Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 88

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 88
88 Jón Ásgeir Kalmansson legrar hugsunar og skynsemi.3 Bók Coetzees hvetur okkur til að spyrja hvort hugmyndir okkar um okkur sjálf, og eigin skynsemi og rökhugsun, geti hindrað okkur í því að öðlast dýpri skilning á veruleika og þýðingu þess lífs sem dýr lifa. Greinin hefst á umræðu um það hvort rétt sé að lýsa The Lives of Animals sem siðfræðilegri rökræðu um málefni dýranna. Því næst fjalla ég um nokkur einkenni þess sem kalla má hefðbundna heimspekilega rökræðu um dýr og hvernig finna má í sögu Coetzees sjónarmið sem draga trúverðugleika slíkrar rökræðu í efa. Þær efasemdir verða síðan settar í samhengi við um margt sambærilega gagnrýni heimspekingsins Coru Diamond á algenga siðfræðilega rökræðu um dýrin og um siðferðilegt gildi mennskunnar. Loks verður spurt hvaða valkost við rökræðuhefð heimspekinnar um dýrin megi lesa út úr skáldsögunni The Lives of Animals og heimspeki Coru Diamond. Dýralíf Hvers konar bók er The Lives of Animals eftir J. M. Coetzee og um líf hvaða dýra fjallar hún? Eitt svar við þessari spurningu kann strax að láta á sér kræla, ekki síst í hugum þeirra sem kynnt hafa sér svokallaða dýrasiðfræði (e. animal ethics): The Lives of Animals er siðfræðirit í bókmenntalegum búningi. Bókin fjallar ekki að- eins um aðalsöguhetjuna, Elísabetu Costello, og um tvo fyrirlestra sem hún heldur við Appleton-háskóla um aðaláhugamál sitt, líf þeirra dýra sem menn meðhöndla „á verksmiðjubýlum … í sláturhúsum, á togurum, á rannsóknarstofum, um allan heim“.4 Bókin er í raun tveir fyrirlestrar sem höfundurinn, J. M. Coetzee, hélt í Tanner-fyrirlestraröð Princeton-háskóla árin 1997 og 1998. Amy Gutmann orðar það svo í inngangi að fræðilegri útgáfu The Lives of Animals að eins og dæmigerðir Tanner-fyrirlestrar fjalli fyrirlestrar Coetzees um „mikilvægt siðfræðilegt málefni – hvernig menn meðhöndla dýr“.5 Gutmann bendir á hinn bóginn á að fyrirlestr- ar Coetzees séu óvenjulegir að því leyti að þeir séu í skáldsöguformi og innihaldi gagnrýni á hefðbundna heimspekilega umfjöllun um réttindi dýra. En þótt þeir séu óvenjulegir eru þeir að hennar dómi innlegg í umræðu um þetta mikilvæga siðfræðilega umfjöllunarefni. Þeir beini sjónum okkar að hinum hljóða meirihluta þeirra milljóna skynjandi vera sem á hverjum einasta degi, allan ársins hring, er veiddur eða alinn, drepinn og étinn, notaður til rannsókna eða til afþreyingar, af mönnum, og til þess að þeir geti haldið uppi núverandi lífsháttum sínum. Fyr- ir höfundinum vakir með öðrum orðum, ef marka má Gutmann, hið sama og vakað hefur fyrir höfundum fjölmargra bóka og greina er skrifaðar hafa verið á undanförnum árum og áratugum um dýrasiðfræði: Að kynna fyrir lesendum rökræðuna um dýrin; ræða ólíkar hugmyndir um aðstæður og meðhöndlun dýra í nútímasamfélagi, vekja fólk til umhugsunar um siðferðilega stöðu þeirra, um 3 Coetzee 2001. Ég þakka Gunnari Sigvaldasyni fyrir að leyfa mér að styðjast við óbirta þýðingu hans á bókinni í tilvitnunum. 4 Sama rit: 19. 5 Gutmann 2001: 3. Hugur 2018meðoverride.indd 88 24-Jul-18 12:21:25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.