Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 33

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 33
Hugur | 29. ár, 2018 | s. 33–51 Atli Harðarson Til varnar hugsmíðahyggju Athugasemd um heimspekilegar forsendur eigindlegra rannsókna1 Inngangur Þegar fjallað er um aðferðir við empirískar rannsóknir í félagsvísindum er þeim oft skipt í megindlegar (e. quantitative) og eigindlegar (e. qualitative). Megind- legar aðferðir eru um sumt skyldar aðferðum raunvísindanna. Þær snúast oftast um eitthvað sem verður mælt eða tölum talið. Gögnin eru gjarnan af því tagi að hægt sé að beita verkfærum tölfræðinnar á þau. Eigindlegar aðferðir eru skyldari hugvísindum og notaðar til að skilja reynslu fólks og setja sig í annarra spor. Dæmigerð gögn eru viðtöl, frásagnir og tjáning sem þarf að túlka og skilja. Síðustu fjóra áratugi hafa afstæðishyggja og andstaða við frumspekilega og þekkingarfræðilega hluthyggju (e. realism) verið áberandi í skrifum um heim- spekilegar undirstöður eigindlegra rannsóknaraðferða.2 Kenningar í þessa veru eru tjáðar með ýmsu móti. Sumir segja að ekki sé til neinn hlutlægur raunveruleiki,3 aðrir að raunveruleikinn sé hugarburður.4 Stundum eru afstæðishyggja og áhersla á það huglæga studdar með fullyrðingum um að veruleikinn sé ekki einn heldur margur. Þegar rætt er um margfaldan veruleika (e. multiple realities) virðist átt við að fólk sem hugsar með ólíkum hætti lifi í ólíkum heimum, svo það sem er satt fyrir suma kunni að vera ósatt fyrir aðra. 1 Niðurstöður og meginrök þessarar greinar voru kynnt á The 12th Annual International Conference on Philosophy sem haldin var í Aþenu í Grikklandi í maí 2017. Styttri grein á ensku um sama efni birtist á þessu ári, 2018, í ráðstefnuritinu An Anthology of Philosophical Studies: Volume 12. Ritstj. Patricia Hanna. Aþena: Athens Institute for Education and Research. 2 Howell 2012, Krauss 2005, Erickson 2011, Lincoln, Lynham og Guba 2011. 3 Krauss 2005: 761. 4 Howell 2012: 4. Hugur 2018meðoverride.indd 33 24-Jul-18 12:21:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.