Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 54
54 Svavar Hrafn Svavarsson
þessi órói og þær rannsóknir sem fylgdu hafi verið til marks um óvenjulega skerpu
og forvitni (PH 1.12). En þrátt fyrir skerpuna reyndist þessum rannsakendum
ofviða að komast að niðurstöðu sem ekki mátti svara með jafnsannfærandi niður-
stöðu; alltaf enduðu þeir í fyrrgreindu jafnvægi (sem verður betur skýrt að neðan).
Þó mætti kannski segja að þeir hefðu einmitt verið sérlega flinkir að skapa þetta
jafnvægi vegna skerpunnar. Hvað um það. Þeir kynntu til sögunnar tiltekna hætti,
dómsfrestunarhætti, sem alltaf mátti bregða á deilur og ágreining. Frægastir eru
hættir Ænesidemosar og huldumannsins Agrippu.9 Alltént voru þeir knúnir til
að halda öllum skoðunum í skefjum, þ.e. þeir gátu ekki fallist á nokkra stað-
hæfingu (sem byggði á einhverri greinargerð) um raunveruleikann sjálfan, enda
fundu þeir alltaf andstæða staðhæfingu (sem byggði á einhverri annarri greinar-
gerð) sem var jafnvæg hinni. Þeir frestuðu sem sagt dómi. Nú mætti halda að
þeim hefði mistekist og þeir væru jafn órólegir sem fyrr, ef ekki enn órólegri. En
reynsla þeirra varð allt önnur. Sextos segir að „þegar þeir frestuðu dómi, fylgdi
hugró í málum sem varða skoðanir af tilviljun“ (PH 1.26). Lesandinn furðar sig
líklega á síðustu tveimur orðunum í þessari tilvitnun. Við víkjum að þeim síðar.
Þegar pyrrhonistinn hefur reynt það sem gerist við dómsfrestun, þá, segir
Sextos, segja þeir markmið sitt vera þessa hugró í málum sem varða skoðanir og
„mátulegar kenndir (gr. metriopaþeia) í málum sem við neyðumst til að þola“ (PH
1.25). Þess vegna leita þeir dómsfrestunar í öllum málum. Næðu þeir henni ekki,
færu þeir væntanlega á mis við hugróna. En eftir stendur að þeir verða að rann-
saka málin, kanna rök með og á móti, af heilindum, því öllu skiptir að þeir neyðist
til að fresta dómi, hvað svo sem þeir vilja gera. Dómsfrestunin verður ávallt að
vera raunveruleg, en ekki leikin eða svikin, því leikin dómsfrestun gefur til kynna
að ekki búi að baki raunverulegt jafnvægi sannfæringar með og á móti. Það græfi
undan hugrónni. Nú má spyrja: Í hvaða skilningi rannsaka þeir þá eða kanna?
Tilgangur rannsóknanna er hugró. Sem efahyggjumenn rannsaka þeir ekki með
því yfirlýsta markmiði að komast að sannleika einhverrar greinargerðar, enda gef-
ur Sextos það ekki í skyn. Hann gefur frekar í skyn að þeir vilji fyrir alla muni
forðast mistök; slík aðferð beinist einnig að sannleikanum.10 Hvað um það: Í ljósi
þessa mætti ætla að þeir væru ekki raunverulegir heimspekingar, kannski fremur
andheimspekingar. En á móti kemur að þeir verða að rannsaka af heilindum,
hvort heldur viðfangsefnið sé stóísk kenning um dyggð eða epíkúrísk kenning um
ánægju, eða þá mótrök gegn hvoru tveggja, en jafnframt vonast eftir því að hvað
vegi annað upp svo jafnvægi skapist. Kannski eru þeir hlutdrægir frá upphafi,
fullvissir um að jafnvægi fylgi. Og vafalaust hafa þeir vanist þeirri niðurstöðu. Við
ætt um samt að virða þær skorður sem þeir setja rannsóknum sínum, því jafnvel
á sama tíma og þeir vonast eftir hugrónni, þá rætist ekki úr henni nema þeir
kanni sérhverja greinargerð fyrir veruleikanum, með og móti alls kyns sýnd um,
af jafnmiklu hlutleysi og heilindum og getur getið af sér dómsfrestun. Jafn framt
9 Ænesidemos var uppi á fyrri hluta 1. aldar f.Kr. Hann sagði sig úr Akademíunni, skóla Platons,
sem hafði verið efahyggjuskóli um a.m.k. tveggja alda skeið og kenndi sig fyrstur við Pyrrhon.
10 Um greinarmun þess að samþykkja (sannfærandi) skoðun og hafna skoðunum (jafnvel sann-
færandi) til að forðast mistök, má lesa í frægum greinum eftir þá nafnana William K. Clifford
(„Rétturinn til sannfæringar“) og William James („Trúarvilji“); sjá Róbert H. Haraldsson 1993.
Hugur 2018meðoverride.indd 54 24-Jul-18 12:21:23