Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 66

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 66
66 Stefán Snævarr engan mælikvarða á reglubeitingu (köllum túlkun þeirra á einkamálsrökunum „rökræðutúlkunina“14). Hafi ég skilið þá félaga rétt, þá hlýtur hið sama að gilda um siðferðilegar reglur. Möguleg rökræða sé forsenda þess að þeim sé hægt að beita rétt. Einkasiðferði sem enginn getur skilið nema ein persóna er samkvæmt þessu röklega útilokað. Hvort sem þessi túlkun mín á hugsun Apels og Habermas er rétt eður ei, þá er víst að málspeki J.L. Austins hefur haft mikil áhrif á þá. Hún er að mörgu leyti skyld síðspeki Wittgensteins (einkamálsrökin eru þættir í þeirri speki). Megin- þáttur hennar er málgjörðarspekin. Samkvæmt henni er málgjörð það að fremja athöfn með því að segja eitthvað eða nota málið með öðrum hætti. Ég get t.d. framið þá athöfn að gefa loforð með því að segja: „Ég lofa því að koma á morgun.“ Hið sama gildir um raunhæfingar, ef ég segi í fúlustu alvöru: „Ég staðhæfi að tunglið sé í 300.000 kílómetra fjarlægð frá jörðu“, þá frem ég þá athöfn að stað- hæfa eitthvað. Þessi tvö dæmi eru líka dæmi um staðalmálgjörðir, þær hafa bæði staðhæfingarþátt (e. propositional part) og gjörðarþátt (e. performative part). Lof- orðið hefur staðhæfingarþáttinn „ég mun koma á morgun“; gjörðarþátturinn er „ég lofa“. Gjörðarþátturinn í málgjörðinni um mánann er „ég staðhæfi að“. Slíkur þáttur sýnir hvers konar athöfn málgjörðin er. Hvernig arta sig málgjörðir sem ekki eru staðalmálgjörðir? Að hrópa „bravó“ er ekki að fremja staðalmálgjörð, í henni er undirskilin staðalmálgjörð á borð við „ég hrópa „bravó“ fyrir Jóni“. Ég frem þá athöfn að hylla Jón. Hvers vegna er staðalmálgjörð undirskilin? Vegna þess að án þess er engin leið að ákvarða hvað mælandi á við með „bravó“. Er hann að gefa dæmi um upphrópun? Sé svo, þá er eftirfarandi staðalmálgjörð undirskilin: „Ég staðhæfi að „bravó“ sé dæmi um upphrópun.“ Eða er hann kannski að hylla einhvern? Sérhver málgjörð samanstendur af tveimur athöfnum, segðinni (e. locutionary act) og talfólginni athöfn (e. illocutionary act). Segðin er einfaldlega það sem við segjum eða skrifum, ég segi t.d.: „Ég sá björn í skóginum.“ Aðstæður mínar og ætlanir (e. intentions) ráða því hvaða talfólgna athöfn býr í segðinni. Ég gæti hafa notað segðina til að vara við birninum, þá er talfólgna athöfnin það sem við köll- um „aðvörun“. Sé ég bjarnafræðingur, sem telja á birni landsins, kann talfólgna athöfnin að hafa verið staðhæfing. Í ofanálag gæti málgjörð mín haft talvaldandi áhrif (e. perlocutionary effect), til að mynda valdið ofsahræðslu meðal fólks. Eða aukið orðstír minn sem bjarnafræðings. Ég gæti hafa reynt að ná talvaldandi áhrifum með því ljúga um björninn. Ætlun mín var kannski sú að hrekja fólk úr skóginum svo ég gæti keypt hann fyrir slikk. Þegar við fremjum málgjörðir tökum við á okkur ýmsar skuldbindingar, „skuld- 14 Apel 1973a: 330–357, Apel 1973c: 59–60, Apel 1980: 39–56. Wittgenstein skrifar lítið um það hvern- ig mælendur geti tekið afstöðu til málbeitingar hver annars. Hann hefur tæpast lagt mikla áherslu á rökræður sem tæki til að ákvarða réttmæti málbeitingar. Líkast til hefði hann fremur talið að menn geti sýnt rétta reglubeitingu með atferli og með því að fá menn til að sjá fyrirbæri er varða reglubeitingu sem eitthvað tiltekið, rétt eins og hægt er að fá menn til að sjá hérandarmynd sem mynd af héra (t.d. Wittgenstein 1958: 31 (§66), 82 (§206–207), 193 (xl)). En hann kann að hafa vanmetið þátt rökræðunnar. Einkamálsrökin eru ekki auðskilin og mýgrútur mismunandi túlkana á þeim. Til dæmis túlkar Saul Kripke þau frá sjónarhóli rök- og stærðfræði; túlkun Stanleys Cavell er tilvistarleg. Kripke 1982, Cavell 1979: 343–354 og víðar. Hugur 2018meðoverride.indd 66 24-Jul-18 12:21:24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.