Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 100

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 100
100 Jón Ásgeir Kalmansson að líta á sem upphaf og uppsprettu (e. source) hugsana okkar um okkur sjálf og aðra menn, og um gagnkvæm tengsl okkar og skyldur.37 Sem hugsandi, siðferðilegar verur erum við ávallt fyrst og fremst manneskjur – hugsandi, særanlegir, dauðlegir menn. Í því er fólginn sá grunnur sem mótar siðferðilegt líf og þótt við getum að sjálfsögðu leitast við að fjarlægja okkur þessum grunni í hugsun okkar, þá er ekki þar með sagt að það sé æskilegt þegar siðferði á í hlut. Sjónarhornið sem gerir okkur mögulegt að sjá mannlegt líf sem „átakanlega sérstakt“ kann þrátt fyrir allt að vera býsna dýrmætur áfangi í sögu mannsandans.38 Eitt af því sem Diamond bendir á að móti hugmyndir okkar um hvað það er að vera maður í ríkari mæli en margt annað er munurinn sem er á mönnum og dýrum. Líkt og við mörkum sérstöðu mannlegs lífs með því að leggja djúpa merkingu í leyndardóm fæðingar og dauða, þá mörkum við þessa sérstöðu einnig með því að gera greinarmun á okkur og dýrunum, sem að einhverju leyti tengist líffræðilegum mun en einskorðast ekki við hann. Eitt augljóst en sláandi dæmi um þá þýðingu sem við leggjum í muninn á mönnum og dýrum er að við sitjum við borðið og þau eru á borðinu.39 Við gæðum okkur með öðrum orðum mörg á holdi dýra en ekki holdi mannlegra förunauta okkar, jafnvel þótt þeir farist af slysförum og kjötið af þeim sé fyrsta flokks.40 En munurinn markast af fleiri þáttum. Við göngum til dæmis ekki í skóm gerðum úr skinni manna, jarðarfarir hafa aðra þýðingu þegar dýr eru annars vegar en þegar menn eiga í hlut, og svo mætti áfram telja. Að benda á þennan mun á afstöðu okkar til manna og dýra er ekki það sama og að reyna að réttlæta hann. Að benda á hann minnir okkur fremur á það hvar umhugsun um tengsl okkar við menn annars vegar og dýr hins vegar þarf að hefjast. Til að við áttum okkur á því hvaða munur er á mönnum og dýrum er ekki nóg að við skoðum náttúrulega eiginleika þessara tveggja hópa. Við þurfum að byrja á því að skoða hvernig þessi munur hefur verið markaður kynslóð fram af kynslóð í hugsunum manna og breytni – jafnvel þótt heimspekingum geti reynst það erfitt nú á dögum: Heimspekingar líta stundum á hugmyndina um muninn á okkur og dýrunum annaðhvort sem hrein mistök af okkar hálfu eða sem einhver skringilegheit, sem kyndugan talsmáta sem eimi eftir af frá þeim tímum þegar við flokkuðum náttúruleg fyrirbæri á rangan hátt. En munurinn er ekki fólginn í náttúrulegum flokkunarmistökum. Að við mörkum þenn- 37 Diamond 1996a: 326. 38 Diamond 1996b: 352. Orðin innan tilvitnunarmerkjanna vísa í málsgrein eftir Chesterton 1999: 60–61: „Venjulegir hlutir eru dýrmætari en óvenjulegir hlutir; nei, þeir eru óvenjulegri. Maðurinn er eitthvað mikilfenglegra en menn; eitthvað furðulegra. Tilfinningin fyrir kraftaverki sjálfrar mennskunnar ætti alltaf að standa okkur skýrar fyrir hugskotssjónum en býsnir valda, vitsmuna, lista og siðmenningar. Það sem er ekkert meira en maður á tveimur fótum ætti, sem slíkt, að koma okkur fyrir sjónir sem eitthvað átakanlegra en nokkur tónlist og meira vekjandi en nokkur skopmynd. Dauðinn er harmrænni en jafnvel hungurdauði. Að hafa nef er jafnvel spaugilegra en að hafa stórt nef.“ 39 Diamond 1996a: 324. 40 Jafnvel þótt mannát þekkist sem þáttur í helgiathöfnum og eigi sér einstaka sinnum stað í mikilli neyð, hnekkir það ekki þeirri skoðun að mannát brjóti í bága við ríkjandi hugmyndir um hvað það er að vera maður. Diamond: 1996a: 321–322. Hugur 2018meðoverride.indd 100 24-Jul-18 12:21:26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.