Hugur - 01.01.2018, Page 99

Hugur - 01.01.2018, Page 99
 Dýrin, skynsemin og hið samúðarfulla ímyndunarafl 99 það að við erum gædd eiginleikum á borð við skynsemi, meðvitund eða skynhæfni. Þessi hugmynd leiðir svo oftar en ekki til þeirrar ályktunar að menn – karlar og konur – sem ekki hafa þessa eiginleika, eða hafa þá í minna mæli en aðrir menn, hafi þar af leiðandi minna siðferðilegt gildi en aðrir. Væri gildi mennskunnar sem slíkrar viðurkennt myndi það samkvæmt þessu jafngilda siðferðilegri mismunun af því tagi sem kölluð hefur verið tegundarhyggja – við værum að upphefja eigin tegund siðferðilega á kostnað annarra tegunda. Heimspekingar láta með öðrum orðum gjarnan eins og sanngirni og óhlutdrægni í siðferðilegum dómum krefjist þess að hugsunum um gildi mennskunnar og mikilvægi alls mannlegs lífs sé vikið til hliðar fyrir almennari hugmyndum um þá eiginleika sem séu undirstaða sið- ferðilegra skuldbindinga. Svar Diamond við slíkum hugsunarhætti er að benda á að mennskuhugtakið – það er lifandi skilningur á þýðingu og leyndardómi þess að lifa mannlegu lífi – sé, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, einn þáttur mannlegs sálarlífs og mikilvæg uppspretta siðferðilegrar íhugunar. Okkur er eiginlegt að finna, í hugs- un okkar og ímyndunarafli, djúpa þýðingu í hinum ýmsu þáttum mannlegs lífs. Fæðing barns eða dauði ástvinar snertir okkur, svo dæmi sé tekið, gjarnan djúpt. Sömuleiðis sakleysi æskunnar og berskjöldun ellinnar. Hugsunin og hugarflugið finnur með þessum hætti í sífellu djúpa merkingu í hlutskipti mannsins og við- burðum í lífi hans. Ef til vill mætti segja að mannshuganum sé eðlilegt að grípa slíka þætti mennskunnar og sjá í þeim eitthvað annað og meira en einbera atburði í orsakakeðju náttúrunnar – til dæmis eitthvað fagurt, átakanlegt eða óviðjafnan- lega dýrmætt. Það sem markar mennsku okkar ákvarðast með öðrum orðum ekki bara af erfðum og umhverfi heldur einnig af því hvað við gerum úr mannlegu lífi okkar, hvaða þýðingu við mörkum því í hugsun okkar og ímyndunarafli. Það eru hugsanir sem eiga sér rætur í sjónarmiðum af þessu tagi sem geta knúið okkur til að halda á lofti mikilvægi mennskunnar sem siðferðilegs hugtaks og til að andæfa því að eiginleikar á borð við skynsemi, sjálfsvitund eða skynhæfni eigi einir að ákvarða siðferðilega stöðu fyrirbæranna. Nú vaknar á hinn bóginn sú spurning hvaða þýðingu það hafi fyrir siðferðilega stöðu dýranna að viðurkenna þýðingu hins mannlega í siðferðilegri hugsun? Þýðir það að við getum valdið dýrum ónauðsynlegum þjáningum ef það er í þágu þess sem hefur þýðingu í mannlegu lífi? Þýðir það að dýrin tilheyri ekki siðferðilegu samfélagi, verðskuldi ekki virðingu okkar og tillitssemi? Svo gæti vafalaust virst við fyrstu sýn. Nánari athugun leiðir á hinn bóginn í ljós að það mennskuhugtak sem hér er um að ræða er ekki neins konar réttlæting á því að útiloka dýrin frá siðferðilegum skuldbindingum okkar. Eins og Diamond bendir á er mennsku- hugtakinu ekki ætlað að draga markalínur milli þess sem siðferðileg ábyrgð okkar nær til og þess sem hún nær ekki til. Enn síður er rétt að skilja hið mannlega sem markmið sem réttlæti ógeðfelld meðul í meðhöndlun manna á dýrunum, eða sem einhvers konar valkost við það að hætta að beita slíkum meðulum.36 Þær leiðir sem við förum til að marka sérstöðu og þýðingu mannlegs lífs ber fyrst og fremst 36 Diamond 1996a: 325. Hugur 2018meðoverride.indd 99 24-Jul-18 12:21:26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.