Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 25

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 25
 Vitnisburðarranglæti 25 an við höfum einbeitt okkur að einstökum dæmum um það. Ég tel ekki að rétt væri að meta nokkurn þeirra einstöku þátta trúverðugleikabólgunnar sem slíkum einstaklingi er sýnd sem tilvik vitnisburðarranglætis þar sem hann er ekki beittur nægilega miklum órétti í neinu einstöku tilfelli. Aðeins þegar nógu margir þeirra hafa safnast saman á þann nokkuð langsótta hátt sem hér var lýst, er hann beittur þekkingarlegu ranglæti yfir langan tíma. Af þeim sökum tel ég að þótt þetta dæmi bendi til þess að sumt fólk, sem nýtur félagslegs valds í krafti stöðugrar forréttindastöðu sinnar, geti orðið fyrir barðinu á afbrigði af vitnisburðarranglæti, þ.e. í uppsafnaðri mynd þess einvörðungu, bendi það engu að síður ekki til þess að nein einstök dæmi um trúverðugleikabólgu í verki geti talist til þekkingarrang- lætis. Megineinkenni vitnisburðarranglætis birtist því sem trúverðugleikahalli en ekki sem trúverðugleikabólga. Við skulum nú beina sjónum okkar að hugtakinu vitnisburðarranglæti eftir að hafa gætt þess vandlega að afmarka það sem birtingarmynd trúverðugleikahalla. Strax ber að nefna að fordómar eru ekki það eina sem getur valdið trúverðugleika- halla og því eru ekki allar gerðir trúverðugleikahalla dæmi um vitnisburðarrang- læti. Trúverðugleikahalli getur einfaldlega stafað af meinlausri villu: villu sem er hvorki siðferðilega né þekkingarlega ámælisverð. Ein ástæða þess að fólk mun ávallt gera meinlausar villur er að dómgreind þess er skeikul og því er óhjákvæmi- legt að jafnvel þjálfuðustu og skörpustu hlustendur muni af og til mynda sér ranga skoðun á trúverðugleika mælanda. Enn fremur kann hlustandi einfaldlega að hafa ranga mynd af sérfræðiþekkingu og/eða ásetningi mælandans og því ljær hún honum minni trúverðugleika en ella. Svo fremi sem röng skoðun hennar er siðferðilega og þekkingarlega ekki vítaverð (t.a.m. sprettur hún ekki af siðlausri andúð eða af kæruleysi við þekkingaröflun) mun ekkert vera út á vanmat hennar á trúverðugleika hans að setja. Þá er einfaldlega um að ræða óheppileg mistök í þekkingaröflun af einum eða öðrum toga. Veltum fyrir okkur dæmi þar sem hlustandinn – segjum hana vera heimspek- ing, nánar tiltekið siðfræðing – veit að viðmælandi hennar er fræðimaður við tiltekna stofnun en eftir að hafa flett upp á honum á netinu stendur hún í þeirri trú að hann sé læknir þar eð nafn hans var að finna á heimasíðu læknavísinda. Þegar talið berst að ákveðinni deilu sem uppi er á sérsviði hennar, þ.e. um sið- ferðilega uppspunahyggju (e. moral fictionalism), og henni til nokkurrar undrunar lýsir hann sig alfarið andvígan þeirri nálgun, ljær hún orðum hans minni trú- verðugleika en ef hún hefði talið hann vera kollega hennar í siðfræði. En nú vill svo til, án þess að henni sé kunnugt um það, að hann er siðfræðingur sem hefur sérhæft sig í læknasiðfræði og gegnir stöðu í læknadeild og því veldur röng skoðun hennar á starfi hans trúverðugleikahalla á meðan hún er ekki leiðrétt. Ég vil þó halda því fram að rangt mat hennar verði ekki til þess að hann þurfi að þola neitt vitnisburðarranglæti. Þetta er bara sakleysisleg villa. Óheppileg mistök af þessu tagi geta því valdið trúverðugleikahalla en eru þó ekki til marks um vitnisburðarranglæti. Að minnsta kosti legg ég til að við afmörkum hugtakið með þeim hætti. Vitaskuld væri ekkert að því ef ímyndaður hlustandi okkar tæki svo til orða að hún væri miður sín yfir að hafa gert honum slíkan „órétt“ eftir að hún Hugur 2018meðoverride.indd 25 24-Jul-18 12:21:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.