Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 104

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 104
104 Jón Ásgeir Kalmansson einmitt í þessu ljósi sem best er að skilja hugmynd Diamond um mennskuhug- takið sem uppsprettu siðferðilegs lífs: [E]f við höfðum til fólks að koma í veg fyrir þjáningar, og við reynum um leið að þurrka út greinarmuninn á mönnum og dýrum og fáum fólk eingöngu til að tala og hugsa um „ólíkar tegundir dýra“, þá er enginn grunnur eftir til að segja okkur hvað við eigum að gera. Því það eru ekki meðlimir einnar af mörgum tegundum dýra sem hafa siðferðisskyldur við neinn skapaðan hlut. Siðferðilegar væntingar annarra manna gera til mín kröfur sem ég bregst við sem annað en dýr; og við gerum eitthvað skylt því að eigna dýrunum í ímyndunarafli okkar eitthvað í líkingu við slíkar væntingar þegar við teljum að neysla jurtafæðu geri okkur kleift að mæta augnatilliti kýrinnar.49 Hugmyndin um að dýrin séu förunautar okkar, eins og Diamond og margir aðrir skilja hana, útilokar yfirleitt ekki að við leggjum þau okkur til munns. Það er hluti af þeim mun á mönnum og dýrum sem minnst var á hér að framan og er byggður inn í skilning okkar á mannlegu lífi.50 En meðhöndlun dýra sem „stig … í framleiðsluferli kjötafurða er ekki þáttur í þessum hugsunarhætti“.51 Né heldur býr það í slíkum hugsunarhætti að skopast á niðurlægjandi hátt að varnarlaus- um tilraunadýrum. Í hugmyndinni um dýrin sem förunauta okkar býr skilningur sem gerir okkur næm fyrir „varnarleysi dýranna andspænis vægðarlausri beitingu mannlegs valds“, eins og Diamond kemst að orði í „Injustice and Animals“.52 Það er skilningur sem, ef hann er á annað borð fyrir hendi, byggist á viðurkenningu okkar á eigin varnarleysi, meðal annars andspænis vægðarlausri beitingu valds. Ef við göngumst við því að við deilum slíku skjólleysi með dýrunum, þá getum við líka séð að þau, engu síður en við, eiga það skilið að vera ekki gerð að einber- um hlut í vélrænu framleiðsluferli. Ef við höfum nægilega ríkan sjálfsskilning og nægilega auðugt ímyndunarafl, þá getum við skynjað væntingar í brjósti þeirra, engu síður en í eigin brjósti, um að vera ekki beitt miskunnarlausu harðræði og ranglæti. Samúð með holdi klæddum sálum Víkjum nú aftur að The Lives of Animals eftir J. M. Coetzee. Ef Costello hafnar skynsemi heimspekinganna, hinni heimspekilegu orðræðu um dýr – sem raunar er alls ekki einskorðuð við heimspekinga heldur býsna algengur háttur á að tala og 49 Diamond 1996a: 333. 50 Eins og áður sagði er ekkert sem útilokar að þessi skilningur á hinu mannlega og muninum á mönnum og dýrum geti ekki breyst. Ef til vill verður það þáttur í grundvallarsjálfsskilningi manna að dýr séu ekki eitthvað til að borða, og eldi, slátrun og át á þeim veki sams konar óhugnað og viðbjóð og ef menn væru notaðir til fæðuframleiðslu. Einn tilgangur The Lives of Animals eftir Coetzee kann einmitt að vera að stuðla að slíkri breytingu. 51 Diamond 1996a: 330. 52 Diamond: 2001: 120. Hugur 2018meðoverride.indd 104 24-Jul-18 12:21:26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.