Hugur - 01.01.2018, Page 5

Hugur - 01.01.2018, Page 5
 Inngangur ritstjóra 5 mennan lesendahóp og leggja um leið eitthvað af mörkum til fræðilegrar um- ræðu um viðkomandi efni. Í greininni „Til varnar hugsmíðahyggju: Athugasemd um heimspekilegar forsendur eigindlegra rannsókna“ skýrir Atli Harðarson hvað felist í hugsmíðahyggju um félagslegan veruleika, hvernig slík hugsmíða- hyggja þurfi ekki að byggjast á allsherjar-hughyggju eða afstæðishyggju um allan veruleika og hvernig umrædd hugsmíðahyggja myndar grundvöll undir eigind- legar rannsóknir af því tagi sem víða eru stundaðar í félagsvísindum. Greinin ætti meðal annars að nýtast nemendum og rannsakendum í félagsvísindum, auk þess sem hún er fyrir margar sakir forvitnileg fyrir þá sem áhuga hafa á frumspeki, þekkingarfræði og vísindaheimspeki. Svavar Hrafn Svavarsson fjallar svo um sérsvið sitt á sviði fornaldarheimspeki í greininni „Sextos Empeirikos og pyrrhonsk efahyggja“. Meginvandinn sem Svav- ar leitast við að leysa í grein sinni snýr að því hvernig skilja skuli hugmynd Sext- osar um að efahyggjumaðurinn „fresti dómi“ um alla hluti í ljósi þess að það virð- ist geta farið saman við að „sannfærast“ um að hlutirnir séu á einn veg frekar en annan. Hvernig er hægt að fresta dómi um það sem maður er sannfærður um að sé satt? Í grein sinni gerir Svavar grein fyrir því hvernig hann hefur reynt að leysa úr þessari togstreitu með greinarmun á skoðun og sannfæringu. Skoðun er virk afstaða sem felur í sér ákveðna skuldbindingu, en sannfæring er hins vegar óvirk og felur ekki í sér slíka skuldbindingu. Sannfæring er einfaldlega það sem manni sýnist vera satt en það þarf ekki að fela í sér neina vitsmunalega skuldbindingu, enda geti maður efast um að það sem manni sýnist vera satt sé í reynd satt. Í greininni „Hin póetíska rökræðusiðfræði“ fjallar Stefán Snævarr um siðfræði- kenningar Apels og Habermas sem byggjast báðar á hugmyndinni um að rökræð- ur liggi til grundvallar siðferðinu. Auk þess að gera grein fyrir þessum kenningum á aðgengilegan máta, tengir Stefán þær við einkamálsrök Wittgensteins. Þá færir Stefán rök fyrir því að kenningar Apels og Habermas feli í sér duldan skáldlegan eða „póetískan“ þátt. Þannig tengir Stefán rökræðusiðfræði Apels og Habermas við sínar eigin hugmyndir um heimspekina sem náskylda bókmenntum og list- um, og gagnrýnir Apel og Habermas jafnframt fyrir átta sig ekki á þessum dulda skáldaða þætti sem hljóti að felast í rökræðusiðfræðinni. Jón Ásgeir Kalmansson fjallar svo um dýrasiðfræði út frá skáldsögunni The Lives of Animals eftir J. M. Coetzee, í greininni „Dýrin, skynsemin og hið sam- úðarfulla ímyndunarafl“. Jón Ásgeir ber þá aðferðafræði sem finna má í flestum umfjöllunum um dýrasiðfræði innan akademískrar heimspeki saman við þá nálg- un sem finna má hjá Coetzee – eða réttara sagt hjá höfuðpersónu skáldsögu hans, Elizabeth Costello. Coetzee/Costello varar við því að líta á þjáningu dýra sem sértækt vandamál sem þurfi að leysa með því að finna eiginleika dýra sem gefi þeim einhvers konar siðferðilega stöðu, svo sem skynsemi eða getuna til að skynja sársauka. En hvers vegna eigum við þá að sýna dýrum umhyggju? Jón Ásgeir leitar í smiðju bandaríska heimspekingsins Coru Diamond til að svara þessu og sýnir hvernig tengja má saman skáldsögu Coetzees og hugmyndir Diamonds um að líta á dýr sem förunauta okkar í dýraríkinu. Loks fjallar Sigurður Kristinsson um samspil stjórnmála og siðferðis út frá Hugur 2018meðoverride.indd 5 24-Jul-18 12:21:20
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.