Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 12

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 12
12 Finnur Dellsén ræðir við Mariu Baghramian á því að halda. Ég er ótrúlega ánægð með að vera nú í aðstöðu til að styðja við bak- ið á ungum konum sem gæti að öðrum kosti fundist þær vera einar og valdalausar. Eins og ég kom inn á í upphafi hefur þú viss tengsl við Kína í gegnum starf þitt, sem er nokkuð óvenjulegt meðal analýtískra heimspekinga. Getur þú sagt aðeins frá því hvers vegna þú fórst að heimsækja Kína og hver staða heimspekinnar er þar að þínu mati? Ég komst í samband við kínverska heimspekinga með mjög óvæntum og nokkuð óvenjulegum hætti. Ég hafði ritstýrt bókinni Modern Philosophy of Language, sem er safnrit texta í málspeki og kom út árið 1999. Í bókinni er nokkuð langur al- mennur inngangur, auk inngangstexta um einstaka höfunda. Nokkrum árum eftir að hún kom út fór ég að fá tölvupósta frá Kína þar sem ég var spurð um bókina og boðin til landsins til að halda fyrirlestra um málspeki. Afar fáir analýtískir heimspekingar höfðu tengsl við Kína á þessum tíma, auk þess sem við höfðum áhyggjur af því að um einhvers konar gabb væri að ræða. Ég hunsaði því alla þessa tölvupósta. Nokkru seinna fékk ég formlegt bréf frá gamalreyndum fræðimanni, Qian Guanlian sem er prófessor við Guangdong University of Foreign Studies, sem tilkynnti mér að nemendur hans og undirmenn hefðu reynt að hafa uppi á mér án árangurs. Hann sagðist vilja bjóða mér til Kína og fá aðstoð mína við að koma á fót samtökum um málspeki í Kína, auk þess sem hann bað mig um að kenna við sumarskóla fyrir háskólakennara. Markmiðið með þessu var að stuðla að því að vestræn málspeki yrði kennd við kínverska háskóla, sérstaklega svokall- aða „normalháskóla“, þar sem kennt er á öðrum tungumálum en kínversku. Hann nefndi að hann og samkennarar hans hefðu notað bókina mína, og þá sérstaklega inngangstextana sem ég hafði skrifað, sem aðalnámsefni í þessum námskeiðum. Það varð sem sagt til þess að mér var boðið til Kína. Eins og þú veist eru til mörg safnrit í málspeki á ensku, þannig að ég var dálítið hissa á að þeir hefðu valið bókina mína í stað víðlesnari rita á borð við Philosophy of Language eftir Martinich, sem margoft hefur verið endurprentuð. En mér skilst að það sem ég hafði skrifað um bakgrunn heimspekinga á borð við Putnam, Davidson, Frege og Carnap, ásamt skilgreiningum á lykilhugtökum, hefði þótt mjög gagnlegt fyrir þá sem voru að kynnast efninu í fyrsta skipti í Kína, sem skýrir vinsældir bókarinnar. Ég heimsótti Kína fyrst sumarið 2005. Þá flutti ég tvo aðalfyrirlestra í tveggja vikna sumarskóla í Cheng Du, í Szechwan-héraði, og svaraði ýmsum spurning- um um heimspekileg álitamál. Fyrirkomulagið var mjög frábrugðið því sem við eigum að venjast á vestrænum ráðstefnum og sumarskólum. Þarna voru fjöl- margir áheyrendur – bæði háskólakennarar og doktorsnemar – sem vissu lítið um vestræna heimspeki, og enn minna um málspeki. En þau voru mjög námfús, komu fram við mig eins og ég væri kvikmyndastjarna og vildu taka endalausar ljósmyndir. Ég sá hversu áhugasöm þau voru um að kynnast vestrænni menningu og heyra nýjar hugmyndir. Ég hef oft komið aftur til Kína og flutt fyrirlestra á mörgum ólíkum stöðum. Þá tók ég líka þátt í að koma á fót tímariti um málspeki sem kemur út á kínversku og ensku. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með þeim hröðu breytingum sem hafa orðið bæði á innviðum háskóla í landinu og á gæðum fræðastarfs þar í landi. Nú er þar orðið mun meira um vestrænt fræðafólk Hugur 2018meðoverride.indd 12 24-Jul-18 12:21:21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.