Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 80
80 Stefán Snævarr
merkingarleg fyrirbæri „harmleiki“, „skopleiki“ og/eða „drömu“. Því tengd er sú
staðreynd að umsagnir eins og harmrænn, dramatískur eða tragíkómískur eiga
einatt vel við merkingarleg fyrirbæri. Þessar umsagnir fjalla um tilfinningalega og
estetíska þætti sem menn telja sig sjá í merkingarlegum fyrirbærum. Hið sama
gildir um flokkana áðurnefndu, að kalla kvikmynd „harmleik“ eða skáldsögu
„skopleik“ er að staðhæfa eitthvað um tilfinningalega og estetíska þætti listaverk-
anna. Vegna skorts á öðru betra skulum við kalla harmleiki, skopleiki, drömu og
annað slíkt „sónarþætti“ (són var eitt af ílátum skáldskaparmjaðarins í fornnor-
rænni goðafræði). Auk þeirra leikja sem áður voru nefndir, teljast hið harmræna,
tragíkómíska og annað af því tagi vera sónarþættir.
Hafi tiltekið fyrirbæri stóran skáldaðan þátt, sterkan frásögulegan þátt, mörg
merki um stílbrögð og stóran sónarþátt er það að öllu jöfnu ábending um að
fyrirbærið sé bókmenntalegt. Enginn efast um að Hamlet Shakespeares sé bók-
menntaverk. Það hefur sterkan frásögulegan þátt og frásögnin er að miklu leyti
skálduð. Enginn skortur er á stílbrögðum ýmsum, til dæmis er hrynjandi einatt
ljóðræn og mikið um myndhvörf í textanum. Sónarþátturinn er augljós, verkið er
í hæsta máta harmrænt. Tökum dæmi úr einræðu Hamlets:
Að vera eða vera ekki, þarna er efinn, hvort betur sæmi að þreyja þolin-
móður í grimmu éli af örvum ógæfunnar, eða vopn grípa móti bölsins
brimi og knýja kyrrðar.54
Ef maður fjarlægði þættina fjóra (ábendingarnar) úr verkinu yrði ansi lítið
eft ir af bókmenntaleikanum. Nefna mætti fjölda annarra dæma um texta sem
eru klárlega bókmenntaverk, innihalda allar ábendingarnar og myndu tæpast
vera réttnefnd „bókmenntaverk“ ef þær hyrfu. En um leið eru til viðurkennd
bókmenntaverk sem ekki innihalda alla þættina. Sögur Kafka skortir ljóðræna
hrynjandi og vart getur heitið að beitt sé stílbrögðum í þeim. Myrk, módernísk
kvæði skálda á borð Paul Celan hafa sjaldnast frásöguþátt og ljóðabálkur Walts
Whitman, Leaves of Grass, er ekki beinlínis skáldaður. Hann er fremur tjáning
tilfinninga og skoðana Whitmans.
Engum dytti í hug að kenna algrím (e. algorithm) stærðfræðinnar við fagurbók-
menntir. Enda ekki hlaupið að því finna frásögulega eða metafóríska þætti í þeim
og ekki koma önnur stílbrögð við þeirra sögur. Auk þess yrðu þær seint taldar
harmrænar, dramatískar eða líkastar skopleikjum, sónarþátturinn enginn. Aftur
á móti kunna algrím að hafa skáldaðan þátt, fiksjónalistar segja að stærðfræði sé
á einhvern hátt skálduð.55 En margir andæfa kenningum þeirra um stærðfræði.
Hvað um það, af því sem hér segir um algrím má sjá að til eru merkingarleg
fyrirbæri sem enginn kennir við bókmenntir og eru að mestu eða alveg sneydd
ábendingunum. Þessi staðreynd styrkir kenninguna um ábendingarnar.
Eins og gefið var í skyn er engin ástæða til að ætla að ábendingarnar um bók-
menntaleika sé aðeins að finna í rituðu máli. Menn geta skáldað með talandan-
54 Shakespeare 1994: 59.
55 Balaguer 2011.
Hugur 2018meðoverride.indd 80 24-Jul-18 12:21:24