Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 104
104 Jón Ásgeir Kalmansson
einmitt í þessu ljósi sem best er að skilja hugmynd Diamond um mennskuhug-
takið sem uppsprettu siðferðilegs lífs:
[E]f við höfðum til fólks að koma í veg fyrir þjáningar, og við reynum
um leið að þurrka út greinarmuninn á mönnum og dýrum og fáum fólk
eingöngu til að tala og hugsa um „ólíkar tegundir dýra“, þá er enginn
grunnur eftir til að segja okkur hvað við eigum að gera. Því það eru ekki
meðlimir einnar af mörgum tegundum dýra sem hafa siðferðisskyldur
við neinn skapaðan hlut. Siðferðilegar væntingar annarra manna gera til
mín kröfur sem ég bregst við sem annað en dýr; og við gerum eitthvað
skylt því að eigna dýrunum í ímyndunarafli okkar eitthvað í líkingu við
slíkar væntingar þegar við teljum að neysla jurtafæðu geri okkur kleift að
mæta augnatilliti kýrinnar.49
Hugmyndin um að dýrin séu förunautar okkar, eins og Diamond og margir
aðrir skilja hana, útilokar yfirleitt ekki að við leggjum þau okkur til munns. Það
er hluti af þeim mun á mönnum og dýrum sem minnst var á hér að framan og er
byggður inn í skilning okkar á mannlegu lífi.50 En meðhöndlun dýra sem „stig …
í framleiðsluferli kjötafurða er ekki þáttur í þessum hugsunarhætti“.51 Né heldur
býr það í slíkum hugsunarhætti að skopast á niðurlægjandi hátt að varnarlaus-
um tilraunadýrum. Í hugmyndinni um dýrin sem förunauta okkar býr skilningur
sem gerir okkur næm fyrir „varnarleysi dýranna andspænis vægðarlausri beitingu
mannlegs valds“, eins og Diamond kemst að orði í „Injustice and Animals“.52 Það
er skilningur sem, ef hann er á annað borð fyrir hendi, byggist á viðurkenningu
okkar á eigin varnarleysi, meðal annars andspænis vægðarlausri beitingu valds.
Ef við göngumst við því að við deilum slíku skjólleysi með dýrunum, þá getum
við líka séð að þau, engu síður en við, eiga það skilið að vera ekki gerð að einber-
um hlut í vélrænu framleiðsluferli. Ef við höfum nægilega ríkan sjálfsskilning og
nægilega auðugt ímyndunarafl, þá getum við skynjað væntingar í brjósti þeirra,
engu síður en í eigin brjósti, um að vera ekki beitt miskunnarlausu harðræði og
ranglæti.
Samúð með holdi klæddum sálum
Víkjum nú aftur að The Lives of Animals eftir J. M. Coetzee. Ef Costello hafnar
skynsemi heimspekinganna, hinni heimspekilegu orðræðu um dýr – sem raunar
er alls ekki einskorðuð við heimspekinga heldur býsna algengur háttur á að tala og
49 Diamond 1996a: 333.
50 Eins og áður sagði er ekkert sem útilokar að þessi skilningur á hinu mannlega og muninum á
mönnum og dýrum geti ekki breyst. Ef til vill verður það þáttur í grundvallarsjálfsskilningi manna
að dýr séu ekki eitthvað til að borða, og eldi, slátrun og át á þeim veki sams konar óhugnað og
viðbjóð og ef menn væru notaðir til fæðuframleiðslu. Einn tilgangur The Lives of Animals eftir
Coetzee kann einmitt að vera að stuðla að slíkri breytingu.
51 Diamond 1996a: 330.
52 Diamond: 2001: 120.
Hugur 2018meðoverride.indd 104 24-Jul-18 12:21:26