Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 107

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 107
 Dýrin, skynsemin og hið samúðarfulla ímyndunarafl 107 legar verur hryllingi. Það eru á hinn bóginn til jákvæðari form slíkrar ósértekinnar þekkingar. Orð sem lýsir reynslunni af því að lifa sem líkams-sál er gleði, segir Costello.61 Það er í þessari inngrónu, holdlegu þekkingu, bæði um varnarleysi og endan- leika og um unað og fyllingu lífsins, sem samúðin á rætur: „Hjartað er aðsetur andlegrar gáfu, samúðar, sem stundum leyfir okkur að deila tilveru annarra.“62 Það er eðlilegt að skilja „hjartað“ í þessu samhengi sem þann skilning sem við höfum, eða öllu heldur erum, sem holdi klæddar sálir. Við sjáum í The Lives of Animals birtast skýrt þá hugmynd að sjálfsskilningur okkar sem holdlegra vera sé forsenda samúðar okkar með öðrum, sérstaklega þegar dýr eiga í hlut: „Samúð byggist alfarið á sjálfinu [the subject] og hefur lítið með viðfangið [the object] að gera, þann sem er ‚annar‘,“ segir Costello.63 Þannig er gáfan til að „deila veru“ annarrar lífveru, til dæmis leðurblöku, ekki spurning um að geta á einhvern dular- fullan máta numið hennar sérstaka hátt á að skynja og hugsa um veröldina. Við þurfum hvorki að komast inn í huga hennar, né þarf hún á nokkurn hátt að kæra sig um samúð okkar.64 Kjarni samúðarinnar er fremur, samkvæmt því sjónarmiði sem Costello talar fyrir, sú gáfa að geta „ekki búið í huga annars heldur búið í líkama annars“ – geta hugsað sig inn í hátt annars á að vera kvik, holdi klædd vera.65 Þetta er gerlegt vegna þess að við eigum líkamslífið sameiginlegt með öðrum mönnum og dýrunum. Dýrin eru í þessum skilningi ættingjar okkar eða kynsystkini. Íslensk tunga á ekkert orð sem samsvarar enska orðinu „kindness“ sem merkir í senn góðvild og ræktarsemi við þá sem eru af sama kyni. Costello notar einmitt þetta orð til að tjá hugmynd sína um framkomu manna við dýr: „Ég [nota] orðið góðvild [kindness] í víðustu merkingu þess, sem viðurkenningu þess að við erum öll af einu kyni [of one kind], einnar náttúru.“66 Menn og dýr eru skyld, ekki bara í erfðafræðilegum skilningi, heldur einnig í þeim skiln ingi að deila öll sams konar hlutskipti sem líkamlegar verur. Það er viðurkenning á þess um skyldleika sem kallar fram eiginlega samúð, góðvild og virðingu fyrir öðr- um verum, ef marka má Costello. Því á sama hátt og reynsla manns er reynsla veru sem hefur baráttuna fyrir lífinu og gegn dauðanum í holdi sínu og blóði, er „[a]llri veru dýrsins kastað inn í [baráttu þess fyrir lífi sínu]“.67 Við getum skynjað að baráttan, átökin, „dramað“ sem líf okkar er, á sér samsvörun í lífi dýranna. Það eru sjónarmið af þessu tagi sem liggja að baki þeirri fullyrðingu Costello að það séu „engin takmörk fyrir því hve langt við getum hugsað okkur sjálf inn í veru annarra. Það eru engin takmörk fyrir samúðarfullu ímyndunarafli.“68 61 Sama rit: 33. 62 Sama rit: 34. 63 Sama rit: 34–35. 64 Hliðstæða gagnrýni á hvað það þýðir að hafa samúð með öðrum lífverum er að finna hjá Gaita 2003: 126. Að hafa samúð með fiðrildi, segir Gaita, er ekki fólgið í því að hafa „ímyndunarafl sem myndi leita að einhverju földu inni í höfði skordýrsins. Það er allt á yfirborðinu, að því gefnu að sjálfsögðu að maður hafi frjóan skilning [imaginatively rich sense] á yfirborðinu.“ 65 Coetzee 2001: 51. 66 Sama: rit: 61. 67 Sama rit: 65. 68 Sama rit: 35. Hugur 2018meðoverride.indd 107 24-Jul-18 12:21:26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.