Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 53
Sextos Empeirikos og pyrrhonsk efahyggja 53
lesendur um það sem honum virðist eða sýnist vera raunin (gr. ta fænomena) –
með öðrum orðum hverjar sýndir hans séu (gr. fantasía) – en þessi upplýsing tjáir
þó alls ekki skoðun hans.
Hann byrjar á því að segja sögu, eins konar upprunasögu efahyggjumanna.
Þeir leita að hugró, eða öllu nákvæmar að því ástandi sem einkennist af fjarveru
hugarvíls (gr. ataraxía). Þetta er markmið þeirra. Það vill svo til að þeir ná þessu
markmiði sínu. Skýringin á því er einmitt sú að þeir hafa engar skoðanir, og gæti
svo virst sem skoðanir væru uppspretta hugarvíls og angistar. Sextos útskýrir þetta
ferðalag efahyggjumanna. Hann kynnir til sögunnar jafnan styrk, jafnvægi eða
það jafngildi (gr. isosþeneia) sannfæringar eða trúverðugleika sem ósamrýman-
legar sýndir sömu hlutanna hafa til að bera sem og greinargerðirnar fyrir þessum
sýndum, þær greinargerðir sem ætlað er að afhjúpa og útskýra sannleika sýnd-
anna. Þetta jafngildi neyðir efahyggjumanninn til að halda dómum sínum í skefj-
um, fresta dómi um hvaðeina. Í kjölfar þessarar dómsfrestunar (gr. epokhē) siglir
að sögn hugróin. Hann lýsir því einnig á hvaða grundvelli efahyggjumaðurinn
breytir, enda hafi margir talið að breytni krefðist skoðana, en ef skoðanir skorti
verði alls ekki breytt. Loks segir hann frá því hvernig það vill til að efahyggjumað-
urinn öðlast hugró. Þessar eru útlínur efahyggjunnar. Efahyggjurökin sem má lesa
hjá Sextosi hafa mörg hver haldið krafti sínum í gegnum aldirnar og haft mikil
áhrif á heimspekinga, ekki síst á fyrri hluta nýaldar.6 Svo skrifar David Hume:
„Hin ákafa skoðun þessara margbrotnu mótsagna og ófullkomleika mannlegrar
skynsemi hefur leitað svo á mig og hitað heila minn svo mjög, að ég er reiðu-
búinn að hafna allri skoðun og rökræðu, og álíta ekkert sennilegra eða líklegra
en annað.“7 Þáttur hugróarinnar hefur ekki heillað jafnmikið, þótt þessi hugró
sé í raun upphaf og endir pyrrhonismans. Það hefur verið lagt til að angistin
sem efahyggjumennirnir vildu flýja væri mun líklegri niðurstaða efahyggjunnar
en einhvers konar hugró. Reyndar sagði téður David Hume um pyrrhonistann:
„Hann hlýtur þvert á móti að fallast á það, ef hann fæst þá til að fallast á nokkurn
hlut, að úti væri um allt mannlegt líf ef kenningar hans yrðu stöðugt og alls staðar
ríkjandi; þá yrðu allar umræður og öll verk úr sögunni og mannlífið félli í algert dá
uns skortur á náttúrulegum nauðsynjum byndi enda á eymd þess.“8 Samkvæmt
Hume voru það alls engin rök heldur einungis lífið sjálft sem hrakti pyrrhonska
efahyggju.
Hver er þessi hugró sem efahyggjumennirnir leita? Öllu heldur: Hvert er vílið
sem þeir vilja forðast? Efahyggja þeirra á uppruna sinn í vílinu sem þeir upplifðu
þegar þeir sáu þversagnakennt reiðuleysi hlutanna, hinar margbrotnu mótsagnir
Humes, og vissu ekki hvaða lýsingar og skýringar á heiminum skyldi samþykkja
og hverjum skyldi hafna (PH 1.13). Þetta var vitsmunalegt víl, þekkingarfræðileg
angist, sem ýtti þeim út í rannsóknir á eðli eða náttúru hlutanna, því þeir vildu
vinna bug á vílinu með því að komast að sannleika málsins. Sextos gefur í skyn að
um. Um tengsl Sextosar við sjálfan Pyrrhon (365/60–275/70 f.Kr.), sem efahyggjan var kennd við
allt frá 1. öld f.Kr., sjá Bett 2000 og Svavar Hrafn Svavarsson 2010.
6 Um áhrif efahyggju á nýöld, sjá Popkin 2003.
7 Svo segir í Ritgerð um mannlega náttúru I.iv.7, þýðing höfundar; sjá Hume 1978: 268–269.
8 David Hume 1999: 261.
Hugur 2018meðoverride.indd 53 24-Jul-18 12:21:23