Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 108
108 Jón Ásgeir Kalmansson
Lokaorð
Umræða mín um bók Coetzees og um hugmyndir Coru Diamond hefur leitt í
ljós gagnrýni á heimspekilegan þankagang um dýr sem hverfist um það að ákvarða
hvaða almennu eiginleikar liggi siðferðilegri stöðu til grundvallar. Diamond leit-
ast við að sýna hvernig sértæk heimspekileg nálgun af þessu tagi, sem tekur að
engu leyti mið af skilningi okkar á sjálfum okkur sem særanlegum líkamlegum
verum á ferðalagi frá vöggu til grafar, gerir okkur erfiðara fremur en auðveldara
að öðlast skilning á lífi þeirra vera sem deila með okkur kjörum á jörðinni. Sú leið
sem Diamond bendir á er ekki fólgin í því að hafa mennskuhugtakið að engu,
heldur þvert á móti í því að beita hugsun og ímyndunarafli til að dýpka skilning
okkar á því hvað það þýðir að lifa mannlegu lífi sem markað er af alls kyns undar-
legum möguleikum og takmörkunum. Með því til dæmis að öðlast dýpri skilning
á okkar eigin skjólleysi gagnvart valdbeitingu og vægðarleysi er von til þess að
við verðum jafnframt reiðubúnari að sýna förunautum okkar í dýraríkinu meiri
samúð og draga úr vægðarleysi okkar gagnvart þeim. Ein leið til að tengja saman
þessar hugmyndir Diamond og The Lives of Animals er að segja að bók Coetzees
sé sýnidæmi um hvað í því gæti falist að dýpka hugsun sína um þýðingu þess
að vera líkamleg, hugsandi mannvera í heimi sem einkennist í æði ríkum mæli
af fjarlægingu frá og blindu gagnvart lífi líkamlegra vera. Bókin reynir að vekja
okkur af kredduföstum svefni sértækrar hugsunar um dýr og biður okkur þess í
stað um að búa í og samsama okkur líkamanum og um leið öðrum líkamlegum
verum. Hún reynir að fá okkur til að veita lífi (okkar) dýranna nýja, ferska og
samúðarfulla athygli. Að baki býr sú hugsun að oftar en ekki reynist okkur erfiðast
að skynja, hugsa og bera kennsl á það sem er okkur næst og setur djúpt mark á
alla tilveru okkar – líkamslíf okkar. Siðfræði sem tæki það alvarlega að við erum
hugsandi líkamlegar verur myndi þó ekki upphefja líkamann á kostnað andans;
hún myndi fremur leitast við að skýra hvernig heiðarleg viðurkenning líkamleik-
ans getur upplýst siðferðilega hugsun okkar og skilning.
Heimildir
Bekoff, Mark og Jessica Pierce. 2010. Wild Justice. The Moral Lives of Animals. Chicago:
The University of Chicago Press.
Bentham, Jeremy. 1879. An Introduction to the Principles of Morals and Legislation. Ox-
ford: Clarendon Press.
Bonatti, Walter. 1979. On the Heights. London: Diadem Books.
Chesterton, G. K. 1999. Orthodoxy. London: Hodder & Stoughton.
Coetzee, J. M. 2001. The Lives of Animals. Princeton: Princeton University Press.
Crary, Alice. 2007. Humans, Animals, Right and Wrong. Wittgenstein and the Moral
Life. Essays in Honor of Cora Diamond. Ritstj. Alice Crary. Cambridge: The MIT
Press.
Descartes, René. 1991. Orðræða um aðferð. Þýð. Magnús G. Jónsson. Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag.
Diamond, Cora. 1991. The Importance of Being Human. Being Human. Ritstj. David
Cockburn. New York: The Press Syndicate of the University of Cambridge.
Hugur 2018meðoverride.indd 108 24-Jul-18 12:21:27