Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 121

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 121
 Eru stjórnmál í eðli sínu ósiðleg? 121 málanna á meðan þeir láta sér nægja að þefa uppi mistök stjórnmálamanna og afhjúpa þau með tilþrifum, almenningi til afþreyingar. „Ágeng fréttamennska“ af því tagi er afleiðing og einkenni á þeirri hlutverkaskipan sem ríkjandi viðhorf til stjórnmála leiðir af sér. Henni má því ekki rugla saman við raunhæfa viðleitni til að skilja stjórnmálin, breyta þeim og bæta. En hvernig ættum við að skilja um- bætur í stjórnmálum? Er það ef til vill misskilningur að gjörðir stjórnmálamanna skuli metnar á forsendum almenns siðferðis? Eru stjórnmálin undanþegin almennu siðferði? Í stjórnmálum er hver og einn háður stuðningi annarra. Til að koma einhverju til leiðar verða stjórnmálamenn að reiða sig á stuðning kjósenda, annarra stjórn- málamanna og ýmissa hagsmunaaðila. Á sama tíma geta þeir sem þannig eru hver öðrum háðir haft gjörólíka hagsmuni og skoðanir á málefnum samfélagsins. Þetta þýðir að ekki nægir að höfða til sameiginlegra hugsjóna, hagsmuna eða lokamarkmiða þegar afla þarf stuðnings í stjórnmálum. Ekki er heldur von til að skynsamlegar rökræður megni að afmá þann mun sem er á sýn ólíkra einstaklinga á hagsmuni sína og samfélagsins. Slík sýn byggist ekki endilega á hlutlægum staðreyndum eða rökum, auk þess sem stjórnmálamenn, eins og aðrir, láta stjórn- ast af hégóma, stolti og metnaði en ekki bara rökréttum ályktunum af staðfestum staðreyndum. Við þessar aðstæður má gera ráð fyrir því að til að koma einhverju til leiðar verði stjórnmálamaður að iðka þá list að smjaðra fyrir öðrum, stýra þeim með klókindum og mælskubrögðum og þykjast bera hag þeirra fyrir brjósti þótt þeir geri það ekki í raun.26 Sé þetta rétt er það ákveðin tálsýn að mögulegt geti verið að stunda stjórnmál á heiðarlegan og skynsamlegan hátt. Ef árangur í stjórnmálum útheimtir færni í að vera ekki allur þar sem maður er séður, dylja og blekkja, þá er ekki raunhæft að ætla að stjórnmál geti komist af án slíks háttalags. Frá sjónarhóli almenns siðferðis eru stjórnmálamenn sekir um hræsni þegar þeir ástunda stjórnmál með þessum hætti. En þá er mikilvægt að geta greint á milli hræsni sem ástæða er til að umbera með vísun í þær sérstöku aðstæður og hlutverk sem verða til í stjórn- málum og hræsni sem ekki er hægt að afsaka með slíkum rökum.27 Nauðsyn þess að stjórnmálamaður kunni að sviðsetja sjálfan sig og vera þar með ekki allur þar sem hann er séður, réttlætir ekki hvaða blekkingar og svik sem er, í hvaða tilgangi sem er, heldur verður að dæma hvert tilvik eftir aðstæðum og málavöxtum. Það væri hins vegar ekki endilega í þágu bættra stjórnmála að gera sömu kröfu innan stjórnmála og utan þeirra um að maður skuli vera hreinskilinn og segja hug sinn allan. Er hreinskilni þá ekki dygð í stjórnmálum heldur löstur? Er það ef til vill dygð í stjórnmálum að sýnast hreinskilinn en vera það ekki? Ein leið til að nálgast slíkar spurningar er að spyrja hvaða skapgerðareinkenni og færni almenningur 26 Grant 1997: 12–13. 27 Grant 1997: 16. Hugur 2018meðoverride.indd 121 24-Jul-18 12:21:27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.