Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 82

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 82
82 Stefán Snævarr að meta hvort sættir hafi náðst í frjálsri og óþvingaðri rökræðu nema hægt sé að segja söguna um þessa rökræðu. Hið sama gildir um rökræðu sem ekki hefur endað með samkomulagi, til að ákvarða að svo sé verður að vera hægt að segja sögu rökræðunnar.58 Alasdair MacIntyre staðhæfir að málgjörð sé ekki skiljanleg nema hægt sé að setja hana í frásögulegt samhengi. Hugsum okkur að við séum að bíða eftir strætisvagni og kona sem stendur við hlið okkar segi upp úr eins manns hljóði: „Villiendur kallast á latínu Histrionicus histrionicus histrionicus.“ Gerum ráð fyrir að hún segi þetta hvað eftir annað, en með tilviljunarkenndu millibili. Geri hún það má ætla að hún sé geðveik. En málgjörðin gæti verið skiljanleg, vilji svo til að hún haldi ranglega að ég sé maður sem hafi spurt hana nýlega á bókasafni hvort hún vissi hvað villiendur kölluðust á latínu. Við myndum líka skilja málgjörðina ef hún héldi ranglega að ég væri meðnjósnari hennar og setningin væri dulkóðuð og mér ætlað að afkóða hana. Í báðum tilvikum er mál- gjörðin vart skiljanleg nema hægt sé að setja hana í frásögulegt samhengi. Í fyrra tilvikinu söguna um bókasafnið, í síðara tilvikinu sögu um meint starf okkar sem njósnara.59 Sé þetta rétt (sem ég held að það sé), þá verður líka að setja málgjörðir sem framdar eru í siðferðilegri meginrökræðu í frásöguleg samhengi. Rök MacIntyres eru sannfærandi. Þau, ásamt rökum Bartolomei Vasconcelos, sýna að rökræðusiðfræðin hefur með nauðsyn frásögulegan þátt (við sjáum hér þriðju ábendinguna um bókmenntaleika rökræðusiðfræðinnar). MacIntyre telur eins og rökræðusiðfræðingarnir að samræðan sé miðlægur þáttur í mannlífinu, t.d. verði málgjörðir ekki skiljanlegar nema í samtölum. En gagnstætt þeim heldur hann því fram að samræður verði að flokka sem bók- menntagreinar (e. literary genres). Við segjum um tiltekna samræðu að hún hafi ein kennst af harmrænum misskilningi eða verið hlægileg (harm- og gamanleik- ir flokkast undir bókmenntagreinar að mati MacIntyres, á mínu máli eru þeir sónarþættir). Auk heldur hafi samræður byrjun, miðju og endi eins og bók- menntaverk. Þær „hreyfist“ til og frá hátindum (e. climaxes) rétt eins og framvinda sögu í dramatískum bókmenntaverkum.60 Hann dregur þá ályktun að mannlífið hafi bókmenntalega hlið, ástæðan sé mikilvægi samræðna í mannlífinu og það að samræður hafi bókmenntalegan þátt. Aftur er ég sammála, samræður og þar með rökræður og boðskipti almennt hafa slíkan þátt. Hér sjáum við fjórðu og síðustu ábendinguna um að rökræðusiðfræðin hafi bókmenntaleika, hún hefur sónarþátt. Tæki maður þessa þætti burt yrði lítið eftir af rökræðusiðfræðinni, hættu menn að trúa á meinta fiksjón um sjálfræði gætu boðskipti okkar vart vísað til kjörræðu- stöðu/ótakmarkaðs boðskiptasamfélags. Jafnvel þótt slík tilvísun væri óþörf (eins og Habermas heldur nú) þá krefst skyldusiðfræði þess að við gerum ráð fyrir sjálf- ræði manna. Þar sem rökræðusiðfræðin er að mestu leyti skyldusiðfræði hlýtur því ein forsenda hennar að vera sú að menn trúi á nefnda fiksjón um frelsi viljans. Samræður og þar með siðferðilegar rökræður myndu ekki að öllu leyti standa undir nafni ef enginn væri sónarþátturinn, til dæmis ef ekki væri hægt að flokka 58 Bartolomei Vasconcelos 1994: 133–156. 59 MacIntyre 1985: 209–210. 60 MacIntyre 1985: 211. Hugur 2018meðoverride.indd 82 24-Jul-18 12:21:25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.