Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 78
78 Stefán Snævarr
Alla vega er ljóst að Habermas telur að gildismat (bæði listrænt og siðferðilegt)
geti ekki verið viðfang meginrökræðu og þar af leiðandi geti gildismat ekki ver-
ið algilt. Það sé háð stað og stund, mismunandi menningarheimum. En nútíma
listreynsla geti gert tengsl okkar við tilfinningar og þarfir þjálli og gert okkur með
því að betri þátttakendum í siðferðilegri rökræðu (við verðum kannski næmari
á þjáningar annarra). Og gott listaverk getur opnað augu manna fyrir ýmsu í
mannfélaginu sem kaldri skynsemi var hulið. Síðan geta menn nýtt sér þessa
listreynslu í virkri rökræðu.50 Samt er heimur lista og bókmennta aðskilinn frá
veröld siðferðis þótt ekki sé djúp staðfest milli þeirra. Í daglegu lífi leika mál-
gjörðir það meginhlutverk að vera tæki til að leysa vandamál. Verkfræðingurinn
segir: „Burðarþol stálbjálkanna er X“, lögreglumaðurinn segir við þjófinn: „Gefstu
upp!“ Málgjörð verkfræðingsins hefur hið talfólgna afl að vera raunhæfa, málgjörð
lögreglumannsins það talfólgna afl að vera regluhæfa. En séu þær settar fram í
skáldverki, þá missa þær þetta afl, enda eru þær ekki liðir í lausn vandamála.51
Hvorki rithöfundurinn né lesandinn verða að taka afstöðu til sanngildis þess sem
verkfræðingurinn staðhæfir eða réttmætis þess sem lögreglumaðurinn segir. Mál-
gjörðirnar í skáldverkum eru eins konar stælingar á raunverulegum málgjörðum.
Setningar í skáldverkum eru einna helst eins og tilvitnanir og tilvitnuð málgjörð
hefur engan talfólginn mátt.52 Ef ég segi: „Gunnar sagði: „Ég hóta að drepa þig“,
þá hefur málgjörð Gunnars glatað sínum talfólgna mætti að vera hótun þegar hún
birtist í minni tilvitnun. Heimar skáldskapar og veruleika eru því nokkuð skýrlega
aðgreindir þótt vissulega geti skáldlegur tjáningarmáti haft sitt að segja í daglegu
tali. En bæði siðspekilegar og siðferðilegar yrðingar hljóta að varða veruleikann.
Póetísk rökræðusiðfræði
Segjum nú að Habermas hafi á réttu að standa um greinarmuninn á hlutverki
málgjörða annars vegar í skáldheimum, hins vegar í rökræðusiðfræði. Þýðir það
að rökræðusiðfræðin sé alveg eða mestmegnis sneydd póetískum þætti? Þessari
spurningu svara ég neitandi, ég hyggst nú sýna fram á að rökræðusiðfræðin hafi
allstóran póetískan þátt þótt upphafsmönnum hennar hafi verið það hulið. Til
þess að ná því marki verð ég fyrst að kynna hugtak mitt um merkingarheim, svo
að kynna kenningar mínar um bókmenntaleika.53 Að því loknu mun ég reyna að
sýna fram á að í rökræðusiðfræðinni megi finna ábendingar um bókmenntaleika.
Merkingarheimurinn er heild merkingarlegra fyrirbæra, meðal slíkra fyrirbæra
eru orð, leiknar kvikmyndir, textar, stærðfræðijöfnur, ballett, málverk, samfélög,
stríð, menningarheimar, siðaboð og kenningar, þar með talin kenning rökræðu-
siðfræðinga. Merkingarleg fyrirbæri eru alveg eða að miklu leyti sköpuð af merk-
ingu. Hverfi öll merking, þá hverfa þessi fyrirbæri eða breytast verulega. Gagnstætt
þessu hverfa öreindir og svarthol ekki þótt veröldin yrði öldungis merkingarvana.
50 Habermas 1985b: 199–203.
51 Habermas 1988b: 261.
52 Habermas 1985a: 236–237.
53 Sjá nánar Stefán Snævarr 2010: 211.
Hugur 2018meðoverride.indd 78 24-Jul-18 12:21:24