Hugur - 01.01.2018, Page 74

Hugur - 01.01.2018, Page 74
74 Stefán Snævarr er náttúrulega ekki framkvæmanlegt enda er hið fullkomna boðskiptasamfélag draumsjón. Samt er hún sumpart raunhæf, því hún er byggð inn í boðskipti okkar, samanber það sem áður segir um Habermas. Raunhæf draumsjón. Apel reynir að fanga æðimargt í boðskiptanet sitt: Alla málræna tjáningu og alla tjáningu sem klæða má í orð má telja hluta af mögulegri rökfærslu. Hrópi einhver „bravó“, verður að vera hægt rökstyðja að hann hafi í raun og veru verið að fagna einhverju eða einfaldlega verið að leika sér með orð og upphrópanir. Það verður að vera hægt að rökstyðja að það sem hann kann að hafa fagna sé í raun og veru til og eigi skilið að vera fagnað. Svipað gildir um meðvitaða líkamstjáningu, til dæmis ef einhver ullar á forsætisráðherrann. Mannlegum þörfum er miðlað með aðstoð menningarinnar, sumar þeirra eru ótvírætt sköpunarverk samfélags- ins. Margar slíkar þarfir eru í reynd kröfur og krafa stendur þá og því aðeins undir nafni að hægt sé að rökræða réttmæti hennar.33 Þannig tengjast mannlegar þarfir boðskiptasamfélaginu góða. Og sá sem rökræðir hlýtur að virða í reynd allar mögulegar kröfur og þar með þarfir, svo fremi hægt sé að réttlæta þær með rökum. Málnotkun í venjulegri rökræðu er röklega frumræn miðað við aðra málnotk- unarmáta eða aðra tjáningarhætti (þegar ég tala um Apel, tala ég um rökræðu í hversdagsskilningi orðsins, ekki í merkingunni „meginrökræða“). Rökræðan er byggð inn í alla málleiki sem yfir-stofnun. Ekki er svo að skilja að siðaboð séu endilega boðorð rökræðu heldur að rökræðan virkar eins og dómstóll fyrir breytni manna. Hugsun okkur mann sem tekur ákvörðun um að breyta með tilteknum hætti og ákvörðunina tekur hann í eigin hugarfylgsnum án þess að ráðfæra sig við aðra. Aðeins í raunverulegri eða mögulegri rökræðu er hægt að komast að því hvort ákvörðunin standi undir nafni, sé raunveruleg ákvörðun um að gera eitthvað tiltekið. Einungis í slíkri rökræðu er hægt að ákvarða hvort ákvörðun mannsins falli undir einhverja reglu, að því gefnu að athöfn sé reglubundið atferli. Að fylgja reglu er virkni sem verður að vera hægt að réttlæta og gagnrýna í rökræðu, án hennar er ekki hægt að fylgja reglu og þar af leiðandi ekki hægt að fremja athafn- ir. Þetta leiðir af einkamálsrökum Wittgensteins eins og Apel skilur þau. Sama gildir um þá skoðun Apels að sjálfsskilningur hafi boðorð boðskipta að forsendu. Reyni maður að skilja sjálfan sig með því að horfa inn í launkofa hjarta síns, þá er sá mögulegi skilningur ekki marktækur nema aðrir geti gengið úr skugga um það í almennri rökræðu. Sú rökræða er náttúrulega seld undir boðskipta-boð- orðin. Ekki nóg með það, rétt eins og Habermas telur Apel hugsunina vera innra samtal og því selda undir áðurnefnd boðorð. Habermas segir að sjálfið sé skapað af raunverulegum og mögulegum boðskiptaathöfnum, hugsanir okkar sjálfra eru meðal þeirra. Innblásinn af ameríska pragmatistanum George Herbert Mead staðhæfir Habermas að sjálfið sé innhverfing boðskipta. Félagsmótun fer fram í krafti boðskipta, t.d. senda foreldrar barni einatt neikvæð boð ef það gerir eitt- hvað rangt. Smám saman innhverfir barnið þessi neikvæðu viðbrögð og mótast af þeim. Án félagsmótunar verður maðurinn ómælandi dýr án einstaklingseðlis. Hin svonefndu úlfabörn, sem vaxið hafa úr grasi meðal dýra, eru sjálf ómálga dýr, án 33 Sagt með öðrum hætti: K er þá og því aðeins réttnefnd „krafa“ að hægt sé að rökræða réttmæti K. Hugur 2018meðoverride.indd 74 24-Jul-18 12:21:24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.