Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 89

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 89
 Dýrin, skynsemin og hið samúðarfulla ímyndunarafl 89 rökin fyrir rétti dýranna til að vera laus undan yfirráðum mannsins, um grimmd og miskunnarleysi og þar fram eftir götunum. Þessi túlkun virðist alls ekki vera fráleit við fyrstu sýn. Það eru vissulega ástæður til að ætla að The Lives of Animals sé siðferðileg rökræða um málefni dýranna í bók- menntalegri umgjörð; einhvers konar nútímaútgáfa af heimspekilegri samræðu í anda Platons. Sögusvið bókarinnar er samfélag menntamanna. Aðalpersónan, El- ísabet Costello, sækir heim háskóla þar sem sonur hennar kennir, í þeim tilgangi að halda tvo fyrirlestra um málefni dýra. Uppistaða bókarinnar er fyrirlestrar Costello og „menntaðar“ umræður um þá meðal kennara, nemenda og annarra gesta. Þetta sögusvið gefur höfundinum kjörið tækifæri til að tefla fram ólíkum sjónarmiðum og rökum, bæði hefðbundnum og óvenjulegum, í umræðunni um stöðu dýranna og meðferð manna á þeim. Vissulega fá hugmyndir aðalpersón- unnar, Costello, mesta vægið en gagnstæð sjónarmið fá einnig að heyrast, svo úr verður að því er virðist hið ágætasta inngangsrit um ólík viðhorf í dýrasiðfræði, listilega vel skrifað af einum fremsta rithöfundi heims nú um stundir. Eins og í mörgum samræðum Platons er engin niðurstaða í lokin. Lesandinn fær ekkert ákveðið svar við því hvað hann á að halda eða hvað er rétt. Eftir að hafa fengið að fylgjast með skoðanaskiptum persónanna og rökum þeirra fyrir viðhorfum sínum er hann þó vonandi betur í stakk búinn til að gera sjálfur upp hug sinn í þessu erfiða siðfræðilega úrlausnarefni. Þetta er vissulega ein möguleg túlkun á bókinni The Lives of Animals.6 Gallinn er aðeins sá að hún krafsar varla nema í yfirborð þessarar margslungnu sögu. Bók Coetzees er óhefðbundnari og margslungnari en svo að hún geymi aðeins skáldlega framsetningu á heimspekilegum hugmyndum og rökræðum. Þó ekki væri annað þá fá heimspekingar of oft á baukinn í þessari sögu til þess að slíkur lestur sé sannfærandi. Aðalpersónunni er svo í nöp við heimspekihefðina, eða að minnsta kosti mikilvæga þætti hennar, að það stappar nærri viðbjóði. Þótt hún bregði í og með fyrir sig orðfæri heimspekilegrar rökræðuhefðar eru rök hennar oft undarlega á skjön við þá hefð. Hún líkir auk þess meðferð manna á dýrum í iðnaðarsamfélagi nútímans við Helförina, og sú líking ein grefur undan þeirri hugmynd að The Lives of Animals sé siðfræðirit sem ætlað sé að rökræða ólíkar hugmyndir um réttmæti þessarar meðferðar. Eða væri hægt að skrifa siðfræði- rit sem fjallaði um ólík rök með og á móti réttmæti Helfararinnar? Hvers kyns siðfræði væri það?7 Sú spurning um líf hvaða dýra bókin fjallar vekur líka upp efasemdir um að hún sé dýrasiðfræðirit, hefðbundið eða óhefðbundið. Sá sem leikur þrátt fyrir allt veigamesta hlutverkið á sögusviðinu er manneskja – það er að segja Elísabet Costello – og ýmislegt í textanum minnir lesandann ítrekað á þá 6 Eitt dæmi um slíka túlkun er andsvar Peters Singer við The Lives of Animals, sem fylgir í enskri útgáfu bókarinnar. Singer lítur svo á að Coetzee vilji í bók sinni setja fram rök fyrir „róttækri jafn- aðarhyggju“ um dýr, sem séu ekki sérlega sterk þegar að er gáð. Hann segir til dæmis um eitt atriði í máli aðalpersónunnar Costello: „Ef þetta eru bestu rökin sem Coetzee getur fært fyrir róttækri jafnaðarhyggju sinni [his radical egalitarianism]), þá muntu ekki eiga í neinum vandræðum með að sýna hve veikburða þau eru.“ Sjá Singer 2001: 91. En Singer gefur auk þess til kynna að með því að beita hinni skáldsögulegu aðferð geti Coetzee fjarlægt sig þessum rökum og fríað sig ábyrgð á þeim. Enginn geti í raun vitað hver afstaða höfundarins sé. Sjá einnig Diamond 2003: 4–5. 7 Diamond 2003: 7. Hugur 2018meðoverride.indd 89 24-Jul-18 12:21:25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.