Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 20
20 Miranda Fricker
að þagga niður í Marge og honum gengur kannski gott eitt til með föðurlegum
umvöndunum sínum. Engu að síðu er hér beiting ímyndarvalds á ferðinni.
Ímyndarvaldi sínu beitir Greenleaf með virkum hætti þar eð hann framkvæmir
athöfn og nær með henni því sem hann hefur vald til að gera: að kveða Marge í
kútinn. Það tekst honum með því að kalla fram sameiginlega hugmynd um konur
sem óhóflega bundnar eðlisávísun sinni og því hafi þær ónóga rökvísi til að bera.11
Við aðrar félagslegar aðstæður þarf karl ekki að aðhafast neitt til þess að þagga
niður í konunni. Það eitt að hann er karl og hún kona gæti dugað til þess að hún
sé þögguð. Ef við sjáum fyrir okkur samfélag þar sem kyngervi er þannig háttað
að ekki einungis séu konur álitnar nýta innsæið frekar en skynsemina, heldur
einnig að þær megi aldrei andmæla því sem karlar segja, þá hefði Herbert Green-
leaf beitt Marge sama valdi – valdi hans sem karls til að þagga niður í henni sem
konu – en með óvirkum hætti. Það hefði hann gert svo að segja með því einu að
vera karlmaður. Hvort beiting ímyndarvalds telst virk eða óvirk fer að miklu leyti
eftir samstillingu félagslegrar ímyndunar: báðir aðilar verða að deila mikilvægustu
sameiginlegu hugmyndum okkar um hvað felist í því að vera karl og kona, svo
sem staðalmyndum (hvort sem þær eru brenglaðar eða ekki) um hvort karlar eða
konur séu trúverðugri á hinum og þessum sviðum. Þess ber þó að geta að það er
ekki skilyrði þess að ímyndarvaldi sé beitt að annar hvor aðilinn fallist á réttmæti
staðalmyndarinnar. Ef við lítum svo á að Marge sé fullljóst hversu brenglandi
staðalmyndin er sem notuð er til að þagga niður í henni, þarf ekki að koma á
óvart að hún lætur hana samt hafa áhrif á sig. Þær hugmyndir um mismunandi
félagslegar ímyndir sem beiting ímyndarvalds virkjar þurfa ekki að vera skoðanir
geranda eða þolanda, því að ímyndarvald virkar á sviði sameiginlegrar félagslegrar
ímyndunar. Þess vegna getur hún stýrt athöfnum okkar óháð því hvaða skoðanir
við höfum.
Það er einkennandi fyrir ímyndarvald að það er virkt þegar það tengist öðrum
tegundum félagslegs valds. Skoðum samfélagsskipan með stranga stéttskiptingu
sem birtist m.a. í mismunandi hegðunarreglum í orði og verki fyrir meðlimi
ólíkra stétta. Til að mynda er ekki svo langt síðan enskur „heldrimaður“ sakaði
„meðlim hinna vinnandi stétta“ um að hafa sýnt sér „hortugheit“, „ósvífni“ eða
„óforskömmugheit“ með því að ávarpa hann með kumpánlegum hætti. Í slíku
samfélagi gæti aðalsmaðurinn beitt beinu valdi yfir honum með því t.d. að láta
reka hann (kannski var þetta kaupmaður frá fyrirtæki sem þurfti á vernd aðals-
mannsins að halda) en beiting ímyndarvalds gæti styrkt þau viðbrögð og veitt
ímyndaða réttlætingu (sú félagslega hugmynd um hann sem herramann og hinn
sem óbrotinn kaupmann skýrir að hluta getu hans til að hefna sín á þeim síðar-
nefnda fyrir „hortugheit“ hans). Ímynd aðalsmannsins fylgja ýmsar undirliggjandi
hugmyndir um hvernig fólk í mismunandi lögum samfélagsins á að koma fram
við aðalsfólk og í ljósi þessarar forskriftar getur ímyndarstaðan „heldrimaður“ ein
11 Rök fyrir því að innsæi sé að jafnaði ekki uppspretta þekkingarbrests heldur ómissandi hráefni
til þekkingar má finna í grein minni „Why Female Intuition?“, Women: A Cultural Review, 6, nr.
2 (haust 1995), 234–248; styttri útgáfa hennar birtist sem „Intuition and Reason“, Philosophical
Quarterly, 45, no. 179 (Apr. 1995), 181–189, en þar er ekki fjallað sérstaklega um kvenlegt innsæi.
Hugur 2018meðoverride.indd 20 24-Jul-18 12:21:21