Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 81

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 81
 Hin póetíska rökræðusiðfræði 81 um einum eða með því að syngja lag, mála metafórísk málverk, sagt sögu með látbragði eða dansi o.s.frv. Þess vegna getur verið vit í að kalla raunverulega at- burði „harmleiki“ eða „tragíkómedíur“, t.d. kalla helförina „harmleik“ eða for- setaferil Trumps „tragíkómedíu“. Helförin og forsetaferillinn eru hlutar af merk- ingarheiminum og teljast því merkingarleg ferli.56 Vel má vera að finna megi bók- menntalega þætti í fleiri sniðum merkingarheimsins en þeim sem flokkast undir bókmenntir. Rökræðusiðfræðin er í allra hæsta máta merkingarleg, hún er eitt af sniðum merkingarheimsins. Mín kenning er sú að finna megi fjórar ábendingar um skáldleika í henni og/eða viðföngum hennar. Þessi viðföng eru að miklu leyti það sem þau eru í krafti þess að vera hugtekin með ákveðnum hætti af rökræðu- siðfræðingum. Sum þessara viðfanga eru sköpunarverk rökræðusiðfræðinnar, gott dæmi um það er hugtakið um meginrökræðu. Alla vega er ekki hægt að greina skarplega milli rökræðusiðfræði og viðfanga hennar. Eftirfarandi ábendingar má finna í rökræðusiðfræðinni og/eða viðföngum hennar: Í fyrsta lagi skáldaðan þátt, í öðru lagi myndhvarfaþátt, í þriðja lagi frásöguþátt, í fjórða lagi sónarþátt. Lítum á þessa þætti í þessari röð: Eitt lykilatriði í rökræðusiðfræðinni er að menn verði að hegða sér sem þeir tryðu á fiksjónina um að viðmælendur þeirra hafi að jafn- aði viljafrelsi og séu ábyrgir gerða sinna (fyrsta ábendingin um bókmenntaleika rökræðusiðfræðinnar, skáldaði þátturinn). Auk þess minnir þetta atriði ekki lítið á hina þekktu kenningu um að til þess að skilja bókmenntaverk verði maður vilj- andi að ýta vantrú til hliðar (e. willing suspension of disbelief). Menn verða sem sagt að láta sem skáldskapurinn sé á vissan hátt veruleiki, ekki lygi. Lesi þeir Sjálfstætt fólk verða þeir að líta á Bjart í Sumarhúsum sem nánast raunverulega persónu, raunverulega að gefnum leikreglum skáldlegrar frásögu. Röðin er komin að stílbrögðum, nánar tiltekið beitingu myndhvarfa: Að telja að boðskipti hafi innbyggð markmið er að nota myndhvörf. Eins og Mark John- son bendir á er stofnskyld hugmynd Kants um að siðferðið hafi innbyggt mark- mið-í-sér-sjálfu metafórísk.57 Markmið er venjulega eitthvað sem menn geta sett sér og gert sér vonir um að ná með því að gera ákveðna hluti. En markmið-í- sér-sjálfu er ekki nokkuð sem menn setja sér meðvitað og heldur ekki markmið sem hægt er að ná. Ég bæti við að slíkt hið sama gildir um hugmyndina um innbyggð markmið boðskipta, þessi hugmynd er metafórísk (önnur ábending um bókmenntaleika rökræðusiðfræðinnar). Auk þess er hún í hæsta máta skálduð, því getum við sagt með sanni að hér sé á ferðinni annað dæmi um dulinn skáldaðan þátt rökræðusiðfræðinnar. Víkjum að frásögum, þriðja þættinum. Nemandi Apels, Teresa Bartolomei Vasconcelos, heldur því fram að frásögur séu nauðsynlegar hjálparhellur rök- ræðusiðfræðinnar. Í fyrsta lagi er hæfnin til að segja ævisögu okkar mikilvægur þáttur í sjálfssemd okkar og þar með boðskiptahæfni. Í öðru lagi er ekki hægt 56 Helförin hefði auðvitað ekki horfið þótt merking hefði horfið en hún hefði þá bara verið safn efnaferla, ekki heildrænt fyrirbæri sem túlkað er út frá ýmsum siðferðilegum sjónarhornum. For- setaembætti er augljóslega merkingarlegt fyrirbæri, það er skapað af hugtökum. Hið sama gildir um athafnir og orðræðu forsetans. 57 Johnson 1993: 72–73. Nánar tiltekið er mennskan (manneðlið) markmið í sjálfu sér og innbyggt í siðferðið. Kant 2003: 153 (§ 429). Hugur 2018meðoverride.indd 81 24-Jul-18 12:21:25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.