Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 79

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 79
 Hin póetíska rökræðusiðfræði 79 Ekki er hlaupið að því að finna bæði nauðsynleg og nægjanleg skilyrði þess að kalla texta „bókmenntaverk“. Eru Íslendingarsögurnar, bækur Svetlönu Alexei- vitsj, Svo mælti Zaraþústra og Jóhannesarguðspjallið bókmenntaverk? Eða dada ísk ljóð (eða óljóð) Hugos Ball? Eða ljóð (eða óljóð) Christians Morgenstern og Velimirs Khlebnikov sem ekki samanstóðu af orðum? Þessi verk hafa ýmis af einkennum bókmennta, t.d. hafa ljóð Balls og Khlebnikovs ljóðræna hrynjandi og ljóð Morgensterns hafa ytra form ljóða. Svo mælti Zaraþústra er kannski aðallega heimspekirit en er algerlega skálduð og afar ljóðrænt stíluð. Íslendingasögurnar er vel mögulega skáldaðar og innihalda dramatískar frásögur eins og títt er um skáldverk. En sennilega hafa höfundar þeirra talið sig segja frá raunverulegum atburðum. Það gerir Svetlana Alekseivitsj í bókum sínum um reynslu Sovétþjóð- anna á stríðsárunum. En bækurnar eru vel skrifaðar og frásagan dramatísk. Hvað sem þessu líður þá eru þau verk sem hér hafa verið nefnd ekki skóla- bókardæmi um bókmenntaverk (gagnstætt til dæmis Sjálfstæðu fólki, Hamlet og ljóðabálki T.S. Eliots, The Waste Land). Það er álitamál hvort telja beri þau bók- menntaverk. En eins og ég hef reynt að sýna fram á, þá hafa þau alltént ýmsa bókmenntalega þætti, tala má um ábendingar um bókmenntaleika (e. indicators of literariness). Að hafa skáldaðan (e. fictional) þátt er að jafnaði ábending um bókmenntaleik jafnvel þótt til geti verið skáldsögur og ljóð sem ekki hafa neinn slíkan þátt heldur samanstanda af dagsönnum staðhæfingum. Jafnvel þótt venju- legar lygasögur og hugsanatilraunir heimspekinga og vísindamanna séu strangt tekið ekki bókmenntalegar, þá eru lygar og skáldaðar hugsanatilraunir ábendingar um bókmenntaleika. Þessa ábendingu má ótvírætt finna í skáldverkum á borð við Sjálfstætt fólk og Hamlet. Hana má einnig finna í riti Nietzsches, sennilega líka í Jóhannesarguðspjallinu og Íslendingasögum. Finni menn í ritum eða öðrum merkingarlegum fyrirbærum mikla beitingu stílbragða í textum og öðrum merkingarheildum, er það að öllu jöfnu ábending um bókmenntaleika. Dæmi um slík stílbrögð er mikil notkun myndhvarfa og önnur málbeiting þar sem orð hafa ekki bókstaflega merkingu. Ekki skortir myndhvörf í The Waste Land og Hamlet, hvað þá í verkum Nietzsches og guð- spjallamannsins. Um leið getur blaðagrein verið belgfull af myndhvörfum þótt engum dytti í hug að kalla hana „bókmenntaverk“. Annað dæmi um stílbragð er ljóðræn hrynjandi. Ekki skortir ljóðræna hrynjandi í The Waste Land, Hamlet og Svo mælti Zaraþústra. En predikun í kirkju getur haft ljóðræna hrynjandi án þess að teljast bókmenntaverk. Hvað um það, ýmsum stílbrögðum er óspart beitt í verkum á borð við títtnefnt guðspjall og Sjálfstætt fólk. Ekki má gleyma því að enginn hörgull er á stílbrögðum í minningargreinum af vissu tagi þótt fæstum dytti í hug að kenna þær við bókmenntir. Finnist frásögur í ríkum mæli í tilteknu merkingarlegu fyrirbæri er það að öllu jöfnu ábending um bókmenntaleika. Þessa ábendingu finnum við í Sjálfstæðu fólki, Hamlet, jafnvel í The Waste Land líka, að Íslendingasögunum ógleymdum, í bókum Nietzsches, guðspjallamannsins, og Alekseivitsj. En nefna verður að til eru frásögur sem enginn myndi flokka undir bókmenntaverk, t.d. kjaftasögur. Fjórðu og síðustu ábendinguna er ögn erfitt að útskýra. Oft er vit í að kalla Hugur 2018meðoverride.indd 79 24-Jul-18 12:21:24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.