Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 101

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 101
 Dýrin, skynsemin og hið samúðarfulla ímyndunarafl 101 an mun er ekki sambærilegt við það þegar okkur yfirsjást undirliggjandi samkenni milli tegunda jurta eða dýra sem eru ólík á yfirborðinu, yfir- sjónir sem síðan endurspeglast í fremur frumstæðum flokkunaraðferð- um. Orðræða okkar um muninn sprettur af skilningi okkar á því hvað er leyndardómsfullt í mannlegu lífi; og ég held því fram að sá skilningur sé mikilvægur fyrir siðferðilega hugsun vegna þess að hann getur birst í því sem við gerum, segjum, finnum og hugsum.41 Ein aðferð til að íhuga hvaða þýðingu munurinn á mönnum og dýrum hefur í hugsun okkar er að gera (misótrúlegar) hugsunartilraunir. Við getum til dæmis ímyndað okkur að á afskekktum stað í íslenskri sveit standi hlið við hlið tveir sveitabæir; á öðrum bænum býr stöndugur sauðfjárbóndi sem heldur eitt þúsund fjár á húsi yfir veturinn og slátrar hátt í tvö þúsund lömbum í eigin sláturhúsi á haustin. Á hinum bænum býr aðfluttur maður og sveitungar hans halda að hann búi með nokkur svín sem hann slátri heima og selji afurðirnar til nærsveitamanna. Einn góðan veðurdag gerir búfjáreftirlitið á hinn bóginn þá uppgötvun að mað- urinn hefur verið að flytja inn til ræktunar, slátrunar og afurðasölu þroskahefta einstaklinga frá Rúmeníu. Jafnvel þótt við lítum svo á að eitthvað hryllilegt eigi sér stað á báðum þessum bæjum – og margir sauðfjárbændur, svo dæmis sé tekið, líta á sláturtíðina sem sorgartíma – þá dettur fæstum í hug að halda því fram að hryllingurinn sé sambærilegur. Skilningur á því hvað það þýðir að lifa mann- legu lífi gerir slíkan samanburð nær óhugsandi. Við hikuðum jafnvel við að kalla breytni síðarnefnda bóndans siðferðilega ranga. Að segja að slíkt framferði sé sið- ferðilega rangt gefur til kynna að kjarni málsins sé að brotið hafi verið á einhverj- um brýnum hagsmunum fólks. Bóndinn í hugsunartilrauninni er á hinn bóginn maður sem vegur ekki bara að hagsmunum fólks, heldur að sjálfri mennsku þess; hann leggur sitt af mörkum til að skapa veröld þar sem þýðing hins mannlega hefur verið þurrkuð út.42 Að því gefnu að núverandi skilningur okkar á eigin mennsku sé að nokkru leyti fólginn í því að marka ofangreindan mun á mönnum og dýrum, þá stendur samt eftir sú spurning hvort við ættum að endurskoða þennan mun og líta á dýrin, eða að minnsta kosti einhverjar tegundir þeirra, sömu eða svipuðum augum og við lítum á samferðafólk okkar. Ekkert í hugsun Coru Diamond girðir fyrir að við endurmótum skilning okkar í þá átt. Hún segir til dæmis að það sem við höfum gert úr muninum á mönnum og dýrum „geti verið einskis virði eða dýrmætt eða 41 Diamond 1991: 44–45. 42 Diamond 1996a 323. Í sögu Coetzees líkir Elísabet Costello meðferð okkar á dýrum, og sinnuleysi okkar um þá meðhöndlun, við Helförina og sinnuleysi „Þjóðverja, Pólverja og Úkraínumanna“ um hana þegar hún átti sér stað, sjá Coetzee 2001: 19–21 og 35. Gyðingur og ljóðskáld, Abraham Stern að nafni, bregst einkar harkalega við þessari samlíkingu í bréfi til hennar, sjá 49–50. Orðið sem hann kýs að nota til að lýsa skömm sinni á samlíkingunni er ekki „siðleysi“ heldur „guðlast“. Hann sakar Costello um að kasta rýrð á minningu þeirra sem létust í Helförinni og notfæra sér hrylling útrýmingarbúðanna á ómerkilegan hátt. Hörð og sársaukafull viðbrögð af þessu tagi við samlíkingu Costello eru illskiljanleg nema í ljósi hugmyndarinnar um sérstöðu hins mannlega – sem Stern tjáir með því að vísa í þau orð Biblíunnar að maðurinn sé skapaður í Guðs mynd. Sjá einnig gagnrýni á þessa samlíkingu í Gaita 2003: 208–211. Hugur 2018meðoverride.indd 101 24-Jul-18 12:21:26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.