Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 9

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 9
 Afstæðishyggja, ágreiningur og amerísk heimspeki 9 afstæðishyggja sé heimspekilega áhugaverð, en hef á sama tíma sett fram mótbár- ur gegn ýmsum heimspekilegum, félagslegum og pólitískum rökum fyrir afstæð- ishyggju. Á níunda og tíunda áratugnum var víða litið svo á, sérstaklega innan fé- lagsmannfræðinnar, að afstæðishyggja væri hugmyndafræði þeirra sem aðhyllast umburðarlyndi, víðsýni og fjölmenningu. Ég synti á móti straumnum og hélt því fram að væri afstæðishyggja tekin alvarlega, gæti hún leitt til skorts á umræðu um pólitísk málefni og aðgerðaleysis. Þegar ég fór síðar meir að skoða afstæðishyggju enn betur, komst ég að því að til eru tengsl milli hennar og valdboðsstjórnmála – ég uppgötvaði til dæmis að Mussolini var yfirlýstur afstæðissinni. Í ljósi slíkra pólitískra tengsla er enn mikilvægara að takast á við afstæðishyggjuna. Doktorsritgerð mín í heimspekilegri rökfræði átti rætur að rekja til áhuga á afstæðishyggju. Mannfræðingar á borð við Lévy-Bruhl höfðu vakið máls á því að hægt væri að taka upp annars konar rökfræðikerfi. Mér datt í hug að varpa mætti nýju ljósi á þessa spurningu með því að kanna ýmis óhefðbundin rökfræði kerfi, svo sem fjölgildisrökfræði (e. many-valued logics), viðkomurökfræði (e. relevance logic), loðna rökfræði (e. fuzzy logic) o.fl., og tengsl þeirra við mál og hugsun. Tim Will iam son, sem aðhylltist harða hluthyggju um rökfræði – rottweilerhunda- hlut hyggju, eins og Crispin Wright kallaði hana – var mjög á móti óhefðbundinni rökfræði og fyrir vikið áttum við góðar en á tímum erfiðar rökræður um þetta. Þú hefur einnig skrifað talsvert um bandaríska heimspeki og pragmatisma, þar á meðal Richard Rorty, Donald Davidson og Hilary Putnam. Geturðu sagt aðeins frá þessum verkum og tengslum þeirra við það sem þú hafðir áður fengist við? Áhugi minn á verkum þessara heimspekinga á rætur að rekja til þess þegar ég komst fyrst í kynni við heimspeki. Ég tók fyrsta námskeiðið í heimspeki þegar ég stundaði nám í París um hríð, og bæði þar og í Teheran var einvörðungu kennd „meginlandsheimspeki“. Í Queen’s hófust fyrirlestrarnir hins vegar á hversdags- málsheimspeki (e. ordinary language philosophy), til dæmis hjá Austin, og svo lærð- um við um siðfræði í verkum eftir R. M. Hare. Mér fannst þessir heimspekingar þröngsýnir og hafa lítið fram að færa, pólitískt og vitsmunalega, samanborið við hugsuði á borð Foucault, Barthes og Lyotard. Á öðru ári mínu las ég svo Hilary Putnam og varð alveg uppnumin. Hann skrifaði um mikilvæg málefni sem snertu vísindi, tungumál og hugann af þeirri dirfsku og hugmyndaauðgi sem einkenndi hina „byltingarkenndu“ heimspekinga meginlands Evrópu, en samt var hann rök- fastur og skýr í hugsun. Það var þegar ég uppgötvaði Putnam, eða réttara sagt það að analýtísk heimspeki gæti verið djörf og spennandi, sem ég ákvað að starfa sem heimspekingur. Davidson var svo eðlilegt framhald af Putnam. Bók hans Essays on Actions and Events var þá nýkomin út og við lásum hana í málstofu Peters Carruthers. Nokkrum árum síðar hitti ég svo alla heimspekingana þrjá sem þú minntist á í spurningu þinni á ráðstefnum Konunglegu írsku akademíunnar og hélt fyrirlestra um verk þeirra. En árið 1992 átti ég fund með Putnam sem átti eftir að hafa mikil áhrif á rannsóknir mínar og starfsferil. Ég hélt áfram að líta upp til hans sem heimspekings en svo fór mér líka að þykja óskaplega vænt um hann sem manneskju. Ég er ásamt fleirum á þeirri skoðun að Putnam sé einn Hugur 2018meðoverride.indd 9 24-Jul-18 12:21:21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.