Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 65

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 65
 Hin póetíska rökræðusiðfræði 65 hvert skipti sem ég skrái KKV. Þá fer ég í röklega hringi þegar ég reyni að gefa KKV merkingu, KKV táknar þá upplifun sem ég hef í hvert skipti sem ég skrái KKV. Minnið hjálpar mér ekki, ég hef enga tryggingu fyrir því að ég muni rétt þegar ég tel mig nú verða fyrir þeirri upplifun sem ég kallaði KKV í gær. Kannski blekkir minnið mig, kannski var það sem ég kallaði KKV í gær ekki það sem ég kalla KKV í dag. Reynsla mín gæti hæglega breyst stöðugt á meðan minni mitt blekkir mig markvisst. Að nota tungumál er að fylgja reglum, segir Wittgenstein. Við getum ekki fylgt reglu sem enginn annar getur fylgt nema við sjálf (tala mætti um „einkareglu“). Ef við reynum að fylgja reglu sem enginn annar maður getur fylgt, þá getum við ekki greint á milli þess að trúa að við fylgjum reglunni og þess að gera það í raun og veru. Við megnum ekki að fylgja reglu nema aðrir geti gengið úr skugga um hvort breytni okkar falli undir þessa reglu. Enginn er dómari í sjálfs sök. Þetta gildir að sjálfsögðu líka um reglur sem stjórna beitingu orða. Ef enginn getur athugað hvort við beitum reglunni um það hvernig beita skuli orðum í einkamáli með réttum hætti, þá getum við ekki sagst beita reglu. Við þurfum utanaðkomandi sjónarhorn til að nota tungumál um innri reynslu. Af þessu leiðir að einkamál fyr- ir innri upplifanir er ekki mögulegt. Í ofanálag er villandi að segja að menn klæði hugsanir sínar í orð. Menn geta komist á snoðir um hvernig þýða eigi úr ensku á þýsku, þeir geta greint milli góðra og slæmra þýðinga. En hvaða mælikvarða hef ég á það hvort þýðing úr meintu máli hugsunar minnar á tungumál eða önnur táknmál er góð eða slæm? Aðrir geta ekki skorið úr um hvort ég beiti þýðingar- reglunum rétt eða rangt, að gefnum einkamálsrökunum hef ég engan mælikvarða á rétta beitingu. Af þessum og öðrum sökum má ætla að við getum ekki greint skarplega milli hugsunar og máls. Hugur fylgir máli. Málið er samhuglægt í eðli sínu og hugsunin því ekki lukt inn í launkofa hugans.12 Einkareynsla okkar getur ekki verið grundvöllur þekkingar og hugsunar, gagnstætt því sem sjálfsspekingar hyggja. Svo langt gengur Wittgenstein í höfnun sinni á sjálfsspekinni að hann neitar því að menn geti vitað hvað þeir sjálfir hugsa. En þeir geti hæglega vitað hvað aðrir eru að þenkja.13 Mannúðarmálfræðin Apel og Habermas tala ekki mikið um einkamálsrökin en engu að síður tel ég að margt í speki þeirra sé illskiljanlegt án tilvísana til þessara raka. Svo virðist sem Apel og Habermas telji að einkamálsrökin sýni að raunverulegar og mögulegar samræður manna séu forsendur þess að reglum sé beitt rétt. Menn verði til dæmis að geta rökrætt hvort reglum um orðabeitingu sé beitt rétt, annars hafi menn 12 Wittgenstein 1958: 80 (§ 202), 92–95 (§ 257–273) og víðar. 13 Wittgenstein 1958: 222 (IIxi). Ekki er víst að Wittgenstein hafi meint þetta bókstaflega, held- ur fremur verið að ögra sjálfsspekingum. Hann virðist hafa talið að einungis það (staðhæfingar, kenningar o.s.frv.) sem er fallvalt geti haft þekkingarinntak, samanber það að höfundur einka- málsins getur hvorki beitt reglum þess rétt né rangt. Reglubeitingin er ekki fallvölt. Menn geti ekki efast um eigin hugsanir og geti því ekki sagst vita af þeim. Hugur 2018meðoverride.indd 65 24-Jul-18 12:21:24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.