið um hvern- ig sú íhaldssemi birtist. Deildin hafði tekið við af svokallaðri frumspekideild, sem prófessor Des Connell hafði veitt forstöðu, en hann varð síðar erkibiskup Dyfl- innar árið 1989. Margir þeirra sem kenndu við deildina voru prestar eða höfðu sterkar trúarskoðanir. Í þeirri deild voru engar konur. Dermot Moran tók svo við af Des Connell árið 1989 sem formaður í nýrri heimspekideild, en undir hana féll það starf sem áður hafði farið fram í frum- spekideildinni ásamt heimspekilegum þáttum þess sem áður hafði fallið undir siðfræði- og stjórnmálafræðideild og rökfræði- og sálfræðideild. Árið 1990 varð ég fyrsta manneskjan sem var ráðin inn í hina nýju heimspekideild – og varð þá jafnframt fyrsta konan og fyrsti trúleysinginn til að starfa þar (og laus við alla kaþ- ólsku í þokkabót). Á þessum árum var írska þjóðin að takast á um mörg umdeild Hugur 2018meðoverride.indd 10 24-Jul-18 12:21:21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.