Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 80

Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 80
80 Stefán Snævarr merkingarleg fyrirbæri „harmleiki“, „skopleiki“ og/eða „drömu“. Því tengd er sú staðreynd að umsagnir eins og harmrænn, dramatískur eða tragíkómískur eiga einatt vel við merkingarleg fyrirbæri. Þessar umsagnir fjalla um tilfinningalega og estetíska þætti sem menn telja sig sjá í merkingarlegum fyrirbærum. Hið sama gildir um flokkana áðurnefndu, að kalla kvikmynd „harmleik“ eða skáldsögu „skopleik“ er að staðhæfa eitthvað um tilfinningalega og estetíska þætti listaverk- anna. Vegna skorts á öðru betra skulum við kalla harmleiki, skopleiki, drömu og annað slíkt „sónarþætti“ (són var eitt af ílátum skáldskaparmjaðarins í fornnor- rænni goðafræði). Auk þeirra leikja sem áður voru nefndir, teljast hið harmræna, tragíkómíska og annað af því tagi vera sónarþættir. Hafi tiltekið fyrirbæri stóran skáldaðan þátt, sterkan frásögulegan þátt, mörg merki um stílbrögð og stóran sónarþátt er það að öllu jöfnu ábending um að fyrirbærið sé bókmenntalegt. Enginn efast um að Hamlet Shakespeares sé bók- menntaverk. Það hefur sterkan frásögulegan þátt og frásögnin er að miklu leyti skálduð. Enginn skortur er á stílbrögðum ýmsum, til dæmis er hrynjandi einatt ljóðræn og mikið um myndhvörf í textanum. Sónarþátturinn er augljós, verkið er í hæsta máta harmrænt. Tökum dæmi úr einræðu Hamlets: Að vera eða vera ekki, þarna er efinn, hvort betur sæmi að þreyja þolin- móður í grimmu éli af örvum ógæfunnar, eða vopn grípa móti bölsins brimi og knýja kyrrðar.54 Ef maður fjarlægði þættina fjóra (ábendingarnar) úr verkinu yrði ansi lítið eft ir af bókmenntaleikanum. Nefna mætti fjölda annarra dæma um texta sem eru klárlega bókmenntaverk, innihalda allar ábendingarnar og myndu tæpast vera réttnefnd „bókmenntaverk“ ef þær hyrfu. En um leið eru til viðurkennd bókmenntaverk sem ekki innihalda alla þættina. Sögur Kafka skortir ljóðræna hrynjandi og vart getur heitið að beitt sé stílbrögðum í þeim. Myrk, módernísk kvæði skálda á borð Paul Celan hafa sjaldnast frásöguþátt og ljóðabálkur Walts Whitman, Leaves of Grass, er ekki beinlínis skáldaður. Hann er fremur tjáning tilfinninga og skoðana Whitmans. Engum dytti í hug að kenna algrím (e. algorithm) stærðfræðinnar við fagurbók- menntir. Enda ekki hlaupið að því finna frásögulega eða metafóríska þætti í þeim og ekki koma önnur stílbrögð við þeirra sögur. Auk þess yrðu þær seint taldar harmrænar, dramatískar eða líkastar skopleikjum, sónarþátturinn enginn. Aftur á móti kunna algrím að hafa skáldaðan þátt, fiksjónalistar segja að stærðfræði sé á einhvern hátt skálduð.55 En margir andæfa kenningum þeirra um stærðfræði. Hvað um það, af því sem hér segir um algrím má sjá að til eru merkingarleg fyrirbæri sem enginn kennir við bókmenntir og eru að mestu eða alveg sneydd ábendingunum. Þessi staðreynd styrkir kenninguna um ábendingarnar. Eins og gefið var í skyn er engin ástæða til að ætla að ábendingarnar um bók- menntaleika sé aðeins að finna í rituðu máli. Menn geta skáldað með talandan- 54 Shakespeare 1994: 59. 55 Balaguer 2011. Hugur 2018meðoverride.indd 80 24-Jul-18 12:21:24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.