Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 59

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 59
 Sextos Empeirikos og pyrrhonsk efahyggja 59 Í fyrsta lagi byggist hún hæfileika mannsins til að skynja og hugsa. Þótt hann leggi enga sérstaka áherslu í þessum kafla á getu mannsins til að fylgja skynsemi sinni, minnir hann lesandann á að pyrrhonistinn er jafnmikil skynsemisvera og aðrir. Annað atriðið er nauðung mannlegra kennda og upplifana. Hann nefnir sem dæmi að þorsti leiði til þess að við drekkum og hungur til þess að við etum. Þriðja er hæfileiki mannsins til að fylgja lögum og siðum. Þetta atriði hefur löng- um þótt sýna að efahyggjumaðurinn sé einungis taglhnýtingur ráðandi afla, að hann samþykki umyrðalaust ráðandi skoðanir sem hann hefur fengið að kynnast í sínu nánasta umhverfi.17 Það er þó líklegra að hér hafi hann í huga hugmynd um sameiginlega skráða og óskráða reynslu sem pyrrhonistinn hefur aðgang að, á nákvæmlega sama hátt og empírísku læknarnir höfðu ekki aðeins aðgang að eigin athugunum (gr. autopsía) heldur einnig annarra (gr. historía), eins konar gagnagrunn reynslu og athugana. Í fjórða lagi tiltekur Sextos kennslu í kunnáttu- greinum. Hann hefur væntanlega í huga þá hugsun empíristanna að athugun og reynsla dugi til að ná valdi á kunnáttugreinum, eins og læknislist. Sem áður segir víkur Sextos síðar að empíristunum og gagnrýnir kennimannslegar hneigðir þeirra (PH 1.237–40). Hann hefur í huga hugmynd þeirra um að hið óljósa verði ekki meðtekið. Hér skjallar hann meþódistana, aðferðaskólann, og hugmynd þeirra um hið ljósa. Hann leggur til að sú hugmynd sé nær hugmynd pyrrhonista, því hún umfaðmar og viðurkennir getuna til að álykta skynsamlega (m.a. um hið óljósa) í viðleitni sinni til að greina frá því sem sýnist vera raunin. Því næst beitir hann þessari hugmynd á fyrrgreindan fjórfalda mælikvarða breytninnar með því að koma ályktunarhæfninni fyrir í öðru atriðinu, þ.e. nauðung kenndanna, sem þá inniheldur ekki aðeins það sem er ljóst heldur einnig það sem empíristarnir segja vera viðfangsefni ályktana. Þannig ætti efahyggjumaðurinn að haga lífi sínu. En nú mætti spyrja hvernig standi á því að hann öðlast hugró. Þetta ástand hlýst af dómsfrestun, eins og sagði í upphafi greinarinnar. Hún veltur ekki á sérstöku líferni, svo fremi lífernið einkennist af fjarveru skoðana. Sitt sýnist hverjum, líka efahyggjumönnum. Því geta þeir lifað ólíkum lífum. En Sextos segir um efahyggjumennina að „þegar þeir frestuðu dómi fylgdi hugró í málum sem varða skoðanir af tilviljun“ (PH 1.26). Það er vægast sagt einkennilegt að efahyggjumaðurinn öðlist hugró af tilviljun, enda hafa margir hnotið um þessa staðhæfingu og fæstir tekið mark á henni, enda ótrúverðug og illskiljanleg við fyrstu sýn. Til útskýringar segir Sextos sögu af málara að nafni Apelles. Hann gafst upp á að mála froðu sem vall úr hestkjafti og þeytti málarasvampi sínum á myndina, en skapaði um leið fullkomna mynd froðunnar (PH 1.28–29). En sem almenn aðferð er hún ekki líkleg til árangurs. Sextos bætir gráu ofan á svart þegar hann segir að „þegar þeir frestuðu dómi fylgdi hugróin svo sem af tilviljun, eins og skuggi fylgir líkama“ (PH 1.29). Það er hins vegar varla tilviljun að skuggi fylgi líkama. Skýringarinnar á þessu tali um tilviljun er aftur að finna hjá empírísku læknunum.18 Fyrir pyrrhonskan efahyggjumann er hugróin hliðstæð líkamlegri heilsu hjá 17 Sjá Bett 2010. 18 Sjá Svavar Hrafn Svavarsson 2015. Hugur 2018meðoverride.indd 59 24-Jul-18 12:21:23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.