Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 64

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 64
64 Stefán Snævarr lega réttmætum hætti. Þá ber mér að spyrja: Get ég gert eftirfarandi lífsreglu (þ. Maxime) að almennu lögmáli: „Menn eiga að stela“? Nei, því að ef leyft væri að stela, þá yrði í reynd enginn eignarréttur við lýði og fyrir vikið væri engu hægt að stela. Eignarréttur bannar öðrum að taka án leyfis það sem ekki tilheyrir þeim, bannar þjófnað. Þess vegna hyrfi í reynd eignarrétturinn ef þjófnaður yrði leyfður en um leið hyrfi möguleikinn á gripdeildum. Verði hann leyfður, þá missa bæði eignarréttar- og þjófnaðarhugtakið allt inntak. Að mati Kants er ég knúinn til að beita útilokunaraðferð, það eru aðeins tveir kostir í boði og þeir útiloka hvor annan. Þar eð það leiðir til þversagna9 að gera lífsregluna áðurnefndu að almennu lögmáli, þá hlýtur gagnstæða lífsreglan að vera rétt: „Menn eiga ekki að stela.“ Þessari skyldusiðfræði hafa rökræðusiðfræðingar sniðið intersúbjektífískan búning. Sé siðspeki Kants einvíð, varði hugann sem ekki hefur neitt rúmtak,10 þá er rökræðusiðfræðin þrívíð því hún er félagsleg í eðli sínu og samfélag manna hlýtur að hafa að minnsta kosti tvær víddir. Samfélag samanstendur af mörgum einstaklingum og hlýtur því að hafa rúmtak. Ýmsir hugsuðir aldarinnar tuttugustu andæfðu sjálfsspekinni og hennar trú á hinn einvíða hug. Einna fremstur þeirra var Ludwig Wittgenstein. Fræg eru svonefnd einkamálsrök hans, rök hans gegn möguleikanum á því að skapa tungu- mál (einkamál) sem artar sig þannig að merking orðanna verði aðeins skilin af þeim sem bjó málið til. Það hafi orðaforða fyrir einkaupplifanir skapara síns, fyrir það sem hann upplifir í launkofum hjarta síns, en er öðrum hulið. Við getum jú ekki orðið fyrir reynslu annarra eða hugsað hugsanir þeirra, til dæmis getum við ekki fundið sársauka annarra. Segjum að ég sé þessi maður, önnum kafinn við að búa til tungumál um mína einkareynslu (einkaupplifun). Til að gefa orðum þess merkingu þarf ég að beita bendiskilgreiningum (e. ostensive definition). Ég bý nú til táknið (orðið) KKV sem tákna á ákveðna upplifun sem ég hef í augna- blikinu, kenndina kringlótt vömb.11 Ég skrifa KKV niður í hvert skipti sem ég hef þessa upplifun. Svo finn ég upp önnur tákn fyrir aðrar upplifanir, fljótlega er orðaforðinn orðinn allstór. Spyrja má hvort mér hafi tekist að búa til einkamál, mál sem enginn annar getur skilið. Nei, svarar Wittgenstein. Ég get ekki einu sinni vitað hvað KKV þýðir. Ástæðan er sú að spyrji ég mig hvort viðeigandi sé að nota KKV í tilteknu tilviki, þá hef ég engan möguleika á að kanna hvort ég noti það rétt. Ég nota KKV í hvert skipti sem ég hef ákveðna upplifun en hef engan mælikvarða á þessa upplifun annan en að hún sé upplifun sem ég hef í 9 Verði allir menn skyldugir að stela, þá leiðir það til þess að engu er hægt að stela. Þetta er einhvers konar gjörðarmótsögn (e. performative contradiction) en hún flokkast með þversögnum. Nánar um hana síðar. 10 Einhverjum kann að þykja að ég geri Kant of einvíddarlega þenkjandi. Hann hafi sagt að siðferði- lega gott hugarfar veiti skynsemisverunni aðild að setningu algildra laga sem hljóti þýða að hún verði að vinna með öðrum að lagasetningu (Kant 2003: 163 (§ 455)). En Kant beinir sjónum sínum aðallega að hinni einstöku skynsemisveru, samanber það hvernig hann ávarpar einstaklinginn og hvetur til siðadáða. Öll siðferðileg ákvarðanataka getur farið fram í einstökum, einangruðum hugum, sé hugurinn einvíður þá er kantversk siðferði af sama tagi. Hugarfar geranda skiptir meginmáli í siðferðilegum efnum: sé athöfn framin af góðum ásetningi, þá er athöfnin siðferði- lega góð. 11 Guðbergur Bergsson talar um þessa kennd í skáldsögu sinni Ástir samlyndra hjóna. Hugur 2018meðoverride.indd 64 24-Jul-18 12:21:24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.