Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 28

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 28
28 Miranda Fricker meta svar Toms Robinson. Herra Gilmer gerði langt hlé á máli sínu til þess að svarið kæmist fyllilega til skila.18 Hér verður „skaðinn“ sem um ræðir á því litla þekkingarlega trausti sem hvítur kviðdómurinn var fram að þessu nógu velviljaður til þess að ljá svarta vitninu. Því það að finna til með einhverjum er forboðin kennd hjá blökkumanni ef við- fang velvildar hans er hvítur einstaklingur. Í rasískri hugmyndafræði sem hvílir á kennisetningum um yfirburði hvítra manna verður jafnvel sú grundvallarsið- ferðiskennd að finna til samúðar með öðrum mönnum afskræmd í augum hvítra þannig að hún birtist sem lítið annað en merki um misskilda yfirburði svarta mannsins. Blökkumanni er óheimilt að finna til kennda sem gefa til kynna ein- hvers konar yfirburði gagnvart hvítum einstaklingi, sama hversu erfitt og ein- manalegt líf þess síðarnefnda kann að vera. Það að Tom Robinson skuli opinbera þessa kennd eykur aðeins hættuna á hörmulegri útkomu fyrir lög og rétt og það þekkingarlega réttlæti sem þau eru reist á. Í réttarhöldunum getur aðeins verið einn sigurvegari og keppnin snýst um að vega og meta orð blökkumanns á móti orðum hvítrar stúlku (eða kannski föður hennar sem bar fyrst fram kæru) og síðan situr í kviðdómi fólk sem finnst sú hugmynd óhugsandi að treysta eigi blökku- manni sem þekkingarveru en ekki hvítu stúlkunni – en sú samúð sem Robinson lætur í ljós í garð hvítrar stúlku eykur aðeins á þann sálfræðilega ómöguleika. Eins og kemur á daginn hvika meðlimir kviðdómsins ekki frá þessari fordóma- fullu mynd af hinum ákærða, sem er umfram allt mótuð af rasískum staðalmynd- um samtímans. Atticus Finch skorar á þá að losa sig við þessar fordómafullu staðalmyndir; að losa sig við, eins og hann orðar það, „þá fyrirfram gefnu skoðun – þá illu skoðun – að allir svertingjar ljúgi, að allir svertingjar séu í grunninn sið- lausar verur, að engum svörtum körlum sé treystandi í kringum konur okkar“.19 En þegar kemur að því að kveða upp dóm fylgja kviðdómendur því sjálfgefna van- trausti sem fordómarnir valda og móta viðhorf þeirra til mælandans. Þeir dæma hann sekan. Og það er mikilvægt að við eigum að túlka skáldsöguna þannig að kviðdómendur eru einmitt sannfærðir um sekt hans. Með öðrum orðum er það ekki svo að þeir telji hann persónulega vera saklausan en dæma hann samt sekan með kaldrifjuðum hætti. Enda þótt það verði að viðurkennast að ekki sé að fullu ljóst hvað mönnum gangi til, skiptir höfuðmáli að þeir láta raunverulega undir höfuð leggjast að gera það sem Atticus Finch lýsir sem „skyldu“ þeirra í lokaorð- um sínum: „… Í guðanna bænum, gerið skyldu ykkar.“ Atticus hafði lækkað róminn og þar sem hann vék sér frá kviðdómin- um sagði hann eitthvað sem ég greindi ekki. Hann sagði það meira við sjálfan sig en við réttinn. Ég gaf Jem olnbogaskot. „Hvað sagð’ ann?“ „„Í Guðs nafni, trúið honum,“ ég held að hann hafi sagt það.“ 18 Ibid., 201. 19 Ibid., 208. Hugur 2018meðoverride.indd 28 24-Jul-18 12:21:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.