Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 120

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 120
120 Sigurður Kristinsson ekki allur þar sem hann er séður. Hann gætir vandlega að því hvaða hliðar hann sýnir hverjum, allt eftir því sem gagnast til að mynda bandalög og afla stuðn- ings til að geta komið pólitískum markmiðum sínum til leiðar. Fals og óheilindi virðast þannig vera fylgifiskur stjórnmála eins og við hugsum þau. Ef til vill er slíkt háttalag nauðsynlegt til að stjórnmál þjóni lýðræðislegum tilgangi sínum. Ef svo er, þá ættum við að spara siðferðilega dóma og vera tilbúin að líta svo á að það sem í hversdagslegu samhengi væri siðferðilegur löstur geti verið dygð stjórnmálamanns. Spurningin sem vaknar er sú að hve miklu leyti færa megi rök fyrir því að hlutverk stjórnmálamannsins undanskilji hann frá kröfum almenns siðferðis. Áður en vikið verður að þeirri spurningu er þó vert að draga fram einn þátt til viðbótar úr lýsingu Páls á ástandi stjórnmálanna. Ábyrgðarleysi almennings og fjölmiðla Ef stjórnmálamenn eru undanþegnir kröfum almenns siðferðis er það einungis vegna þess að slíkar undanþágur er að vissu marki hægt að rökstyðja í samhengi við samfélagslegan tilgang stjórnmála í lýðræðisríki. Lesa má úr greiningu Páls að hvorki almenningur né fjölmiðlar hafi áhuga á slíkum rökum heldur gefum við stjórnmálum ýmist frítt spil eða fellum hneyksluð stranga siðadóma eftir geðþótta hverju sinni. Vandinn liggur í því hvernig almenningur og fjölmiðlar umgangast stjórnmálin. Almenningur er, samkvæmt lýsingu Páls, óvirkur að öðru leyti en því að gefa reglulega til kynna álit sitt, velþóknun eða vanþóknun, á „leikritinu“ og einstökum persónum sem þar koma fram. Fjölmiðlar útbúa leiksviðið og beina sviðsljósinu að þeim persónum sem líklegar eru til að næra athygli áhorfenda. Stjórnmálamenn reyna að komast áfallalaust frá sinni rullu og uppskera útkomu í skoðanakönnunum og kosningum. „Fjarstæða íslenskra stjórnmála er fólgin í því,“ segir Páll, „að fólk ímyndar sér ranglega að hægt sé að varpa ábyrgðinni á gangi stjórnmálanna yfir á herðar fárra manna sem tróna á toppi stjórnmálaflokk- anna“ þegar sannleikurinn er sá að einungis gagnger breyting á ríkjandi viðhorfi til stjórnmálanna getur stuðlað að því að þau taki raunverulegum framförum.24 Á svipaðan hátt má lesa út úr greiningu Páls að stjórnmálin lagist ekki við það eitt að fjölmiðlar verði grimmari við stjórnmálamennina. Í grein byggðri á erindi frá 1991 segir hann: Lágkúra margra íslenskra fréttamanna er oft slík að það stendur heil- brigðri skynsemi fyrir þrifum; þeir stökkva fram gjammandi þegar einstaklingur misstígur sig í spilltu hagsmunakerfi, en virðast ekki skeyta hið minnsta um þá staðreynd að kerfið sjálft er spillt. Kannski spillingin sé mest hjá þeim sem eiga að sporna gegn spillingunni í kerfinu?25 Gjammandi fréttamenn, „varðhundar lýðræðisins“, leysa ekki vanda stjórn- 24 Páll Skúlason 1987: 371. 25 Páll Skúlason 2015: 25. Hugur 2018meðoverride.indd 120 24-Jul-18 12:21:27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.