Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 97

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 97
 Dýrin, skynsemin og hið samúðarfulla ímyndunarafl 97 það sé sjálfsagður hluti af lífinu.“33 Costello lýsir sjálfri sér í þessu sambandi sem særðu dýri. Það mætti skilja sem svo að vit-und hennar um meðhöndlun okkar á dýrunum – hinn óskiljanlegi hryllingur sem hún verður áskynja, sem þrykkir sér á hug hennar – sé bókstaflega einhvers konar und, samofin lífi þeirrar líkamlegu hugsandi veru sem hún sjálf er. Kynni af örðugleikum veruleikans, samkvæmt þessu, eru líkamleg vitneskja, vitneskja sem við erum, en ekki bara höfum af því að við höfum dregið rökréttar ályktanir af sönnum forsendum. Ég mun koma betur að þýðingu líkamleikans fyrir hugsun okkar um dýrin síðar í greininni. Það sem ég vek athygli á nú er að reynsla af örðugleikum veruleikans felur í sér sérstaka tegund skilnings sem við gætum ekki öðlast eftir öðrum leiðum. Þessi tegund skilnings byggist á því að við erum líkamlegar verur og þess vegna særanlegar verur. Særanleiki er okkar innsti kjarni ef svo má að orði komast. Eins og við erum líkamlega berskjölduð fyrir slysum og áverkum, eru hugur okkar og sál ávallt að meira eða minna leyti opin og óvarin fyrir leyndardómi veruleikans – jafnt hinu góða og hinu fagra sem hinu ógnvekjandi og hryllilega. Reynsla af örðugleikum veruleikans leiðir þennan grundvallar-særanleika mannssálarinnar í ljós, eins og bók Coetzees sýnir glögglega. Fáum þykir særanleiki þægilegur eða eftirsóknarverður. Sár, hvort sem þau eru á líkama eða sál, geta gengið nærri okkur. Við reynum því að verja okkur fyrir þeim. Við leitumst við að hefja okkur yfir særanleikann og ná stjórn á honum – verða eins ósæranleg og kostur er. Þessi varnarviðbrögð hafa á hinn bóginn alvarlegan fórnarkostnað í för með sér. Ef við flýjum særanleika okkar, flýjum við kjarna eigin mennsku. Við drögum úr möguleikum okkar til að þekkja heiminn; leyfa veruleikanum að hræra og vekja hjartað. Það þýðir að við skerðum eigin möguleika á að lifa vel. Þetta eru sannindin sem búa að baki gagnrýninni í The Lives of Animals og í skrifum Coru Diamond á tilhneigingu margra heimspek- inga og annarra í nútímanum til að færa alla hugsun yfir á form „fræðilegrar rökræðu“, hvort sem hún er hefðbundin siðfræðileg orðræða eða af öðru tagi. Vandaðar heimspekilegar og siðfræðilegar rökræður gegna vissulega mikilvægu hlutverki í þeirri viðleitni að hugsa skýrar um grundvallarspurningar. Spurningin er aðeins sú hvort við þurfum ávallt að vera svo upptekin af því að hlusta eftir „röksemdafærslum“ sem fela í sér rök fyrir tilteknum „vitsmunalegum viðhorfum“ að við verðum ófær um að hlusta á manneskjuna sem lætur rödd sína heyrast, og nema það sem hún nemur af veruleikanum. Okkur getur verið svo tamt að kreista út „almennt innihald“ í máli annarrar manneskju, á borð við hugtök, hugmyndir og rökleg tengsl, að sjónarhóll hennar og innra líf, hvað það er sem snertir hana og hún er að ganga í gegnum, fer framhjá okkur. Diamond segir að heimspekin geti knúið okkur, eða fengið okkur til að finnast við vera knúin, til þess að snið- ganga hinn innri sjónarhól. Við „heyrum hana þráfaldlega leggja hart að okkur,“ segir hún, að líta á lýsingu á hinu innra sjónarhorni einfaldlega sem útlistun, hve hjartnæm sem hún annars er, „á huglægum viðbrögðum“ sem þarfnist sjálfstæðrar rannsóknar.34 Hugmyndin, sem okkur finnst að heimspekin hamri þráfaldlega 33 Diamond 2003: 4. 34 Diamond 2003: 10. Hugur 2018meðoverride.indd 97 24-Jul-18 12:21:26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.