Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 59
Sextos Empeirikos og pyrrhonsk efahyggja 59
Í fyrsta lagi byggist hún hæfileika mannsins til að skynja og hugsa. Þótt hann
leggi enga sérstaka áherslu í þessum kafla á getu mannsins til að fylgja skynsemi
sinni, minnir hann lesandann á að pyrrhonistinn er jafnmikil skynsemisvera og
aðrir. Annað atriðið er nauðung mannlegra kennda og upplifana. Hann nefnir
sem dæmi að þorsti leiði til þess að við drekkum og hungur til þess að við etum.
Þriðja er hæfileiki mannsins til að fylgja lögum og siðum. Þetta atriði hefur löng-
um þótt sýna að efahyggjumaðurinn sé einungis taglhnýtingur ráðandi afla, að
hann samþykki umyrðalaust ráðandi skoðanir sem hann hefur fengið að kynnast
í sínu nánasta umhverfi.17 Það er þó líklegra að hér hafi hann í huga hugmynd
um sameiginlega skráða og óskráða reynslu sem pyrrhonistinn hefur aðgang að,
á nákvæmlega sama hátt og empírísku læknarnir höfðu ekki aðeins aðgang að
eigin athugunum (gr. autopsía) heldur einnig annarra (gr. historía), eins konar
gagnagrunn reynslu og athugana. Í fjórða lagi tiltekur Sextos kennslu í kunnáttu-
greinum. Hann hefur væntanlega í huga þá hugsun empíristanna að athugun
og reynsla dugi til að ná valdi á kunnáttugreinum, eins og læknislist. Sem áður
segir víkur Sextos síðar að empíristunum og gagnrýnir kennimannslegar hneigðir
þeirra (PH 1.237–40). Hann hefur í huga hugmynd þeirra um að hið óljósa verði
ekki meðtekið. Hér skjallar hann meþódistana, aðferðaskólann, og hugmynd
þeirra um hið ljósa. Hann leggur til að sú hugmynd sé nær hugmynd pyrrhonista,
því hún umfaðmar og viðurkennir getuna til að álykta skynsamlega (m.a. um hið
óljósa) í viðleitni sinni til að greina frá því sem sýnist vera raunin. Því næst beitir
hann þessari hugmynd á fyrrgreindan fjórfalda mælikvarða breytninnar með því
að koma ályktunarhæfninni fyrir í öðru atriðinu, þ.e. nauðung kenndanna, sem þá
inniheldur ekki aðeins það sem er ljóst heldur einnig það sem empíristarnir segja
vera viðfangsefni ályktana.
Þannig ætti efahyggjumaðurinn að haga lífi sínu. En nú mætti spyrja hvernig
standi á því að hann öðlast hugró. Þetta ástand hlýst af dómsfrestun, eins og
sagði í upphafi greinarinnar. Hún veltur ekki á sérstöku líferni, svo fremi lífernið
einkennist af fjarveru skoðana. Sitt sýnist hverjum, líka efahyggjumönnum. Því
geta þeir lifað ólíkum lífum. En Sextos segir um efahyggjumennina að „þegar þeir
frestuðu dómi fylgdi hugró í málum sem varða skoðanir af tilviljun“ (PH 1.26).
Það er vægast sagt einkennilegt að efahyggjumaðurinn öðlist hugró af tilviljun,
enda hafa margir hnotið um þessa staðhæfingu og fæstir tekið mark á henni,
enda ótrúverðug og illskiljanleg við fyrstu sýn. Til útskýringar segir Sextos sögu
af málara að nafni Apelles. Hann gafst upp á að mála froðu sem vall úr hestkjafti
og þeytti málarasvampi sínum á myndina, en skapaði um leið fullkomna mynd
froðunnar (PH 1.28–29). En sem almenn aðferð er hún ekki líkleg til árangurs.
Sextos bætir gráu ofan á svart þegar hann segir að „þegar þeir frestuðu dómi
fylgdi hugróin svo sem af tilviljun, eins og skuggi fylgir líkama“ (PH 1.29). Það er
hins vegar varla tilviljun að skuggi fylgi líkama. Skýringarinnar á þessu tali um
tilviljun er aftur að finna hjá empírísku læknunum.18
Fyrir pyrrhonskan efahyggjumann er hugróin hliðstæð líkamlegri heilsu hjá
17 Sjá Bett 2010.
18 Sjá Svavar Hrafn Svavarsson 2015.
Hugur 2018meðoverride.indd 59 24-Jul-18 12:21:23