Hugur - 01.01.2018, Síða 98

Hugur - 01.01.2018, Síða 98
98 Jón Ásgeir Kalmansson á okkur með, er þá ef til vill sú að kalda rökvísi þurfi til að leggja mat á gildi og þýðingu órökrænna tilfinninga okkar. Ekki er ólíklegt að þetta viðhorf skýri áherslur heimspekinga á borð við Gutmann og Singer á röksemdafærslur í bók Coetzees og hve litla athygli þeir veita hinum ýmsu örðugleikum veruleikans sem hún lýsir. En eins og áður sagði hefur þessi nálgun sinn fórnarkostnað í för með sér. Stephen Mulhall víkur að þessu atriði í bók sinni The Wounded Animal: Með því að setja fyrirlestra Coetzees í samhengi við röksemdafærslur um siðferðileg málefni fjarlægja þessir heimspekingar sjálfa sig og okkur frá hinum ýmsu og innbyrðis tengdu örðugleikum veruleikans sem skrif Coetzees reyna að setja á svið. Þeir fjarlægjast því einnig þann sérstaka skilning á hinu mannlega dýri (sem getur verið ofsótt og sært af því sem er, þjáðst af sársaukafullum vanmætti til að skilja eitthvað sem er engu að síður óneitanlega fyrir hendi) sem af örðugleikum veruleikans leiðir. Þetta gera þeir í þágu allt annars konar skilnings (á mönnum sem séu í eðli sínu skynsöm dýr, á öðrum dýrum sem séu algerlega aðskilin frá mönnum, og á veruleikanum í heild sinni sem sé í grundvallaratriðum skiljanlegur, í krafti sérstakrar víddar eða hliðar á skynseminni sem sé sérkennandi fyrir manninn) sem þeir geta ekki einu sinni gengist við að sé tiltekinn skilningur sem kunni að eiga sér skynsamlega og öfluga keppinauta.35 Er eitthvað við heimspekilega rannsókn sem gerir slíka fjarlægingu frá sær- anleika og vanmætti manneskjunnar andspænis veruleikanum óhjákvæmilega? Svarið hlýtur að vera neitandi, enda sýnir undangengin umræða að til eru rit- höfundar og heimspekingar sem hvetja okkur til að hugsa af næmni um það sem hrærir hjarta manneskjunnar með þessum hætti. Það veltur allt á afstöðu viðkom- andi. Aðalatriðið er það hvort hugsuðurinn er reiðubúinn að kannast við og gefa gaum þessari vídd reynslunnar, eða hvort hann hneigist í ríkum mæli til að loka augunum fyrir henni, til dæmis vegna þess að hugmyndir hans um skynsemiseðli mannsins og skiljanleika veruleikans leyfa ekki annað. Heimspekileg gagnrýni á dýrasiðfræði Í þessum kafla vil ég skoða nánar gagnrýni Coru Diamond á siðfræðilega um- fjöllun ýmissa heimspekinga um dýr, gagnrýni sem hefur þýðingu fyrir hugsun okkar um líf mann-skepnunnar ekki síður en líf annarra skepna. Diamond bendir á að tilhneiging heimspekinga til að líta svo á að siðferðileg staða fyrirbæra ráðist fyrst og fremst af eiginleikum þeirra leiði til þeirrar niðurstöðu að mennskan hafi enga siðferðilega þýðingu sem slík. Það sem gefur lífi okkar siðferðilegt gildi, frá þessu heimspekilega sjónarmiði, er ekki það að við erum mennskar verur, fædd af mennskum foreldrum, og deilum mennsku hlutskipti, heldur eitthvað sértækara; 35 Mulhall 2009: 72–73. Hugur 2018meðoverride.indd 98 24-Jul-18 12:21:26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.