Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 108

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 108
108 Jón Ásgeir Kalmansson Lokaorð Umræða mín um bók Coetzees og um hugmyndir Coru Diamond hefur leitt í ljós gagnrýni á heimspekilegan þankagang um dýr sem hverfist um það að ákvarða hvaða almennu eiginleikar liggi siðferðilegri stöðu til grundvallar. Diamond leit- ast við að sýna hvernig sértæk heimspekileg nálgun af þessu tagi, sem tekur að engu leyti mið af skilningi okkar á sjálfum okkur sem særanlegum líkamlegum verum á ferðalagi frá vöggu til grafar, gerir okkur erfiðara fremur en auðveldara að öðlast skilning á lífi þeirra vera sem deila með okkur kjörum á jörðinni. Sú leið sem Diamond bendir á er ekki fólgin í því að hafa mennskuhugtakið að engu, heldur þvert á móti í því að beita hugsun og ímyndunarafli til að dýpka skilning okkar á því hvað það þýðir að lifa mannlegu lífi sem markað er af alls kyns undar- legum möguleikum og takmörkunum. Með því til dæmis að öðlast dýpri skilning á okkar eigin skjólleysi gagnvart valdbeitingu og vægðarleysi er von til þess að við verðum jafnframt reiðubúnari að sýna förunautum okkar í dýraríkinu meiri samúð og draga úr vægðarleysi okkar gagnvart þeim. Ein leið til að tengja saman þessar hugmyndir Diamond og The Lives of Animals er að segja að bók Coetzees sé sýnidæmi um hvað í því gæti falist að dýpka hugsun sína um þýðingu þess að vera líkamleg, hugsandi mannvera í heimi sem einkennist í æði ríkum mæli af fjarlægingu frá og blindu gagnvart lífi líkamlegra vera. Bókin reynir að vekja okkur af kredduföstum svefni sértækrar hugsunar um dýr og biður okkur þess í stað um að búa í og samsama okkur líkamanum og um leið öðrum líkamlegum verum. Hún reynir að fá okkur til að veita lífi (okkar) dýranna nýja, ferska og samúðarfulla athygli. Að baki býr sú hugsun að oftar en ekki reynist okkur erfiðast að skynja, hugsa og bera kennsl á það sem er okkur næst og setur djúpt mark á alla tilveru okkar – líkamslíf okkar. Siðfræði sem tæki það alvarlega að við erum hugsandi líkamlegar verur myndi þó ekki upphefja líkamann á kostnað andans; hún myndi fremur leitast við að skýra hvernig heiðarleg viðurkenning líkamleik- ans getur upplýst siðferðilega hugsun okkar og skilning. Heimildir Bekoff, Mark og Jessica Pierce. 2010. Wild Justice. The Moral Lives of Animals. Chicago: The University of Chicago Press. Bentham, Jeremy. 1879. An Introduction to the Principles of Morals and Legislation. Ox- ford: Clarendon Press. Bonatti, Walter. 1979. On the Heights. London: Diadem Books. Chesterton, G. K. 1999. Orthodoxy. London: Hodder & Stoughton. Coetzee, J. M. 2001. The Lives of Animals. Princeton: Princeton University Press. Crary, Alice. 2007. Humans, Animals, Right and Wrong. Wittgenstein and the Moral Life. Essays in Honor of Cora Diamond. Ritstj. Alice Crary. Cambridge: The MIT Press. Descartes, René. 1991. Orðræða um aðferð. Þýð. Magnús G. Jónsson. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag. Diamond, Cora. 1991. The Importance of Being Human. Being Human. Ritstj. David Cockburn. New York: The Press Syndicate of the University of Cambridge. Hugur 2018meðoverride.indd 108 24-Jul-18 12:21:27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.