Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 128

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 128
Hugur | 29. ár, 2018 | s. 128–132 Björn Þorsteinsson: Eitthvað annað. Há- skólaútgáfan, 2016. 238 bls. Í eftirfarandi grein hyggst ég ræða hið stóráhugaverða greinasafn Eitthvað ann- að eftir Björn Þorsteinsson. Safnið býður upp á ríka, fjölbreytta og ávallt áhuga- verða heimspekilega greiningu og gagn- rýni sem hér gefst ekki rúm til að ræða nema að hluta til. Ég mun því einbeita mér að örfáum greinum sem standa upp úr að mínu mati, og ég tel að séu gott yfirlit yfir verkið og hugsun Björns. Byrjum á umfjöllun Björns um eitt alræmdasta fyrirbæri sem meginlands- heimspekin hefur alið af sér: póst- módernismann. Það vekur strax athygli að í greininni, sem var gefin út árið 2005, talar Björn um póstmódernismann sem fyrirbæri sem sé liðið undir lok eða svo gott sem. Hann er því á vissan hátt að líta til baka yfir þessa hefð og leggja mat á hugmyndirnar sem hún hafði upp á að bjóða ásamt víðari áhrifum þeirra. En hann bendir á að misskilningur hafi löng um plagað gagnrýnendur hennar og gert umræðuna ruglingslega. Til dæmis sú einfalda staðreynd að enginn heim- spekingur eða fræðimaður kannaðist nokkurn tímann við að tilheyra þeim póst módernisma sem gagnrýn endur héldu á lofti og fordæmdu. Sú gagnrýni var t.d. að hann væri „froða, vindur, tóm: (blekkingar)leikur en ekki alvara“ (bls. 29). Þessar hugmyndir um hvað fælist í póstmódernismanum voru meira en lítið loðnar og óljósar. Björn kemst því að þeirri niðurstöðu „að þegar til kom hafi póstmódernistarnir hvergi verið til – nema þá í hugskotum andstæðinga þeirra“ (bls. 30). En þrátt fyrir að engir fræðimenn vildu kannast við að vera póstmódern- istar vill Björn þó ekki meina að það hafi aldrei verið neitt sem hægt var að kalla póstmódernisma. Fyrir honum var hann vissulega ákveðin stefna innan heimspekinnar sem hafði sín einkenni og áherslur. Hann hafnar einnig því að það sem stefnan hafði upp á að bjóða hafi verið allsendis tilgangs- eða merk- ingarlaust. Hann tekur fyrir þá alræmdu fullyrðingu að „allt sé texti“, eitt helsta skotmark gagnrýnenda póstmódernism- ans. En þeir bentu margir á að eitthvað hljóti einfaldlega að standa utan „text- ans“. Ásamt því að benda á það augljósa, að „texti“ er hér notaður í svolítið annarri en hefðbundinni merkingu, heldur Björn því fram að margir af þeim heimspeking- um sem oft eru kenndir við þessa hefð héldu því síður en svo fram að ekkert stæði utan textans. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að póstmódernisminn gegndi mikilvægu hlutverki í því hvernig hann „hristi upp í veruleikanum með svo rót- Ritdómur Eftir dauða póstmódernismans og endalok sögunnar kemur tóm- og nýfrjálshyggjan Hugur 2018meðoverride.indd 128 24-Jul-18 12:21:28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.