Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 48

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 48
48 Atli Harðarson landamæri, hreppamörk eða annan félagslegan veruleika. Það er engin leið að teikna kort án þess að nýta sér einhverja túlkun á því hvað línur, tákn og litir þýða – og merking þessa veltur óhjákvæmilega á því hvað fólk hugsar og segir. En þetta útilokar ekki að kort séu ýmist rétt eða röng með hlutlægum hætti. Kort sem sýnir fjall þar sem ekki er neitt fjall, eða landamæri þar sem ekki eru nein landamæri, tjáir ósköp einfaldlega ósannindi. Munurinn á fjallinu og landamærunum er þó kannski sá, að það má hugsa sér að sá sem teiknar kortið hafi vald til að ákveða mörk ríkja og að aðrir taki mark á yfirlýsingum hans. Hann getur þá skapað nýjan félagslegan veruleika með því að teikna kort á tiltekinn hátt. Það getur hins vegar enginn flutt fjöll úr stað með því einu að teikna nýstárlegt landakort. Þekking á veruleika, sem er til vegna huglægra viðhorfa, getur verið jafn hlutlæg og þekking á bláköldum staðreyndum um náttúruna. Eins og Hacking bendir á er húsaleiga félagslegur veruleiki, sem er til vegna einhvers sem fólk trúir eða gerir ráð fyrir. Leigjandi hefur engu að síður hlutlæga vitneskju um afleiðingar þess að borga hana ekki.45 Að einhverjir hlutar veruleikans – svo sem eins og landamæri, peningar, húsaleiga eða hjónaband – séu félagsleg hugsmíð, gerir þekkingu á þeim ekki endilega frábrugðna þekkingu á náttúru sem á sér tilvist óháð hugsun okkar og tali. Að aðrir hlutar veruleikans – eins og lækir og ár – séu eins og þeir eru, óháð því hvað fólk hugsar og segir, samrýmist því líka að kenningar, líkön og kort af þeim séu mannanna verk. Við getum búið til ólík landakort. Eitt hefur kannski 10 metra og annað 20 metra á milli hæðarlína, á einu tákna litirnir þéttleika byggðar, á öðru sýna sömu litir árlega úrkomu eða gróðurfar. Ólík kort þjóna ólíkum tilgangi og það eru óteljandi leiðir til að kortleggja sama landsvæði þannig að kortin gefi rétta mynd. Eitt gefur rétta mynd af útbreiðslu gróðurs og annað gefur rétta mynd af ákvörðunum sveitarstjórnar um skipulag byggðar. Þetta hefur ekkert með af- stæðishyggju að gera. Við fáum ekki út raunverulega afstæðishyggju fyrr en við gerum ráð fyrir þeirri fjarstæðu að tvö kort séu bæði rétt, þótt annað neiti því sem hitt segir, og til þess þurfa þau bæði að vera tilraunir til að kortleggja sömu eiginleika landsins. Það er alveg sama hvaða venjur kortagerðarmenn temja sér, kort þeirra verða gagnslaus ef þau koma ekki heim við staðreyndir um landið – og þótt sumar staðreyndir, sem sýndar eru á landakortum, varði eitthvað sem aðeins er til í krafti þess sem fólk hugsar og segir, fjalla þær um yfirborð jarðar en ekki um eitthvað sem er „innan í“ mannshuganum. Hluti af landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna er á sama stað og Ríó Grande. Það vatnsfall er ekki í huga mér og þar með eru landamærin það ekki heldur. Við þurfum því ekki að velja milli þess að telja annað hvort, að félagslegur veruleiki sé hugsmíð eða að hann sé til utan við kollinn á okkur. Hann er hvort tveggja. Ég held að þetta sem ég hef sagt um landakort gildi, að breyttu breytanda, um þekkingu af því tagi sem er yfirleitt aflað með eigindlegum aðferðum. Það er engin ein rétt leið til að fjalla um líf trillukarls, og ekki heldur til að lýsa bekk í skóla eða tjá reynslu flóttamanna, svo tekin séu einhver dæmi af handahófi. 45 Hacking 1999. Hugur 2018meðoverride.indd 48 24-Jul-18 12:21:23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.