Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 135
Hugur 30/2019 – kallað eftir efni
Hugur, tímarit um heimspeki, lýsir eftir efni í 30. árgang, 2019. Þema Hugar
2019 verður „Saga“.
Efnið má nálgast á ýmsa vegu og ber að túlka í vítt. Þannig mætti meðal
annars fjalla um heimspekisögu frá fornöld til 20. aldarinnar, sögu heimspek-
innar á Íslandi, heimspekileg álitamál innan sagnfræðinnar og heimspeki-
legar kenningar sem fjalla um eða höfða til sögunnar með einum eða öðrum
hætti. Meðal þeirra spurninga sem fallið gætu undir þemað eru (en athugið
að listinn er ekki tæmandi):
• Hvaða hugsuðir hafa ekki fengið nægilega umfjöllun í heimspekisögunni,
hvað veldur þessu og hvernig er best að bregðast við þessari stöðu?
• Með hvaða hætti hafa konur sérstaklega verið útilokaðir úr „kanónunni“
í heimspeki og hvernig getum við leiðrétt það?
• Er mögulegt og eftirsóknarvert að „endurskrifa“ söguna, til dæmis til að
auka hlut kvenna, eða ber okkur að nálgast vandann með öðrum hætti?
• Hvaða sögulegu heimspekingar hafa verið misskildir eða mistúlkaðir og
með hvaða hætti hefur það verið gert? Hvaða heimspekikenningar hafa
að ósekju fallið í gleymskunnar dá?
• Með hvaða hætti eru tilgátur í sagnfræði sannreyndar eða rökstuddar og
hvað felst í því að „skýra“ sögulegan atburð? Hver er staða sagnfræðinnar
innan fræðanna?
• Hvaða hlutverki gegnir saga vísinda innan vísindaheimspekinnar og
hvaða segir vísindasagan okkur um stöðu vísindanna nú á dögum?
Auk þessa er að sjálfsögðu við hæfi að fjalla um tiltekna heimspekinga eða
heimspekilegar kenningar sem hafa komið fyrir í heimspekisögunni.
Efni 30. árgangs afmarkast ekki við þemað. Greinar og þýðingar um marg-
vísleg heimspekileg efni eru velkomnar. Allar frumsamdar greinar sem birtast
í Hug, hvort sem þær eru utan eða innan þema, fara í gegnum nafnlausa rit-
rýni og ákvarðanir um birtingu eru teknar á grundvelli hennar. Viðmiðunar-
lengd greina er 8000 orð að hámarki. Höfundar eru hvattir til að kynna sér
leiðbeiningar um frágang sem finna má á Heimspekivefnum (mappa undir
fyrirsögninni FÁH/Hugur).
Hugur birtir einnig ritdóma um nýlega útkomnar bækur um heimspeki á
íslensku. Hámarksorðafjöldi bókadóma er 2000 orð, en viðmiðunarlengd er
1500 orð.
Þá birtir Hugur einnig þýðingar á erlendum verkum, svo sem greinum og
bókarköflum. Þeir sem hafa hug á að þýða efni fyrir Hug eru beðnir um að
hafa samband fyrirfram við ritstjóra.
Skilafrestur efnis fyrir Hug 2019 er 15. október 2018. Efni skal senda til rit-
stjóra, Finns Dellsén, finnurd@gmail.com. Þangað má einnig senda fyrir-
spurnir um hvaðeina sem snýr að Hug 2019.
Hugur 2018meðoverride.indd 135 24-Jul-18 12:21:31